Bæjarráð

2147. fundur 04. nóvember 1999

Bæjarráð 4. nóvember 1999.
2768. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni og Karli Guðmundssyni. Einnig sat bæjarlögmaður fundinn að hluta.

Þetta gerðist:

1. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerðir dags. 12. og 26. október 1999.

   BR990996
   Fundargerðirnar eru hvor um sig í 5 liðum og eru lagðar fram til kynningar.

    

2. Giljahverfi 3. áfangi, tillaga um breytingar á skipulagsskilmálum.
   431 SN990066
   5. liður í fundargerð skipulagsnefndar 8. október s.l., sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 27. október s.l.
   Bæjarráð leggur til að skipulagsskilmálum vegna miðsvæða sem saman standa af stígum og leiksvæðum "Ormsins" svokallaða, verði breytt á þann veg að bærinn taki að sér rekstur og viðhald stíganna og þá einnig þeirra sem gerðir hafa verið í fyrri áföngum. Eftir sem áður verði íbúum hverfanna heimilt að setja upp leiktæki á þeim hlutum stíganna sem til þess eru ætlaðir á sinn kostnað og á sína ábyrgð bæði með tilliti til rekstrar og viðhalds
   .

    

3. Íþróttafélagið Eik. Styrkumsókn.
   BR990983
   Erindi dags. 25. október 1999 frá Hauki Þorsteinssyni f.h. Íþróttafélagsins Eikar, þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 200.000 vegna Norðurlandsmóts í boccia. Bæjarráð samþykkir að veita Eik styrk að upphæð kr. 50.000.
   Jafnframt samþykkir bæjarráð að styrkja félagið með framlagi sem nemi leigugjaldi af Íþróttahöllinni á mótsdaginn.

    

4. Hljómsveitin Toy Machine. Styrkumsókn.
   BR990998
   Erindi dags. 1. nóvember s.l. frá hljómsveitinni Toy Machine, þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ vegna tónleikahalds í Bandaríkjunum.
   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    

5. Þjónustugjöld í menningarstofnunum.
   BR990904
   Lagðar voru fram upplýsingar frá menningarfulltrúa varðandi þjónustugjöld í Listasafninu, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 7. október s.l.
   Bæjarráð samþykkir að gera tilraun á næsta ári með innheimtu aðgangseyris og að safnið geti nýtt tekjur sem inn koma.
   Ekki er gerð athugasemd við að safnið innheimti gjöld fyrir móttökur og salarleigur.

   Bæjarráð fellst ekki á gjaldtöku af útlánum listaverka til bæjarstofnana, þar sem útlánin eru eitt af hlutverkum safnsins.

    

6. Eyjafjarðarsveit. Friðland í Óshólmum Eyjafjarðarár.
   BR990991
   Lagt var fram afrit af bréfi frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar til "Óshólmanefndar", þar sem fram koma bókanir sveitarstjórnarinnar um fundargerð nefndarinnar frá 18. október s.l.

    

7. Miðbæjarsamtökin á Akureyri. Óska eftir viðræðum.
   BR990993
   Með bréfi dags. 21. október s.l. frá Miðbæjarsamtökum Akureyrar er tilkynnt að stofnfundur samtakanna hafi verið haldinn 29. september s.l. að frumkvæði atvinnumálanefndar og áhugamanna um Miðbæinn. Jafnframt er formlega óskað eftir viðræðum og samvinnu við Akureyrarbæ um málefni Miðbæjarins.
   Bæjarráð fagnar stofnun Miðbæjarsamtakanna og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við félagið um málefni Miðbæjarins.

    

8. Samband íslenskra sveitarfélaga. Breyting á tengingu starfsmats við launaflokka.
   BR990981
   Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. október s.l. varðandi breytingu á tengingu starfsmats við launaflokka.

    

9. Hagstofa Íslands. Sveitarsjóðareikningar 1998.
   BR990970
   Lagt var fram fréttabréf nr. 80/1999 frá Hagstofu Íslands, um sveitarsjóðareikninga 1998.

    

10. Árvekni. Átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga.
   BR990969
   Lagt var fram bréf dags. 20. október 1999 frá Árvekni, þar sem kynnt er þriggja ára átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga.
   Bæjarráð vekur athygli nefnda og ráða á vegum bæjarins á þessu erindi.

    

11. Verslunarmiðstöð við Dalsbraut.
   BR990999
   Á fundinn mætti Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður og gerði grein fyrir viðræðum um fyrirhugaðar framkvæmdir, sem hann og Jón Kr. Sólnes lögfræðingur hafa fyrir hönd Akureyrarbæjar átt við húseigendur í Dalsbraut 1. Jafnframt voru lögð fram drög að samningi við KEA og Rúmfatalagerinn vegna framkvæmdanna.
   Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu á grundvelli framlagðra samningsdraga.

    

12. Vest-Norden.
   BR991000
   Lögð fram gögn vegna hugmynda að "Vestnorrænu ári 2002".
   Á grundvelli framlagðra gagna samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að koma málinu á framfæri við Sif Friðleifsdóttur samstarfsráðherra.

    

13. Reikningsyfirlit janúar-september 1999.
   BR991001
   Lagt var fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar-september 1999.

    

14. Útilistaverk.
   BR991004
   Lögð voru fram drög að samningi við hönnuð útilistaverksins "Íslandsklukkan".
   Bæjarráð heimilar áframhaldandi vinnu á grundvelli framlagðra samningsdraga.

    

15. Fjárhagsáætlun 2000.
   BR990769
   Fjármálastjóri lagði fram gögn vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2000.

    

16. Önnur mál.
   BR990890
   a) Bæjarlögmaður kom á fundinn og lagði fram nýfallinn dóm í Héraðsdómi Norðurlands í "Máli nr. E-59/1999: Kærunefnd jafnréttismála v/Ragnhildar Vigfúsdóttur gegn Akureyrarbæ".
Fundi slitið kl.12.12.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-