Bæjarráð

2143. fundur 07. október 1999

Bæjarráð 7. október 1999.
2764. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 7. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni og Karli Guðmundssyni.

Þetta gerðist:

1. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 28. september 1999.

   BR990902
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   2. liður: Bréf frá Ungmennafélagi Akureyrar.

   Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um kostnað samfara því að endurbæta frjálsíþróttaaðstöðuna í bænum, þannig að hægt verði að halda hér landsmót UMFÍ. Jafnframt óskar bæjarráð upplýsinga um fjárframlög ríkisins til breytinga á íþróttaaðstöðu á Egilsstöðum og Laugarvatni vegna landsmóta UMFÍ á þeim stöðum.

2. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 2. október 1999 kl. 09.00.
   BR990889
   Fundargerðin er í 4 liðum.
   2. liður: Þjónustugjöld.

   Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um áætlaðar tekjur og áætlaðan innheimtukostnað vegna fyrirhugaðrar innheimtu á aðgangseyri að Listasafninu. Jafnframt óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um áætlaðar tekjur af útlánum á listaverkum í eigu safnsins og áætluðum kostnaði við umönnum þessa þáttar.

   3. liður: Húsfriðunarsjóður.

   Bæjarráð getur ekki fallist á notkun Húsfriðunarsjóðs í þessum tilgangi, en samþykkir að hækka fjárveitingar til gjaldfærðrar fjárfestingar á Listasafninu um 1,5 millj. kr. Fjárveitingunni verði mætt með skerðingu veltufjár.

   Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu 3. liðar.

3. Skólanefnd. Fundargerð dags. 4. október 1999.
   BR990903
   Fundargerðin er í 11 liðum.
   3. liður: Tónlistarskólinn - aukafjárveiting v/samnings í júní s.l.

   Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu til Tónlistarskólans að upphæð kr. 3.834.000. Fjárveitingunni verði mætt með skerðingu veltufjár.

   4. liður: Fram var lögð könnun sem Halldóra Haraldsdóttir skólastjóri Giljaskóla vann með aðstoð Álfhildar Vilhjálmsdóttur skólaritara, fyrir skólaskrifstofuna um sérkennslu í grunnskólum Akureyrar.

4. Reynsluverkefnanefnd. Fundargerð dags. 1. október 1999.
   BR990884
   Fundargerðin er í 1 lið.
   Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í fundargerðinni, en telur eðlilegt að áfram verði unnið að stjórnsýslutilraunum í anda reynslusveitarfélagsverkefnisins.
5. Vetraríþróttamiðstöð Íslands. Fundargerð dags. 27. september 1999.
   BR990891
   Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
6. Halló Akureyri.
   BR990883
   Lögð var fram fundargerð dags. 29. september 1999 frá starfshópi sem bæjarráð skipaði til að fara yfir framkvæmd Halló Akureyri og gera tillögur um framtíð þessa viðburðar til bæjarráðs.
7. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Fundargerðir.
   BR990808
   Lagðar voru fram til kynningar: stofnfundargerð Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar dags. 15. október 1998, 1.- 9. fundargerð stjórnar AFE og fundargerð aðalfundar AFE dags. 26. maí 1999.
8. Byggðastofnun. Þróunarsvið.
   BR990875
   Með bréfi dags. 24. september s.l. er tilkynnt að ráðinn hafi verið menningarráðgjafi hjá Þróunarsviði Byggðastofnunar, sem vinna á að þeirri eflingu menningarlífs á landsbyggðinni sem grein 10 í "Þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2000" gerir ráð fyrir.

   Bæjarráð samþykkir að vísa bréfi Byggðastofnunar til menningarmálanefndar og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.

9. Kaupþing Norðurlands. Eignarhaldsfélag Norðurlands - Tækifæri ehf.
   BR990876
   Erindi dags. 24. september s.l. frá Kaupþingi Norðurlands hf. varðandi stofnun Eignarhaldsfélags Norðurlands - Tækifæri ehf. og ósk um framlag frá Akureyrarbæ.

   Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til frekari viðræðna um stofnun sjóðsins og felur bæjarstjóra að vinna í málinu.

10. Jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar. Fyrirspurn varðandi ráðningu í stöðu sviðsstjóra félagssviðs.
   BR990885
   Bréf dags. 1. október 1999 frá Elínu Antonsdóttur jafnréttisfulltrúa Akureyrarbæjar varðandi ráðningu í stöðu sviðsstjóra félagssviðs.

   Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs og formanni bæjarráðs að ræða við jafnréttisfulltrúa um erindi bréfsins.

11. Félag íslenskra leikskólakennara, 6. deild. Ályktun.
   BR990887
   Með bréfi dags. 29. september 1999 frá Félagi íslenskra leikskólakennara, 6. deild, fylgir ályktun frá fundi félagsins 27. september s.l. varðandi þær breytingar sem orðið hafa vegna sameiningar leikskóladeildar og skóladeildar hjá Akureyrarbæ. Lagt fram til kynningar.
12. Samband íslenskra sveitarfélaga. Áætlaðar breytingar á tekjum sveitarfélaga af staðgreiðslu.
   BR990888
   Með bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1. október s.l. fylgir skýrsla um áætlaðar breytingar á tekjum sveitarfélaga vegna breytinga milli áranna 1998 og 1999, unnin með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa átt sér stað á greiddum launum innan hvers sveitarfélags milli fyrstu 6 mánaða áranna 1998 og 1999.
13. Hafnasamlag Norðurlands. Erindi Kjötiðnaðarstöðvar KEA varðandi þátttöku í kostnaði við girðingu á lóðarmörkum.
   BR990559
   Erindi dags. 30. september 1999 frá framkvæmdastjóra Kjötiðnaðarsviðs KEA varðandi girðingu milli lóðarhafa á matvælasvæði á Oddeyri.
   Áður á dagskrá bæjarráðs 10. júní og 8. júlí s.l.

   Bæjarráð sér ekki ástæðu til að breyta fyrri ákvörðun sinni í þessu máli.

14. Kappakstursklúbbur Akureyrar. Ósk um lán vegna gatnagerðargjalda.
   BR990892
   Erindi dags. 4. október 1999 frá Kappakstursklúbbi Akureyrar, þar sem óskað er eftir láni hjá Akureyrarbæ vegna gatnagerðargjalda af lóð í Krossaneshaga.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar til reglna bæjarins sem í gildi eru um gjaldskrá af gatnagerðargjöldum atvinnuhúsnæðis.

15. Reikningsyfirlit janúar - ágúst 1999.
   BR990906
   Lagt var fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir mánuðina janúar til ágúst 1999.
Fundi slitið kl. 11.43.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-