Bæjarráð

2145. fundur 21. október 1999

Bæjarráð 21. október 1999.
2766. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 21. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi. Einnig sat sviðsstjóri þjónustusviðs Sigríður Stefánsdóttir fundinn að hluta.

Þetta gerðist:

1. Rangárvellir, aðkoma að veitustofnunum og stækkun lóðar.

   42 SN990061
   Tvær síðustu málsgreinar 6. liðar í fundargerð skipulagsnefndar 24. september s.l., sem bæjarstjórn (05.10. 1999) vísaði til bæjarráðs.

   Bæjarráð staðfestir bókun skipulagsnefndar.

2. Langholt, deiliskipulag.
   486 SN990040
   Lagðir voru fram úthlutunarskilmálar fyrir athafnasvæði við Langholt. Bygginganefnd óskar eftir heimild bæjarráðs til að auglýsa lóðina. Bæjarstjórn (19.10. 1999) vísaði málinu til bæjarráðs.

   Bæjarráð heimilar bygginganefnd að auglýsa lóðina og miða við að hún verði byggingarhæf í júní árið 2000.

3. Prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
   BR990958
   Með bréfi dags. 18. október 1999 óskar bæjarstjóri eftir heimild bæjarráðs til þess að veita eftirtöldum aðilum prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga: bæjarlögmanni Baldri Dýrfjörð, fjármálastjóra Dan Brynjarssyni, sviðsstjóra félagssviðs Karli Guðmundssyni, sviðsstjóra þjónustusviðs Sigríði Stefánsdóttur og bæjarverkfræðingi Stefáni Stefánssyni.
   Umboðið nær til þess að undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar þarf til.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framangreindum aðilum verði veitt prókúruumboð í samræmi við 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Umboðin gilda til loka núverandi kjörtímabils bæjarstjórnar.

4. Eyþing. Rekstrarframlög vegna Skólaþjónustu Eyþings.
   BR990957
   Erindi dags. 14. október s.l. frá Eyþingi varðandi rekstrarframlög vegna Skólaþjónustu Eyþings. Einnig lögð fram yfirlit um skiptingu rekstrarframlaga ágúst - október 1999 og nóvember - desember 1999.
5. Golfklúbbur Akureyrar. Beiðni um styrk vegna Landsmóts í golfi árið 2000.
   BR990936
   Erindi dags. 6. október 1999 frá Golfklúbbi Akureyrar, með beiðni um styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna Landsmóts í golfi á Akureyri árið 2000.

   Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs.

6. Flugbjörgunarsveitin, Akureyri. Kjallari Galtalækjar.
   BR990942
   Lagt fram erindi frá Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri dags. 11. október s.l. varðandi afsal fyrir kjallara fasteignarinnar Galtalæk við Eyjafjarðarbraut.

   Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti bæjarins að fasteigninni og samþykkir að styrkja samruna FBSA, HSSA og Súlna með því að afsala sér eignarhluta Akureyrarbæjar í Galtalæk við Eyjafjarðarbraut. Komi til sölu eignarinnar verði gerður lóðarsamningur fyrir fasteignina.

7. Vinnumálastofnun. Yfirlit yfir atvinnuástand september 1999.
   BR990939
   Lagt var fram til kynningar yfirlit frá Vinnumálastofnun um atvinnuástand september 1999.
8. Strandgata 6. Umsókn um lóð.
   BR990945
   Erindi dags. 12. október 1999 frá eigendum Natten ehf., þar sem þeir sækja um lóðina að Strandgötu 6 til að reisa á verslunarhús og þjónustumiðstöð.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við fyrri samþykktir bæjarráðs varðandi úthlutun þessarar lóðar.

9. Aksjón ehf. Varðveisla myndefnis.
   BR990948
   Lagt fram erindi frá Aksjón dags. 15. október s.l. varðandi varðveislu myndefnis.

   Bæjarráð felur sviðsstjóra þjónustusviðs að afgreiða erindið í samræmi við umræður á fundinum.

10. Gæsluvallarhús við Helgamagrastræti.
   BR990952
   Erindi dags. 12. október 1999 frá bæjarverkfræðingi, þar sem lagt er til að tæknideild verði falið að rífa fyrrum gæsluvallarhús við Helgamagrastræti, af öryggisástæðum. Byggingafulltrúi og deildarstjóri byggingadeildar hafa skoðað húsið og úrskurðað það ónýtt.

   Bæjarráð samþykkir erindið.

11. Fyrrum gæsluvallarsvæði við Löngumýri og við Hraungerði.
   BR990953
   Erindi dags. 12. október s.l. frá bæjarverkfræðingi, þar sem lagt er til að skipulagsnefnd verði falið að gera tillögu að nýtingu fyrrum gæsluvallarsvæða við Löngumýri og Hraungerði, þar sem rekstri gæsluvalla á þessum svæðum hefur verið hætt.

   Bæjarráð samþykkir erindið.

12. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Endurnýjun leyfis til rekstrar vínbúðar.
   BR990951
   Lagt fram erindi frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins dags. 14. október s.l., þar sem sótt er um endurnýjun leyfis til rekstrar vínbúðar að Hólabraut 16 á Akureyri, með vísun til 10. gr. áfengislaga nr. 75/1998.

   Þar sem hér er um endurnýjun á eldra leyfi að ræða og allar forsendur óbreyttar frá veitingu núgildandi leyfis er ekki nauðsynlegt að senda málið til umsagnar skipulagsnefndar og bygginganefndar.
   Bæjarráð samþykkir að veita umbeðið leyfi. Leyfið er nú ótímabundið, sbr. 3. mgr. 10. gr. áfengislaga nr. 75/1998, sbr. þó fyrirvara 24. gr. sömu laga.

13. Málefni Leikfélags Akureyrar.
   BR990949
   Bæjarráð ásamt menningarmálanefnd fóru til fundar við fulltrúa L.A. í Samkomuhúsinu.
Fundi slitið kl. 10.42.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-