Bæjarráð

2146. fundur 27. október 1999

Bæjarráð 27. október 1999.
2767. fundur.


Ár 1999, miðvikudaginn 27. október kl. 08.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Einnig sátu fundinn sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Dan Brynjarsson og Stefán Stefánsson.

Þetta gerðist:

1. Stýrihópur vegna stjórnkerfisbreytinga. Fundargerðir dags. 6., 8., 14. og 22. september og 25. október 1999.

   BR990971
   Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
   Einnig lögð fram tillaga að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.

   Bæjarráð vísar tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð 25. október 1999.
   BR990976
   Fundargerðin er í 7 liðum.

   1. liður: Bæjarráð vísar fyrri hluta liðarins til vinnu sem fram fer varðandi framtíðar fyrirkomulag við íþróttavöll Akureyrar og síðari hluta er vísað til framkvæmdanefndar.

   2. liður: Varðandi fyrri hluta er Sigurði J. Sigurðssyni falið að ræða frekar við hlutaðeigandi. Vegna ábendinga varðandi aðgengi að lyftu í Geislagötu 9, verður það mál tekið til athugunar samhliða öðrum framkvæmdum í húsinu.

   3. liður: Vísað til félagsmálaráðs.

   4.- 6. liður: Bæjarráð felur bæjarlögmanni, fjármálastjóra og bæjarverkfræðingi að endurskoða þær verklagsreglur sem unnið hefur verið eftir og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.

3. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 22. október 1999.
   BR990974
   Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Nektardansstaðir.
   BR990963
   Erindi dags. 20. október 1999 frá Kristjáni Jósteinssyni f.h. Norðandeildar Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa varðandi nektardansstaði hér í bæ og leitað svara við hvernig bæjaryfirvöld ætla að bregðast við því ástandi sem skapast hefur.
   Einnig lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Akureyrar frá opnum fundi jafnréttisnefndar sem haldinn var 24. október þar sem því er beint til bæjaryfirvalda að nú þegar verði bannaður rekstur nektardansstaða í bæjarfélaginu.

   Með vísan til núgildandi laga hefur bæjarstjórn Akureyrar ekki heimildir til að banna slíka starfsemi í bæjarfélaginu, en samkvæmt upplýsingum bæjarráðs er unnið að breytingum á þeim lögum og reglum sem um þessi mál gilda.
   Bæjarráð samþykkir að senda fyrirliggjandi erindi til félagsmálaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis með ósk um upplýsingar um það hvaða vinna er í gangi á vegum hins opinbera til að stemma stigu við óæskilegum áhrifum umræddrar starfsemi á íslenskt samfélag.
   Bæjarráð telur framkomnar ábendingar og athugasemdir þess eðlis að full ástæða sé til að taka þær alvarlega.

5. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 11. október 1999.
   BR990965
   Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.
6. Giljahverfi 3. áfangi, tillaga um breytingar á skipulagsskilmálum.
   431 SN 990066
   5. liður í fundargerð skipulagsnefndar 8. október s.l. - tillaga um breytingar á skipulagsskilmálum, sem bæjarstjórn (19.10. 1999) vísaði til bæjarráðs.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu.

7. Nesjahverfi. Auglýsing lóða.
   BN990354
   3. liður í fundargerð bygginganefndar 15. september s.l. - auglýsing lóða í Nesjahverfi, sem bæjarstjórn (21.09. 1999) vísaði til bæjarráðs.

   Bæjarráð samþykkir að heimila bygginganefnd að auglýsa lóðirnar Baldursnes 2, 4, 6 og 8 í 2. áfanga Nesjahverfis og að stefnt skuli að því að þær verði byggingarhæfar eigi síðar en í júní 2000.

   Valgerður Hrólfsdóttir vék af fundi.

8. Samningur um byggingu þjónustuhúss (Strýtu) í Hlíðarfjalli.
   BR990847
   Tekinn fyrir að nýju samningur um byggingu þjónustuhúss í Hlíðarfjalli, sem frestað var á fundi bæjarráðs 30. september s.l.

   Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

9. Samningur milli Akureyrarbæjar og ÍBA.
   IT990063
   Lögð var fram umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna samanburðar á nýjum samningi og núverandi kostnaði - og samskipta íþróttafélaga við Akureyrarbæ.

   Bæjarráð óskar eftir tillögu ÍBA um forgangsröðun framkvæmda á sviði íþróttamála áður en afstaða verður tekin til fyrirliggjandi samningsdraga.

10. Ungmennafélag Akureyrar. Landsmót UMFÍ.
   BR990913
   Lagðar fram upplýsingar frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna hugsanlegrar umsóknar UFA um landsmót UMFÍ árið 2004 eða 2007.
11. Fjárhagsáætlun fjármála- og þjónustusviðs.
   BR990972
   Lögð voru fram frumdrög að fjárhagsáætlun fjármálasviðs og þjónustusviðs.
12. Kappakstursklúbbur Akureyrar. Ósk um lán vegna gatnagerðargjalda.
   BR990892
   Tekið fyrir að nýju erindi Kappakstursklúbbs Akureyrar varðandi gatnagerðargjöld, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 14. október s.l.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Kappakstursklúbbsins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð drög að samkomulagi.

13. Menntamálaráðuneytið. Óskar eftir tilnefningu í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands.
   BR990893
   Tekið fyrir að nýju bréf menntamálaráðuneytisins varðandi tilnefningu í stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Bæjarráð 14. október s.l. vísaði tilnefningunni til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn 19. október s.l. frestaði afgreiðslu.
14. Hátíðahöld 17. júní 2000.
   BR990871
   Erindi dags. 15. október 1999 frá Kristnihátíðarnefnd, þar sem nefndin óskar eftir því við öll sveitarfélög landsins, að í tilefni þess að á næsta ári eru 1000 ár liðin frá því að kristin trú var lögtekin á Alþingi við Öxará, verði þessara tímamóta minnst sérstaklega í öllum hátíðardagskrám sveitarfélaganna á þjóðhátíðardegi þann 17. júní árið 2000.

   Bæjarráð vísar erindinu til nefndar sem kosin hefur verið til að annast undirbúning hátíðarhalda á næsta ári.

15. Félag íslenskra leikskólakennara. Ályktun um stjórnkerfisbreytingar á Akureyri.
   BR990959
   Með bréfi dags. 18. október s.l. frá Félagi íslenskra leikskólakennara fylgir ályktun frá aukafulltrúaráðsþingi Félags íslenskra leikskólakennara 15. október s.l. um stjórnkerfisbreytingar á Akureyri.

   Valgerður Hrólfsdóttir mætti aftur á fundinn.

16. Byggðastofnun. Samantekt fundar um búsetuþætti á landsbyggðinni.
   BR990961
   Með bréfi dags. 19. október s.l. frá Byggðastofnun fylgir samantekt fundar um búsetuþætti á landsbyggðinni.
17. Eigendur fyrirtækja í sunnanverðu Hafnarstræti. Mótmæla hraðahindrunum vegna 30 km. hámarkshraða.
   BR990966
   Erindi dags. 22. október s.l. frá eigendum fyrirtækja í sunnanverðu Hafnarstræti þar sem þeir mótmæla hraðahindrunum vegna 30 km hámarkshraða.

   Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til skoðunar.

18. Norræna félagið á Akureyri. Vinabæjasamstarf.
   BR990967
   Lagt var fram bréf frá Norræna félaginu á Akureyri dags. 24. október s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um þátttöku félagsins í vinabæjasamstarfi.

   Bæjarráð felur menningarfulltrúa að ræða við bréfritara.

19. Brynjólfur Brynjólfsson. Aðgengi í Síðuhverfi.
   BR990968
   Erindi dags. 23. október 1999 frá Brynjólfi Brynjólfssyni þar sem hann kvartar yfir aðgengi við ónafngreinda "litla ágætisverslun" í Síðuhverfi. Einnig kvartar hann yfir bekkjarleysi í hverfinu.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

20. Fundur með þingmönnum á Fosshótel KEA kl. 11.00.
   BR990975
   Bæjarráðsmenn fóru til fundar við þingmenn kjördæmisins.
Fundi slitið kl. 11.00.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-