Bæjarráð

2152. fundur 02. desember 1999

Bæjarráð 2. desember 1999.
2773. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 2. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Einnig sátu fundinn sviðstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Dan Brynjarsson, Stefán Stefánsson og Karl Guðmundsson.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar.

   BR990725
   Lögð voru fram drög að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar ásamt tillögum að breytingum á fyrirliggjandi drögum.

   Að lokinni umræðu samþykkti bæjarráð að vísa drögunum að Samþykkt um stjórn Akureyrar og fundarsköp bæjarstjórnar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2. Alþingi félagsmálanefnd. Frumvarp til laga um reynslusveitarfélög, til umsagnar.
   BR991061
   Lagt fram erindi frá félagsmálanefnd Alþingis dags. 23. nóvember 1999, þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um reynslusveitarfélög, 109. mál og óskað eftir að svar berist fyrir 8. desember n.k.

   Bæjarráð ítrekar fyrri umsagnir Akureyrarbæjar um málið. Vegna umsagnar fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis vill bæjarráð benda á að frekara samstarf á þessu sviði geti ekki orðið nema eðlilegar fjárveitingar fylgi verkefninu.

3. Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga. Endurnýjun samninga.
   BR991072
   Lagt var fram afrit af bréfi verkefnisstjórnar reynslusveitarfélaga dags. 25. nóvember s.l. til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra varðandi framlengingu/endurnýjun samninga um reynsluverkefni.
4. Slökkvilið Akureyrar. Ósk um endurskoðun samnings milli Brunavarna Eyjafjarðar og Akureyrarbæjar.
   BR991066
   Lagt var fram erindi frá slökkviliðsstjóra dags. 26. nóvember 1999, þar sem óskað er eftir endurskoðun á samningi milli Brunavarna Eyjafjarðar og Akureyrarbæjar.

   Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu og felur framkvæmdanefnd að ganga til viðræðna við Brunavarnir Eyjafjarðar um endurskoðun á gildandi samningi.

5. Foreldra- og kennarafélag Síðuskóla. Undirskriftalistar.
   BR991070
   Lagt var fram bréf stjórnar Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla dags. 25. nóvember s.l., ásamt undirskriftalistum með nöfnum u.þ.b. 800 kosningabærra íbúa hverfisins, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að hefja strax undirbúning að byggingu íþrótta- og tómstundahúss við Síðuskóla .

   Bæjarráð óskar eftir umsögn skólanefndar og íþrótta- og tómstundaráðs um erindið.

6. Álagning fasteignagjalda 2000.
   BR991057
   Bæjarráð leggur til að á árinu 2000 verði eftirtalin gjöld lögð á fasteignir á Akureyri:
   a) Fasteignaskattur samkvæmt a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 0,36% af álagningarstofni.
     b) Fasteignaskattur samkvæmt b-lið 3. greinar sömu laga 1,65% af álagningarstofni.

     c) Vatnsgjald 0,13% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá Vatnsveitu Akureyrar.

     d) Fráveitugjald 0,18% af álagningarstofni, sbr. gjaldskrá um fráveitugjald á Akureyri.

     e) Sorphreinsigjald af íbúðarhúsnæði kr. 3.500 á hverja íbúð.

7. Gjalddagar fasteignagjalda 2000.
   BR991058
   Bæjarráð leggur til að gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2000 verði átta, 1. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september.
8. Lækkun fasteignaskatts hjá öldruðum og örorkulífeyrisþegum.
   BR991059
   Bæjarráð leggur til að fasteignaskattur af eigin íbúðum þeirra, sem verða 70 ára og eldri á árinu 2000 verði lækkaður um allt að kr. 20.000 af hverri íbúð sem nýtt er til eigin nota sbr. heimild í 5. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga.
   Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur af eigin íbúðum örorkulífeyrisþega (75% örorka) verði lækkaður um sömu upphæð hjá:
a) Einstaklingum með tekjur allt að
b) Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að
kr. 1.125.000
kr. 1.550.000

 

9. Reglur um fjárhagsáætlunarferli vegna ársins 2000.

   BR991074
   Lagðar voru fram endurskoðaðar reglur um fjárhagsáætlunarferli frá fyrra ári, þar sem kemur m.a. fram yfirlit yfir bundna liði í fjárhagsáætlun.
10. Gjaldskrárbreytingar.
   BR991075
   Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám, sem breytast frá 1. janúar 2000:
  Leikskólar
  Amtsbókasafn
  Sundlaugar
7%
7%
10%
   Tillaga íþrótta- og tómstundaráðs um tímabilaskipta gjaldskrá í Hlíðarfjalli verði samþykkt.
   Breyting verði á gjaldskrá Tónlistarskóla frá 1. september árið 2000, sem skilar 20% tekjuauka frá hausti.
   Í vinnslu er þjónustugjaldskrá hjá byggingaeftirliti og skipulagsdeild ásamt því að unnið er að gerð gjaldskrár fyrir urðað sorp frá atvinnurekstri .
   Nefndir leggi tillögur um breytingar á öðrum þjónustugjaldskrám fram milli umræðna.

   Bæjarráð vísar framangreindum tillögum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

11. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar árið 2000.
   BR991076
   Lögð voru fram eftirfarandi yfirlit:

   Áætlað fjármagnsyfirlit Bæjarsjóðs fyrir árið 2000.
   Áætlað rekstrar- og framkvæmdayfirlit Bæjarsjóðs fyrir árið 2000.
   Áætlaður efnahagsreikningur Bæjarsjóðs 31. desember 2000.

   Gengið var frá frumvarpi að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið 2000.

   Niðurstöðutölur í rekstraráætlun eru:

   Skatttekjur
kr.
2.457.000
þús.
Cr
   Almenn rekstrargjöld
"
3.796.844
"
   Tekjur málaflokka
"
1.775.201
"
Cr
   Rekstrargjöld nettó
"
2.021.643
"
   Fjármunagjöld (nettó)
"
48.000
"
   Fært til gjaldfærðs stofnkostnaðar og eignabreytinga
"
387.357
"
   Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
12. Frumvörp að fjárhagsáætlunum veitustofnana o.fl.
   BR991077
   Lögð voru fram frumvörp að fjárhagsáætlunum ársins 2000 fyrir eftirtaldar stofnanir og sjóði bæjarins:

   Hita- og vatnsveitu Akureyrar
   Rafveitu Akureyrar

   Frumvörpin hafa verið afgreidd í stjórn veitustofnana og vísar bæjarráð þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

   Framkvæmdasjóður
   Bifreiðastæðasjóð Akureyrar
   Leiguíbúðir Akureyrarbæjar

   Bæjarráð vísar frumvörpunum til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

13. Bæjarstofnanir og bæjarfyrirtæki - samstæðuyfirlit.
   BR991078
   Lagt fram áætlað samandregið fjármagnsyfirlit og rekstrar- og framkvæmdayfirlit fyrir árið 2000 ásamt áætluðum efnahagsreikningi í árslok ársins 2000.
14. Önnur mál.
   BR991024
   a) Lóðarmál að Dalsbraut 1.
     Bæjarstjóri lagði fram drög að samkomulagi milli Rúmfatalagersins ehf. og Kaupfélags Eyfirðinga annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar, yfirlýsingu eigenda fasteigna að Dalsbraut 1 um hlutdeild í óskiptri lóð og samkomulag við sömu aðila vegna skipulagsframkvæmda við Dalsbraut 1.

     Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samninga til þess að nauðsynlegir eignaskiptasamningar geti farið fram á lóðinni að Dalsbraut 1, svo unnt sé að úthluta félagi Rúmfatalagersins og Kaupfélags Eyfirðinga byggingarlóð á austurhluta Dalsbrautar 1 í samræmi við óskir þeirra.

   b) Málefni Skinnaiðnaðar hf.
     Bæjarstjóri kynni viðræður við forsvarsmenn Skinnaiðnaðar hf. og óskir þeirra um aðstoð Framkvæmdasjóðs við endurskipulagningu fyrirtækisins.
     Í framhaldi umræðna samþykkti bæjarráð að Framkvæmdasjóður kaupi skuldabréf til 5 ára af Skinnaiðnaði hf. fyrir 45 milljónir króna með breytirétti í hlutafé frá ágúst árið 2000.
Fundi slitið kl. 12.00.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-