Bæjarráð

2148. fundur 11. nóvember 1999

Bæjarráð 11. nóvember 1999.
2769. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 11. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni og Stefáni Stefánssyni. Einnig sat bæjarlögmaður fundinn að hluta.

Þetta gerðist:

1. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra. Fundargerð dags. 2. nóvember 1999.

   BR991021
   Fundargerðin er í 7 liðum.
   3. liður: Lagt var fram bréf frá formanni nefndarinnar dags. 9. nóvember 1999, þar sem farið er fram á aukið fjármagn á fjárhagsáætlun næsta árs, til að ráða starfsmann í tímabundið verkefni.

   Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.

 

2. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerðir dags. 7. október og 4. nóvember 1999.

   BR991009
   Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

    

3. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Fundargerðir dags. 28. september og 4. október 1999.
   BR991012
   Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

    

4. Miðbæjarsamtökin á Akureyri.
   BR990993
   Lagt var fram bréf frá Miðbæjarsamtökunum, móttekið 5. nóvember s.l., þar sem fram koma ýmsar upplýsingar varðandi samtökin.
   Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Miðbæjarsamtakanna þau Ingþór Ásgeirsson, Úlfar Gunnarsson, Samúel Björnsson, Karl Jónsson og Margrét Thorarensen og ræddu hugmyndir um "jólabæinn" og einnig málefni Miðbæjarins.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að vera í forsvari fyrir aðkomu bæjarins að hugmyndum Miðbæjarsamtaka um " jólabæinn".
   Skipun í starfshóp til viðræðna um málefni Miðbæjarins er vísað til næsta bæjarráðsfundar.

    

5. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 8. nóvember 1999.
   BR991015
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   1. liður: Starfsmannamál.
   Vísað til skoðunar hjá umhverfisstjóra og umhverfisnefnd.

   2. liður: Lóðamál.
   V ísað til byggingafulltrúa og bæjarlögmanns.


   3. liður: Styrkveiting.
   Vísað til menningarmálanefndar.

   4. liður: Félagsstarf.
   Vísað til íþrótta- og tómstundaráðs.

   5 . liður: Umhverfismál.
   Vísað til framkvæmdanefndar.

   6. liður: Snjómokstur og breyting á lóðasamningum.
   Málið er í vinnslu.

    

6. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 22. október 1999.
   BR991016
   Fundargerðin er lögð fram til kynningar ásamt 1.- 3. fundargerð launanefndar um stefnumótun.

    

7. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Ályktun.
   BR991013
   Lögð var fram til kynningar ályktun frá Landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga, sem haldinn var í Kópavogi 30. október s.l.

    

8. Forstöðumaður Sigurhæða.
   BR991017
   Lagt var fram erindi dags. 3. nóvember s.l. frá forstöðumanni Sigurhæða varðandi starfshlutfall og starfsaðstæður.

   Bæjarráð samþykkir að málið verði tekið til afgreiðslu við gerð fjárhagsáætlunar.

    

9. Náttúrufræðistofnun Íslands.
   BR991018
   Lagðir voru fram minnispunktar frá fundi með fulltrúum Náttúrufræðistofnunar Íslands 5. nóvember s.l. frá bæjarlögmanni og menningarfulltrúa.

   Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun Náttúrufræðistofnunar Íslands að setja á fót stafrænan gagnabanka um náttúru Íslands og sérstaklega þeirri ákvörðun að staðsetja þessa starfsemi gagnabanka á Akureyri og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við stofnunina um málið.

    

10. Opin leiksvæði á Akureyri.
   BR991019
   Lögð var fram greinargerð frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna opinna leiksvæða á Akureyri.

   Bæjarráð vísar greinargerðinni til umhverfisnefndar.

    

11. Hringsjá "starfs- og námsþjálfun fatlaðra".
   BR991020
   Lagt var fram til kynningar bréf dags. 9. nóvember s.l. frá Helga Jósefssyni skólastjóra FFA, þar sem farið er fram á stuðningsyfirlýsingu frá bæjarstjórn Akureyrar við Hringsjá "starfs- og námsþjálfun fatlaðra" á Norðurlandi.

    

12. Greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál.
   BR990156
   Lögð var fram greinargerð vinnuhóps um húsnæðismál, unnin að beiðni bæjarráðs.

   Bæjarráð samþykkir tillögu vinnuhópsins í öllum meginatriðum og samþykkir að fela framkvæmdanefnd að gera tillögur að frekari skipulagningu deildarinnar og stöðu í skipuriti í samráði við fjárreiðusvið og stýrihóp vegna stjórnkerfisbreytinga. Stefnt er að því að nýtt skipulag geti tekið gildi sem fyrst.

    

13. Dómur í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur.
   BR991022
   Farið var yfir úrskurð Héraðsdóms Norðurlands í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur gegn Akureyrarbæ.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

    

14. Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
   BR990725
   Á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember s.l. var tillaga að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar tekin til fyrri umræðu og vísað til bæjarráðs og 2. umræðu.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Fundi slitið kl. 11.55.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-