Bæjarráð

2141. fundur 23. september 1999

Bæjarráð 23. september 1999.
2762. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 23. september kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur og Karli Guðmundssyni.

Þetta gerðist:

1. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 14. september 1999.

   BR990830
   Fundargerðin er í 11 liðum.
   Teknir voru fyrir 3., 4. og 5. liður, sem bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á á fundi sínum 21. september s.l.
   Til fundar við bæjarráð mættu formaður nefndarinnar og forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar.
   Bæjarráð samþykkir 3. og 4. lið.
   Bæjarráð samþykkir 5. liðinn með þeim skilmálum að á árinu 2000 verði fjölgun leiguíbúða hjá Akureyrarbæ bundin við hámark 50 íbúðir.
2. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 14. september 1999.
   BR990833
   Fundargerðin er í 5 liðum er lögð fram til kynningar.
3. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerðir dags. 16. ágúst og 6. september 1999.
   BR990846
   Fundargerðin frá 16. ágúst er í 8 liðum.
   Fundargerðin frá 6. september er í 10 liðum.
   Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar, ásamt fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 1999 og 2000 og gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarna-eftirlit.
   Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra til gerðar fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar næsta árs.
4. Samningur um byggingu þjónustuhúss (Strýtu) í Hlíðarfjalli.
   BR990847
   Lagður var fram samningur um byggingu þjónustuhúss í Hlíðarfjalli.
   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
5. Hafnarstræti 57. Umsókn um leyfi til áfengisveitinga.
   BR990520
   Lögð var fram umsókn um leyfi til áfengisveitinga frá Sigurði Hróarssyni f.h. Leikfélags Akureyrar, Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
   Fyrir liggur rökstuðningur bæjarlögmanns
   . Bæjarráð samþykkir leyfisveitinguna að uppfylltum skilyrðum.
6. Byggingarfélagið Lind ehf., Hafnarstræti 97, 4. hæð.
   BR981084
   Rætt var um uppgjör samninga vegna Hafnarstrætis 97, 4. hæð, sem snerta Byggingafélagið Lind ehf. og fullnustu samkomulags við umhverfisráðuneytið um rekstur sýningarsalar. Áður á dagskrá bæjarráðs 22. október 1998 og 11. mars 1999 og bæjarstjórn 3. nóvember 1998.
   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
7. Önnur mál.
   BN990347
   a) Jakob Björnsson vakti máls á afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu bæjarfulltrúa Odds Helga Halldórssonar á síðasta fundi bæjarstjórnar við 5. tölulið fundargerðar bygginganefndar frá 15. september 1999.
   Vegna þessa vill Kristján Þór Júlíusson taka fram:
     "Samkvæmt bókun bygginganefndar er umrætt mál enn í vinnslu og með samþykkt tillögu Odds Helga Halldórssonar tel ég að bæjarstjórn hafi ekki stöðvað frekari vinnslu þess. Endanleg ákvörðun bæjarstjórnar bíður fullnaðarafgreiðslu byggingafulltrúa og bygginganefndar á umbeðnum teikningum."
   Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann mótmælir þessum skilningi og telji að málið hafi verið stöðvað.
8. Heimsókn félagsmálanefndar Alþingis.
   BR990845
   Undir þessum lið mætti formaður félagsmálaráðs Oktavía Jóhannesdóttir.
   Á fund bæjarráðs komu fulltrúar félagsmálanefndar Alþingis, þau Arnbjörg Sveinsdóttir formaður, Guðrún Ögmundsdóttir, Kristján L. Möller, Kristján Pálsson, Pétur H. Blöndal, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Sverrisdóttir og Eva Margrét Ævarsdóttir ritari nefndarinnar.
   Rædd voru málefni reynslusveitarfélagaverkefna.
Fundi slitið kl. 12.10.

Ásgeir Magnússon formaður
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-