Bæjarráð

2140. fundur 16. september 1999

Bæjarráð 16. september 1999.
2761. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 16. september kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni og Karli Guðmundssyni.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 13. september 1999.

   BR990822
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   1. liður: Sundlaug Akureyrar.
   Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdanefndar um að tekin verði upp aukafjárveiting að upphæð kr. 10.450.000 til að hægt verði að flýta framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar og að ganga frá skyggni yfir fatahengi í útiklefum sundlaugarinnar.
   Fjárveitingunni verði mætt með lækkun veltufjár.
2. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 14. september 1999.
   BR990830
   Fundargerðin er í 11 liðum.
   3. liður: Viðbótarlán vegna ársins 1999.
   4. liður: Umsóknir um lánsheimildir vegna viðbótarlána á næsta ári.
   5. liður: Umsóknir um lánsheimildir til kaupa á 50 leiguíbúðum á árinu 2000.
   Bæjarráð frestar afgreiðslu á 3., 4. og 5. lið og óskar eftir að formaður húsnæðisnefndar og forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar komi til fundar við bæjarráð um málið.
3. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra. Fundargerð dags. 7. september 1999.
   BR990821
   Fundargerðin er í 4 liðum.
   1. liður: Starfsmaður nefndarinnar.
   Bæjarráð fer þess á leit við tæknisvið bæjarins að samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra fái nauðsynlega aðstoð hjá einhverjum af starfsmönnum tæknisviðsins.

   4. liður: Aðgengi að Geislagötu 9.
   Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að sjá til þess að frágangur hurða og hurða-umbúnaðar verði með þeim hætti að aðgengi fatlaðra að bæjarskrifstofunum sé tryggt.
4. Sameining sveitarfélaga.
   BR990163
   Lagðar fram tilnefningar 3ja sveitarfélaga í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga við Eyjafjörð.

   Frá Arnarneshreppi - aðalmenn:

   Sigurður Aðalsteinsson Björgum
   Jóhannes Hermannsson Hjalteyri
   varamaður:

   Brynjar Ragnarsson Hjalteyri

   Frá Siglufjarðarkaupstað:

   Haukur Ómarsson formaður bæjarráðs Siglufjarðar
   Skarphéðinn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar
   Ólöf Kristjánsdóttir bæjarráðsfulltrúi

   Frá Grýtubakkahreppi: - aðalmenn:

   Jóhann Ingólfsson
   Benedikt Sveinsson
   varamaður:

   Þórður Stefánsson.

   Einnig lögð fram bréf frá sveitarstjórn Öxnadalshrepps dags. 7. september 1999, sem telur að hún hafi ekki umboð til að skipa menn í samstarfsnefndina og frá Glæsibæjarhreppi dags. 9. september 1999, þar sem tilkynnt er að sveitarstjórn Glæsibæjarhrepps hafi fellt tillögu um tilnefningu í nefndina.

5. Samningur um ráðgjafarþjónustu.
   BR990693
   Með bréfi dags. 9. september s.l. er tilkynnt að á fundi sveitarstjórnar Glæsibæjarhrepps 8. september 1999 hafi verið samþykktur samningur um ráðgjafarþjónustu við grunn-skóla, leikskóla, félagsþjónustu og barnavernd. Jafnfram var samþykkt að mæla með stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar á því svæði sem samningurinn nær yfir.
6. Borgarstjórinn í Reykjavík. Viðræður um Landsvirkjun.
   BR990776
   Lagt fram erindi frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 6. september 1999, þar sem þess er farið á leit að teknar verði upp formlegar viðræður milli eignaraðila Landsvirkjunar um endurskoðun á sameignarsamningi um Landsvirkjun.
   Einnig lögð fram orðsending dags. 7. september 1999 frá Landsvirkjun um breytt rekstrarform Landsvirkjunar.
   Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna um málið.
7. Jón Kristvin Margeirsson. Sækir um styrk vegna útgáfu ritsins "Deilur Hörmangarafélagsins og Íslendinga 1752-57."
   BR990809
   Með bréfi dags. 3. september s.l. sækir Jón Kristvin Margeirsson um styrk til Akureyrarbæjar vegna útgáfu á ritinu "Deilur Hörmangarafélagsins og Íslendinga 1752-57."
   Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.
8. Félag íslenskra leikskólakennara. Vegna breytinga á stjórnsýslukerfi Akureyrarbæjar.
   BR990811
   Lagt var fram erindi Félags íslenskra leikskólakennara dags. 3. september s.l. vegna breytinga á stjórnsýslukerfi Akureyrarbæjar.
   Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
9. Sæborg, Glerárhverfi.
   BR990733
   Lögð fram greinargerð frá bæjarverkfræðingi vegna bréfs Ingunnar Hallgrímsdóttur dags. 8. ágúst s.l. þar sem hún býður Akureyrarbæ húseign sína Sæborg í Glerárhverfi til kaups. Á fundi bæjarráðs 12. ágúst s.l. var bæjarverkfræðingi falið að ræða við bréfritara.
   Bæjarráð mælir ekki með því að húseignin Sæborg verði keypt.
10. Félagsmálaráðuneyti. Endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga.
   BR990817
   Með bréfi félagsmálaráðuneytis dags. 8. september s.l. er tilkynnt um skipun nefndar til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga með það að markmiði m.a. að þeir séu á hverjum tíma í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögum er lögskylt að sinna. Jafnframt óskar nefndin eftir athugasemdum eða ábendingum um málið. Einkum er haft í huga athugasemdir við núverandi tekjustofnakerfi sveitarfélaga, sbr. lög nr. 4/1995, sem og ábendingar um framtíðartekjustofna sveitarfélaga á Íslandi. Athugasemdir og tillögur skulu sendar "tekjustofnanefnd" fyrir 11. október n.k.
   Bæjarráð beinir þeim tilmælum til bæjarfulltrúa að þeir komi athugasemdum og ábendingum sínum um tekjustofna sveitarfélaga til bæjarstjóra.
11. Fjárfestingarstofan - orkusvið. Útgáfa sérrits um möguleika erlendra fjárfesta á Íslandi.
   BR990818
   Erindi dags. 8. september s.l. frá Fjárfestingarstofunni - orkusviði, þar sem leitað er til Akureyarbæjar um stuðning vegna útgáfu upplýsingarits.
   Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
12. Listasafnið. Fjárhagsstaða.
   BR990825
   Lagðir voru fram minnispunktar dags. 30. ágúst s.l. frá viðræðum sviðsstjóra félagssviðs, menningarfulltrúa og forstöðumanns Listasafnsins um fjárhagsstöðu safnsins.
   Bæjarráð mælir með því að safninu verði veitt viðbótarfjárveiting að upphæð kr. 1.000.000 til áætlaðrar starfsemi á þessu ári.
13. Viðtalstímar bæjarfulltrúa.
   BR990826
   Lögð fram tillaga að niðurröðun viðtalstíma bæjarfulltrúa veturinn 1999-2000.
14. Glófi ehf.
   BR990827
   Fram var lagt erindi frá Glófa ehf. þar sem fyrirtækið fer fram á stuðning Akureyrarbæjar við stækkun og eflingu þess. Meðfylgjandi var einnig greinargerð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um málið.
   B æjarráð lýsir sig reiðubúið til frekari viðræðna við eigendur þegar nákvæmari áætlanir liggja fyrir.
15. Iceland Complete.
   BR990828
   Lögð fram greinargerð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar vegna óska formanns bæjarráðs um að AFE gerði úttekt á beiðni forsvarsmanna Iceland Complete um að Akureyrarbær kaupi sem nemur 30% hlut í fyrirtækinu. Meðfylgjandi var einnig greinargerð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um málið.
   Bæjarráð hafnar því að kaupa umræddan hlut í fyrirtækinu.
16. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. Styrkir til fyrirtækja.
   BR990829
   Lagðir fram minnispunktar dags. 10. september s.l. frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar varðandi styrki til fyrirtækja.
   Bæjarráð vísar þeim hugmyndum sem fram koma í minnispunktum Atvinnuþróunar-félagsins til atvinnumálanefndar til umsagnar.
17. Reynslusveitarfélög. Úttekt á verkefnum á árinu 1998.
   BR990831
   Lögð var fram skýrsla "Úttekt á verkefnum reynslusveitarfélaga á árinu 1998. Mat á árangri.", unnin af PriceWaterHouseCoopers ehf. í júní 1999.
   Bæjarráð vísar skýrslunni til reynsluverkefnanefndar.
18. Fjárhagsáætlun 2000.
   BR990769
   Fjármálastjóri lagði fram ramma í fjárhagsáætlun 2000.
   Bæjarráð leggur til að unnið verði eftir framlögðum römmum.
Fundi slitið kl. 10.59.

Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-