Bæjarráð

2144. fundur 14. október 1999

Bæjarráð 14. október 1999.
2765. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 14. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.

Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur og Dan Brynjarssyni. Einnig sat bæjarlögmaður Baldur Dýrfjörð fundinn að hluta.

Þetta gerðist:

1. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 11. október 1999.

   BR990928
   Fundargerðin er í 3 liðum.
   Liður 1: Bæjarráð bendir á að málefni leikskóladeildarinnar er til umfjöllunar hjá bæjarstjóra, sviðsstjóra félagssviðs og skólafulltrúa. Síðari spurningunum er vísað til skólanefndar, en viðhaldsmálunum jafnframt til framkvæmdanefndar.
   Liður 3:
   Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar.
2. Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 11. október 1999.
   BR990927
   Fundargerðin er í 5 liðum.
   2. liður: Reglugerð sjóðsins, breytingar á henni v/starfsleyfis.
   Bæjarlögmaður lagði fram og fór yfir drög að Samþykktum fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar.

   Bæjarráð vísar samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3. Menntamálaráðuneytið. Óskar eftir tilnefningu í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
   BR990893
   Með bréfi menntamálaráðuneytisins dags. 30. september s.l. er óskað eftir að Akureyrarbær tilnefni 2 fulltrúa í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og 2 til vara til næstu fjögurra ára.

   Bæjarráð vísar tilnefningu til bæjarstjórnar.

4. Menntasmiðjan. Húsnæðismál.
   BR990801
   Lagt fram erindi frá Valgerði H. Bjarnadóttur forstöðufreyju Menntasmiðjunnar dags. 29. september 1999, varðandi breytingar á húsnæði Menntasmiðjunnar, Glerárgötu 28, 3. hæð og hugleiðingar um framtíðarhúsnæði Menntasmiðjunnar.

   Þar sem ljóst er að þeim framkvæmdum sem heimilaðar voru er lokið og kostnaður við þær nemur um 800.000 kr. samþykkir bæjarráð að veita Menntasmiðjunni aukafjárveitingu að upphæð kr. 1.000.000 vegna þessara breytinga og vegna hækkunar á húsaleigu og verði fjárveitingunni mætt með lækkun veltufjár.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirlit yfir afgreiðslur umsókna í félagslega húsnæðiskerfinu.
   BR990914
   Lagt var fram yfirlit frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30. september s.l., um afgreiðslur umsókna í félagslega húsnæðiskerfinu.
6. Íbúðalánasjóður. Tilkynning um viðbótarlán.
   BR990899
   Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dags. 1. október 1999, þar sem tilkynnt er að á fundi stjórnar sjóðsins 30. september s.l. var samþykkt að veita Akureyrarbæ heimild til veitingar viðbótarlána úr Íbúðalánasjóði á árinu 1999 að fjárhæð kr. 31.500.000.
7. Minjasafnið á Akureyri. Staða minjavarðar í Eyjafirði.
   BR990909
   Erindi dags. 3. október 1999 frá Minjasafninu á Akureyri varðandi stöðu minjavarðar í Eyjafirði.

   Bæjarsjóður Akureyrar hefur í eitt ár fjármagnað þetta verkefni ríkisins og sér bæjarráð sér ekki fært að halda því áfram og bendir á skyldur ríkisins í þessu sambandi. Samkvæmt þjóðminjalögum á að vera búið að ráða minjaverði til starfa á öllum minjasvæðum fyrir árslok 2000.

8. Minjasafnið á Akureyri. Samningur um fornleifaskráningu og samningur um húsakannanir.
   BR990910
   Lagt fram erindi frá Minjasafninu á Akureyri dags. 3. október 1999 vegna samninga um fornleifaskráningu og húsakannanir.

   Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar menningarmálanefndar og skipulagsnefndar.

9. Sundfélagið Óðinn. Íslandsmeistaramót yngri flokka 22.- 26. júní 2000.
   BR990911
   Lagt fram erindi frá stjórn Sundfélagsins Óðins dags. 4. október 1999. Sundfélagið Óðinn hefur sótt um að fá að halda Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi í júní n.k. og óskar eftir að geta átt öruggan aðgang að Sundlaug Akureyrar, skólahúsum Brekkuskóla og einnig Íþróttahöllinni að hluta, dagana 22.- 26. júní árið 2000.

   Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs og skólanefndar.

10. Víkingur Norðursins ´99. Styrkbeiðni vegna alþjóðlegs kraftamóts.
   BR990877
   Með bréfi dags. 28. september 1999 frá undirbúningsnefnd vegna alþjóðlegs kraftamóts sem haldið verður á Akureyri 17. október n.k. er óskað eftir fjárstuðningi frá Akureyrarbæ.

   Bæjarráð samþykkir að styrkja þennan viðburð með kr. 350.000.

11. Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Umsókn um styrk.
   BR990919
   Erindi dags. 7. október s.l. frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ fyrir norrænar sumarbúðir fyrir handverksfólk.

   Bæjarráð mun ekki veita verkefninu fjárhagslegan stuðning, en óskar eftir því að bæjarstjóri kynni erindið fyrir Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

12. Skinnaiðnaður hf.
   BR990929
   Borist hefur ósk frá Skinnaiðnaði hf. varðandi kaup Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar á 40.000.000 kr. skuldabréfi með breytirétti í hlutafé af fyrirtækinu.
   Óskin er fram komin vegna fyrirhugaðs flutnings Skinnaiðnaðar hf. í annað húsnæði og hagræðingar í tengslum við það.

   Formaður bæjarráðs Ásgeir Magnússon vék af fundi undir þessum lið og varaformaður Sigurður J. Sigurðsson tók við stjórn.

   Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu sem verði fjármagnað af Framkvæmdasjóði og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Skinnaiðnað hf.
   Skuldabréfið og skilmálar þess verði lagðir fyrir bæjarráð til staðfestingar.

   Formaður tók að nýju við stjórn fundarins.

13. Kappakstursklúbbur Akureyrar. Ósk um lán vegna gatnagerðargjalda.
   BR990892
   Lagt var fram nýtt erindi frá Kappakstursklúbbi Akureyrar dags. 11. október s.l. varðandi gatnagerðargjöld.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

14. Golfklúbbur Akureyrar. Óskar eftir heimild til veðsetningar á mannvirkjum Golfklúbbsins.
   BR990918
   Með bréfi dags. 9. október s.l. frá Golfklúbbi Akureyrar er sótt um heimild til Akureyjarbæjar til að veðsetja eignir klúbbsins að Jaðri vegna tryggingabréfs til Búnaðarbanka Íslands hf. á Akureyri.

   Bæjarráð samþykkir erindið.

15. Orlof húsmæðra. Skýrsla 1998.
   BR990915
   Fram var lögð til kynningar skýrsla orlofsnefndar á Akureyri fyrir árið 1998, ásamt ársreikningi 1998 og Lögum um orlof húsmæðra.
16. Hagstofa Íslands. Búferlaflutningar janúar - september 1999.
   BR990920
   Lagt var fram fréttabréf Hagstofu Íslands nr. 75/1999 með upplýsingum um búferlaflutninga janúar til september 1999.
17. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fjármálaráðstefna 28. og 29. október 1999.
   BR990922
   Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 8. október s.l., þar sem tilkynnt er um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður í Reykjavík 28. og 29. október n.k. og óskað eftir að þátttaka sé tilkynnt eigi síðar en mánudaginn 25. október n.k.
Vegna fjármálaráðstefnunnar verður bæjarráðsfundur þá vikuna miðvikudaginn 27. október kl. 09.00.

Fundi slitið kl. 11.47.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-