Bæjarráð

2149. fundur 18. nóvember 1999

Bæjarráð 18. nóvember 1999.
2770. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, sviðsstjóra þjónustusviðs og fjármálastjóri. Einnig sat bæjarlögmaður fundinn að hluta.

Þetta gerðist:

1. Giljahverfi 3. áfangi, tillaga um breytingar á skipulagsskilmálum.

   431 SN990066
   Lagt var fram bréf dags. 8. nóvember s.l. frá Lögmannsstofunni f.h. Hyrnu ehf., þar sem óskað er eftir skýringum á því á hvaða heimildum er byggt við innheimtu svokallaðs "ormsgjalds".

   Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að svara framkomnum spurningum.

    

2. Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
   BR990725
   Lögð var fram Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar, sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 11. nóvember s.l.

   Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

    

3. Samþykkt fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar.
   BR990955
   Lagt var fram bréf frá stjórn Starfsmannafélags Akureyrarbæjar dags. 9. nóvember 1999 vegna breytingartillagna á Samþykktum fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Akureyrarbæjar.

    

4. Miðbæjarsamtökin á Akureyri.
   BR990993
   Skipun í starfshóp til viðræðna um málefni Miðbæjarins, sem bæjarráð frestaði á fundi sínum 11. nóvember s.l .

   Bæjarráð samþykkir að skipaður verði þriggja manna starfshópur til viðræðna við Miðbæjarsamtökin um málefni Miðbæjarins.
   Í hópinn eru skipaðir: Vilborg Gunnarsdóttir, Jakob Björnsson og Jón Ingi Cæsarsson.

    

5. Náttúrufræðistofnun Íslands.
   BR991018
   Erindi dags. 9. nóvember s.l. frá Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem óskað er eftir endurskoðun á samkomulagi stofnunarinnar og Akureyrarbæjar um rekstur sýningarsalar í náttúrufræði .

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Náttúrufræðistofnun Íslands um endurskoðun á framangreindu samkomulagi.

    

6. Halldór Bragason.
   BR990201
   Lagt var fram bréf frá Umboðsmanni Alþingis dags. 5. nóvember 1999. Bréfinu fylgir ljósrit af bréfi Klemenzar Eggertssonar hdl. f.h. Halldórs Bragasonar vegna ráðningar slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Akureyrar.
   Óskað er eftir skýringum bæjarstjórnar vegna kvörtunar Halldórs og öllum gögnum málsins, þ.á.m. vinnuskjölum og bókunum.

   Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara Umboðsmanni Alþingis.

    

7. Náttúrulækningafélag Íslands. Kjarnalundur.
   BR991026
   Erindi dags. 26. október s.l. frá Gylfa Thorlacíus hrl. f.h. NLFÍ varðandi hugsanlega sölu á Kjarnalundi.

   Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdanefnd í samráði við félagsmálaráð að láta gera úttekt á hagkvæmni þess að kaupa umrædda fasteign.

    

8. Lögmannsstofan. Úthlutun á lóðum til Spretts o.fl.
   BR991028
   Lagt var fram erindi frá Lögmannsstofunni - Árna Pálssyni hrl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um lóðaúthlutanir til Spretts ehf. og jafnframt um hvaða reglur gildi um úthlutun lóða til aðila sem ítrekað eru í vanskilum.

   Bæjarstjóri upplýsti að unnið er að greinargerð um þessi mál og bæjarráð frestar því afgreiðslu til næsta fundar.

    

9. Nektardansstaðir.
   BR990963
   Lagt var fram svarbréf dómsmálaráðuneytisins dags. 5. nóvember 1999 við bréfi bæjarstjóra dags. 29. október s.l. vegna bókunar bæjarráðs 27. október s.l. varðandi nektarstaði, þar sem óskað er upplýsinga frá dóms- og félagsmálaráðuneytum um vinnu á vegum hins opinbera til að stemma stigu við "óæskilegum áhrifum umræddrar starfsemi á íslenskt samfélag".
   Ráðuneytið upplýsir að komið hefur verið á fót samráðsnefnd þriggja ráðuneyta og Reykjavíkurborgar, sem ætlað er að móta tillögur um aðgerðir á þessu sviði. Auk fulltrúa dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og borgaryfirvalda sitja í nefndinni fulltrúar frá samgönguráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Vinna nefndarinnar er nú komin á lokastig og miðað við að hún skili tillögum sínum innan tíðar.

   Bæjarráð samþykkir að senda svarbréf dómsmálaráðuneytisins til þeirra aðila sem um málið hafa fjallað innan stjórnkerfis Akureyrarbæjar.

    

10. Björg Þórhallsdóttir. Styrkumsókn.
   BR991029
   Erindi dags. 7. nóvember 1999 frá Björgu Þórhallsdóttur, þar sem hún sækir um styrk til Akureyrarbæjar vegna söngnáms.

   Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

    

11. Aðalsteinn Bergdal. Styrkumsókn.
   BR991031
   Erindi dags. 13. nóvember s.l. frá Aðalsteini Bergdal, þar sem hann sækir um styrk vegna sjónvarpsþáttagerðar.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    

12. Kaupþing Norðurlands. Eignarhaldsfélag Norðurlands - Tækifæri ehf.
   BR990876
   Lagt fram bréf Kaupþings Norðurlands hf. dags. 12. nóvember 1999 vegna Eignarhaldsfélags Norðurlands - Tækifæri hf., með upplýsingum um stöðu mála. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að keypt verði hlutabréf í framangreindu félagi fyrir 35 milljónir króna á þessu ári.

    

13. VSÓ Ráðgjöf. Árangursmat hjá sveitarfélögum.
   BR991033
   Erindi dags. 10. nóvember 1999 frá VSÓ Ráðgjöf Akureyri ehf., þar sem kynnt er fyrirhuguð vinna við árangursmat og samanburð á ýmsum rekstrareiningum sveitarfélaga.

   Meiri hluti bæjarráðs samþykkir að taka þátt í verkefninu að því tilskildu að í samstarfinu taki þátt sveitarfélög sem geri samanburðinn við Akureyri marktækan og felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsingu þar að lútandi.
   Oddur Halldórsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni.

    

14. Önnur mál.
   BR990992
   a) Bæjarstjóri og bæjarlögmaður gerðu bæjarráði grein fyrir stöðu samningsgerðar vegna fyrirhugaðrar verslunarlóðar á Gleráreyrum.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra framkvæmd málsins og heimilar honum að ganga til samninga við þá aðila sem málið varðar.

Fundi slitið kl. 11.55.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-