Bæjarráð

2150. fundur 25. nóvember 1999

Bæjarráð 25. nóvember 1999.
2771. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Dan Brynjarssyni og Stefáni Stefánssyni. Einnig sátu fundinn að hluta sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Karl Guðmundsson og bæjarlögmaður.

Þetta gerðist:

1. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 16. nóvember 1999.

   BR991052
   Fundargerðin er í 6 liðum.
   1. liður: Skíðastaðir - gjaldskrá.

   Bæjarráð vísar gjaldskránni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. Akoplast.
   BR991032
   Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar frá Akoplasti hf. þeir Daníel Árnason og Jóhann Oddgeirsson og svöruðu spurningum bæjarráðsmanna varðandi beiðni fyrirtækisins um lán til skuldbreytingar við Bæjarsjóð Akureyrar.

   Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við fyrirtækið um uppgjör á kaupsamningi um Þórsstíg 4. Samkomulag þar að lútandi verði lagt fyrir bæjarráð til afgreiðslu.

3. Reglugerð fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar.
   BR991040
   Á fundi bæjarstjórnar 16. nóvember s.l. var 4. lið a) úr gerðabók stjórnar veitustofnana 3. nóvember s.l. vísað til bæjarráðs.
   Á fund bæjarráðs mætti hitaveitustjóri Franz Árnason.
   Farið var yfir athugasemdir iðnaðarráðuneytisins um breytingar á reglugerð fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar.

   Bæjarráð telur að hér sé um minni háttar breytingar að ræða sem þarfnist ekki staðfestingar bæjarstjórnar.

4. Rangárvellir.
   BR991042
   Á fundi bæjarstjórnar 16. nóvember s.l. var 3. lið úr gerðabók stjórnar veitustofnana 3. nóvember s.l. vísað til bæjarráðs. Um er að ræða tillögu um mat á eignum og fjármögnun varðandi Eignarhaldsfélagið Rangárvelli ásamt drögum að stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið.
   Bæjarráð vísar drögum að fyrirliggjandi samþykktum til afgreiðslu bæjarstjórnar og leggur til að fjármögnun á 9 millj. kr. hlut bæjarsjóðs í félaginu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
5. Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.
   BR990725
   Lögð var fram Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar ásamt tillögum að breytingum á fyrirliggjandi drögum.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

6. Stýrihópur vegna stjórnkerfisbreytinga. Fundargerð dags. 23. nóvember 1999.
   BR991054
   1. liður: Tækni- og umhverfissvið.

   Bæjarráð samþykkir bókun stýrihóps stjórnsýslubreytinga frá 23. nóvember s.l. um endurskipulagningu Tækni- og umhverfissviðs á grundvelli fyrirliggjandi tillagna. Þá samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að ganga til samninga við Rekstur og Ráðgjöf Norðurlandi ehf. um vinnu við að koma breytingaferlinu af stað.

   Oddur Helgi Halldórsson greiddi atkvæði á móti þessari samþykkt.

7. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 9. nóvember 1999.
   BR991034
   Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
8. Fræðslunefnd. Fundargerðir dags. 3., 10. og 22. nóvember 1999.
   BR991053
   Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
9. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 15. nóvember 1999.
   BR991038
   Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.
10. Eyþing. Fundargerð stjórnar dags. 3. nóvember 1999.
   BR991044
   Fundargerðin er í 11 liðum og er lögð fram til kynningar.
11. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Dagskrá fundar 1. desember 1999.
   BR991050
   Lögð var fram dagskrá fundarins ásamt rekstraráætlun Héraðsnefndar Eyjafjarðar fyrir árið 2000.

   Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2000.

12. Sorpeyðing Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 9. nóvember 1999.
   BR991047
   Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
13. Almannavarnanefnd Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 28. október 1999.
   BR991048
   Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.
14. Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 22. október 1999.
   BR991049
   Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.
15. Samvinna Akureyrarbæjar og nágrannasveitarfélaganna um barnaverndarmál, félagsþjónustu og sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
   BR990592
   Lagður var fram samningur um stofnun á sameiginlegri barnaverndarnefnd. Félagsmálaráð Akureyrar hefur fjallað um samninginn og mælir með samþykkt hans.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

16. Eyþing. Bréf frá Skógræktarfélagi Íslands og ályktun frá aðalfundi félagsins.
   BR991045
   Með bréfi frá Eyþingi dags. 17. nóvember s.l. fylgir ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands s.l. sumar, þar sem hvatt er til þess að héraðsskógræktarfélög og sveitarfélög geri með sér samstarfssamninga um ræktun skóga og rekstur útivistarsvæða. Stjórn Eyþings vísar erindinu til aðildarsveitarfélaga.
17. Eftirlitsnefnd skv. 74. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Upplýsingar um skyldur sveitarfélaga.
   BR991046
   Fram var lagt erindi dags. 11. nóvember s.l. frá Eftirlitsnefnd skv. 74. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 varðandi fjármál sveitarfélaga.
18. Iðnaðarsafnið. Afrit af bréfi til Þjóðminjaráðs.
   BR991043
   Lagt var fram afrit af bréfi Minjasafnsins á Akureyri til Þjóðminjaráðs dags. 17. nóvember s.l., þar sem Minjasafnið f.h. Iðnaðarsafnsins sækir um styrk á árinu 2000 til þess að skrá gripi Iðnaðarsafnsins.

   Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við erindið og mælist til þess við Þjóðminjaráð að þessu verkefni verði veittur sá stuðningur sem til þarf svo varðveita megi af myndarbrag þann hluta iðnsögu þjóðarinnar sem falinn er í þeim gripum sem hér um ræðir.

19. Aldamótadagbók fjölskyldunnar.
   BR991055
   Erindi dags. 23. nóvember 1999 frá Gunnari Sverrissyni, Gesti Einari Jónassyni og Höllu Báru Gestsdóttur, þar sem óskað er eftir þátttöku Akureyrarbæjar vegna útgáfu "Aldamótadagbókar fjölskyldunnar" á Akureyri, sem fyrirhugað er að dreifa á hvert heimili í bænum. Fyrir liggur að 11 fyrirtæki á Akureyri munu standa að útgáfunni.

   Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu með 300.000 kr. framlagi.
   Fjárveitingin bókfærist á gjaldlið 15-609.

20. Verslunarmiðstöð við Dalsbraut.
   BR990999
   Lagt var fram ódags. erindi (móttekið 18. nóvember s.l.) frá þremur verslunareigendum í Sunnuhlíð. Vegna umræðu um byggingu verslunarmiðstöðvar á Gleráreyrum er spurst er fyrir um hvort bæjarstjórn Akureyrar sé tilbúin að kaupa upp verslunarhúsnæði í Sunnuhlíð til að auðvelda verslunareigendum sem þess óska að flytja sig um set.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

21. Náttúrufræðistofnun Íslands.
   BR991018
   Lagt var fram erindi dags. 12. nóvember 1999 þar sem leitað er eftir afstöðu Akureyrarbæjar til þess að standa undir greiðslu alls stofnkostnaðar við uppsetningu Náttúrugripasafnsins á Akureyri að Hafnarstræti 97. Ennfremur eru kynntar hugmyndir ráðuneytisins um þátttöku þess í rekstri safnsins.

   Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu með vísan til fyrri samskipta við ráðuneytið um sama efni.

22. Útsvarsprósenta 2000.
   BR991056
   Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2000 verði óbreytt frá fyrra ári eða 11,84% af álagningarstofni.
23. Fjárhagsáætlun 2000.
   BR990769
   Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
24. Önnur mál.
   BR991014

   a) Menningarhús á Akureyri.

     Lögð var fram lokaskýrsla ásamt fundargerð 5. fundar starfshóps sem haldinn var miðvikudaginn 24. nóvember 1999.
     2. liður: Samþykkt starfshópsins.

     Bæjarráð mælir með því við bæjarstjórn Akureyrar að unnið verði áfram að málinu og telur hugmynd 1 í skýrslu starfshópsins áhugaverðasta með tilliti til framtíðar.
     Bæjarráð mælist einnig til þess að óskað verði sem fyrst eftir viðræðum við fulltrúa ríkisvaldsins um forsendur og framkvæmd fyrirliggjandi hugmyndar, á grundvelli fréttatilkynningar ríkisstjórnar Íslands frá 7. janúar 1999.

Fundi slitið kl. 12.30.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-