Bæjarráð

2153. fundur 09. desember 1999

Bæjarráð 9. desember 1999.
2774. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 9. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni og Karli Guðmundssyni.

Þetta gerðist:

1. Reynsluverkefnanefnd. Fundargerð dags. 9. desember 1999.

   BR991087
   Fundargerðin er í 2 liðum.
   1. liður: Staða samningaviðræðna varðandi reynsluverkefni.

   Bæjarráð samþykkir bókun nefndarinnar.

2. Magister, félag kennaranema við Háskólann á Akureyri. Beiðni um fjárframlag til ráðstefnuhalds.
   BR991060
   Lagt var fram erindi frá Magister, félagi kennaranema við Háskólann á Akureyri dags. 15. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna ráðstefnunnar "Nýjar leiðir á nýrri öld" sem halda á hér á Akureyri 29. janúar n.k.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3. Jónas Kristjánsson. Ósk um styrk til byggingar Ljósavatnskirkju.
   BR991062
   Erindi dags. 22. nóvember 1999 frá Jónasi Kristjánssyni, þar sem leitað er eftir fjárframlagi vegna byggingar nýrrar kirkju að Ljósavatni.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

4. Kaupfélag Eyfirðinga. Óskar eftir viðræðum um sölu lóðar við Kaupvangsstræti.
   BR991063
   Lagt var fram erindi frá Kaupfélagi Eyfirðinga dags. 25. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ varðandi sölu á lóð við Kaupvangsstræti.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu.

5. Hafnarstræti 99 og 101. Lóðirnar boðnar til kaups.
   BR980248
   Lagt var fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 23. nóvember s.l., vegna eignalóða að Hafnarstræti 99 og 101.

   Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga um kaup á lóðunum samkvæmt minnisblaði bæjarlögmanns.

   Ásgeir Magnússon óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

6. Strandgata 11. Eignarlóð boðin til kaups.
   BR991071
   Lagt var fram minnisblað frá bæjarlögmanni dags. 29. nóvember s.l., vegna eignarlóðar að Strandgötu 11.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu.

7. Vest-Norden.
   BR991000
   Lagt fram svarbréf frá skrifstofu samstarfsráðherra Norðurlanda dags. 24. nóvember s.l. við bréfi bæjarstjóra dags. 5. nóvember s.l. varðandi norrænan fjárstuðning til þriggja ára, frá árinu 2000, vegna ýmissa vestnorrænna verkefna árið 2002, en það ár yrði tileinkað vestnorrænu samstarfi.

   Fram kemur í bréfinu að ekki er hægt að verða við erindinu, en bent á NORA (Norrænu Atlantsnefndina).

   Bæjarstjóra falið að sækja um fjárstuðning vegna verkefnisins til NORA.

8. Vinnumálastofnun. Yfirlit yfir atvinnuástand. Október 1999.
   BR991073
   Lagt var fram til kynningar yfirlit nr. 10/1999 yfir atvinnuástand frá Vinnumálastofnun.
9. Nektardansstaðir.
   BR990963
   Lagt fram svarbréf félagsmálaráðuneytisins dags. 28. nóvember s.l. við bréfi bæjarráðs Akureyrar dags. 29. október s.l., þar sem óskað var eftir upplýsingum um þá vinnu sem í gangi er á vegum ráðuneytisins til að stemma stigu við starfsemi svokallaðra nektarstaða.

   Bæjaráð samþykkir að senda tillögur sem fram koma í svarbréfinu til félagsmálaráðs.

10. Sýslumaðurinn á Akureyri. Viðjulundur 2.
   BR991079
   Erindi dags. 29. nóvember s.l. frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem leitað er umsagnar vegna umsóknar frá Hyrni ehf. um leyfi til að reka veitingahús að Viðjulundi 2.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu.

11. Sýslumaðurinn á Akureyri. Lykilhótel, Geislagötu 7.
   BR991080
   Erindi dags. 29. nóvember s.l. frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem leitað er umsagnar vegna umsóknar frá Lykilhótelum hf. um endurnýjun á leyfi til að reka hótel að Geislagötu 7.

   Bæjarráð mælir með endurnýjun leyfisins.

12. Eyjafjarðarbraut - Flugkaffi. Áfengisveitingaleyfi.
   BR991051
   Lögð var fram umsókn Esterar Guðbjörnsdóttur dags. 4. nóvember s.l. um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Flugkaffi við Eyjafjarðarbraut ásamt nýrri umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra vegna umsóknar Esterar.

   Bæjarráð samþykkir leyfisveitinguna að uppfylltum öðrum skilyrðum.

13. Menntamálaráðuneytið. Samningur við grænlensku og færeysku landstjórnirnar um menningar-, mennta- og vísindamál.
   BR991081
   Erindi frá Menntamálaráðuneytinu dags. 24. nóvember 1999 vegna endurnýjunar á samningi frá 26. september 1996 við grænlensku og færeysku landstjórnirnar um menningar-, mennta- og vísindamál. Ráðgert er að áhersluþættir árið 2000 verði menning og íþróttir, árið 2001 notkun nýrrar tækni á sviði menntunar og árið 2002 staða tungumála og þróun þeirra.

   Menntamálaráðuneytið þakkar Akureyrarbæ aðild að framkvæmd samningsins á liðnum árum og stefnir að því að við framkvæmd nýs samnings verði leitað eftir samstarfi við bæjarfélagið um einstök málefni.

14. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Húsnæði Tónlistarskólans í Hafnarstræti 88B.
   BR991082
   Lagt fram bréf dags. 2. desember s.l. frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, þar sem segir að húsnæði Tónlistarskólans að Hafnarstræti 88B uppfylli ekki þær kröfur sem heilbrigðisreglugerð gerir um skólahúsnæði.

   Bæjarráð samþykkir að húsið verði rifið á árinu 2000 og felur bæjarverkfræðingi að hefja þegar í stað undirbúning að því að húsið verði rýmt á næstu mánuðum.

15. Fasteignamat ríkisins. Tilkynning um heildargjaldstofn fasteigna.
   BR991084
   Bréf dags. 1. desember 1999 frá Fasteignamati ríkisins þar sem greint er frá að framreikningi sé lokið þetta árið samkvæmt ákvörðun um framreiknistuðla frá Yfirfasteignamatsnefnd.

   Heildargjaldstofn á Akureyri er nú kr. 69.142.601 þús. og hefur breyst um 18,99% frá s.l. ári.

   Einnig kemur fram í bréfinu að umræðunni um stöðu endurmats einstakra sveitarfélaga hefur verið fram haldið að undanförnu og að búið er að endurmeta 94,61% allra mannvirkja á Akureyri.

16. Útilistaverk.
   BR991004
   Lagður var fram samningur um útilistaverk milli Akureyrarbæjar annars vegar og Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns hins vegar.

   Bæjarráð staðfestir samninginn.

17. Útboð bankaviðskipta.
   BR991086
   Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja nú þegar undirbúning að útboði á bankaviðskiptum Akureyrarbæjar og fyrirtækja bæjarins.
18. Tölvuvandinn ártalið 2000.
   BR990311
   Lagðar voru fram upplýsingar dags. 6. desember s.l. um stöðu "2000 vandans" hjá Akureyrarbæ. Fram kemur að einungis minniháttar atriði eru óleyst til að tölvumál Akureyrarbæjar standist þá kröfu sem til þeirra eru gerð við árþúsundaskipti.
19. Önnur mál.
   BR991007
   a) Lagðar voru fram eftirtaldar skýrslur:

   Nýsköpun í gagna- og fjarvinnslu á landsbyggðinni frá Iðntæknistofnun.

   Ársreikningur Golfklúbbs Akureyrar 1999.

   Vegtengingar milli byggðarlaga á norðanverðum Tröllaskaga - skýrsla samráðshóps um endurbyggingu vegar um Lágheiði og tengd málefni.

Fundi slitið kl. 11.25.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson

Valgerður Hrólfsdóttir

Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson


Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-