Bæjarráð

2154. fundur 16. desember 1999

Bæjarráð 16. desember 1999.
2775. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 16. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra. Einnig sátu fundinn sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Dan Brynjarsson og Karl Guðmundsson og yfirverkfræðingur Guðmundur Guðlaugsson.

Þetta gerðist:

1. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 3. desember 1999.

   BR991093
   Fundargerðin er í 10 liðum.
   4. liður: Uppkaup eigna vegna skipulags. Lagður fram listi yfir þær eignir sem bærinn þarf að kaupa upp vegna skipulags.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

   7. liður: Byggingarlistastefna Akureyrar. Lögð fram drög að byggingarlistastefnu Akureyrar.

   Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

2. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 2. desember 1999.
   BR991088
   Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.
3. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 26. nóvember 1999.
   BR991099
   Fundargerðin er í 14 liðum og er lögð fram til kynningar.
4. Sýslumaðurinn á Akureyri. Viðjulundur 2.
   BR991079
   Tekið fyrir að nýju bréf frá Sýslumanninum á Akureyri dags. 29. nóvember s.l. sem bæjarráð frestaði afgreiðslu á 9. desember s.l., þar sem leitað er umsagnar vegna umsóknar frá Hyrni ehf. um endurnýjað leyfi til að reka veitingahús að Viðjulundi 2.

   Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun leyfisins.

5. Verslunareigendur í Sunnuhlíð.
   BR991111
   Lagt fram bréf frá 3 verslunareigendum í Sunnuhlíð dags. 7. desember s.l.

   Erindið breytir ekki fyrri afstöðu bæjarráðs.

6. Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri. Ósk um styrk.
   BR991092
   Erindi dags. 26. nóvember s.l. frá Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri, þar sem sótt er um styrk vegna reksturs félagsins.

   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

7. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
   BR991089
   Lagt fram ódags. bréf frá formanni atvinnumálanefndar ásamt tillögum verkefnisstjórnar um undirbúning að stofnun Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, sendar bæjarráði til kynningar og umsagnar. Jafnframt er þess farið á leit að bæjarstjórn veiti verkefnisstjórninni umboð til að vinna að formlegri stofnun miðstöðvarinnar ásamt nauðsynlegum undirbúningi og kynningu á málinu.

   Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkefnisstjórn um Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar verði veitt umboð til að vinna að formlegri stofnun miðstöðvarinnar og vísar í bókanir fræðslunefndar Akureyrarbæjar 15. desember s.l.

8. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 15. desember 1999.
   BR991112
   Fundargerðin er í 1 lið og er lögð fram til kynningar.
9. Fjárfestingarkostir á Eyjafjarðarsvæðinu.
   BR991100
   Á fundi bæjarstjórnar 7. desember s.l. var 4. lið í fundargerð atvinnumálanefndar dags. 15. nóvember s.l. (tilnefning í undirbúningshóp um fjárfestingakosti á Eyjafjarðarsvæðinu) vísað til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.

   Bæjarráð tilnefnir Hermann Tómasson, kt. 130459-2939 í undirbúningshóp um fjárfestingakosti á Eyjafjarðarsvæðinu.

10. Tækni- og umhverfissvið. Endurskipulagning.
   BR991101
   Lagður var fram verksamningur um endurskipulagningu á starfsemi og stjórnskipulagi tæknisviðs Akureyrarbæjar milli Akureyrarbæjar og Reksturs og Ráðgjafar Norðurlandi ehf. Einnig lögð fram greinargerð "Tæknisvið Akureyrarbæjar - breytingar á verkferlum og stjórnun - verkefnislýsing".

   Bæjarráð staðfestir samninginn.

   Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu.

11. Borgir. Uppsögn erfðafestulands.
   BR991104
   Lögð var fram tillaga til bæjarráðs dags. 13. desember s.l. frá bæjarverkfræðingi, þar sem hann leggur til að erfðafestulandi nr. 690 að Borgum við Borgarbraut ásamt útihúsum verði sagt upp frá n.k. áramótum.

   Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarverkfræðings.

12. Ás 2.
   BR991105
   Erindi dags. 13. desember s.l. frá bæjarverkfræðingi, þar sem hann leggur til að með vísun til þess að Akureyrarbær hefur keypt íbúðarhúsið Ás 2 við Hörgárbraut og þar sem húsið á að víkja samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar og hefur verið dæmt óíbúðarhæft, þá verði yfirverkfræðingi tæknideildar falið að láta rífa húsið hið fyrsta. Bæjarráð samþykkir að húsið verði rifið og felur yfirverkfræðingi tækindeildar að annast framgang málsins.
13. Starfsáætlanir fjármálasviðs og þjónustusviðs.
   BR991113
   Farið var yfir starfsáætlanir fjármálasviðs og þjónustusviðs.
14. Reglur um fjárhagsáætlunarferli á árinu 2000.
   BR991074
   Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferli á árinu 2000.

   Bæjarstjóra falið að leggja fyrir bæjarstjórn tillögur að fjárhagsáætlunarferli á árinu 2000.

15. Gjaldskrárbreytingar.
   BR991075
   Bæjarráð vísar breytingum á eftirfarandi gjaldskrám, samkvæmt framlögðum lista, til afgreiðslu bæjarstjórnar.

   Dagskrá bæjarstjórnar - áskriftargjald á árinu 2000.
   Menningardeild - söfn.
   Leikskólar Akureyrarbæjar.
   Íþróttamannvirki.
   Strætisvagnar Akureyrar.
   Nýjar gjaldskrár gilda frá 1. janúar 2000.

   Bæjarráð felur umhverfisnefnd að endurskoða gjaldskrár umhverfisdeildar.

   Bæjarfulltrúi Jakob Björnsson vék af fundi kl. 11.40.

16. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar árið 2000.
   BR991076
   a) Starfsáætlanir.
     Bæjarráð leggur til að nefndum verði falið að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru vegna samþykkts fjárhagsramma. Endurskoðun verði lokið fyrir lok febrúar. Bæjarráð og bæjarstjórn munu þá taka starfsáætlanir til umræðu og samþykktar.
   b) Kaup á vörum og þjónustu.
     Ítrekuð er sú meginstefna að tilboða sé leitað í framkvæmdir og kaup á vörum og þjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Ávallt skal leitað tilboða þegar áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður verði hærri en 600 þús. kr.
   c) Fyrirvari vegna breytinga á stjórnsýslu og starfsháttum.
     Fjárhagsáætlun bæjarins er sett fram með þeim fyrirvara að unnið er að breytingum á stjórnsýslu og starfsháttum í bæjarkerfinu. Þetta á sérstaklega við um breytingar á skipulagi tækni- og umhverfissviðs. Niðurstaða þeirrar vinnu getur leitt til breytinga á fjárhagsáætluninni, uppsetningu hennar svo og tilfærslna milli liða.
   d) Eignfærð fjárfesting.
Þús. kr.
01 YFIRSTJÓRN BÆJARINS
02 FÉLAGSMÁL
Leikskóli við Iðavöll
80.000
04 FRÆÐSLUMÁL
Lundarskóli
45.000
Oddeyrarskóli
35.000
Framhaldsskólar
29.000
05 MENNINGARMÁL
Amtsbókasafn
60.000
Gilfélag, Ketilhús
13.000
06 ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAMÁL
Sundlaug Akureyrar
38.000
Skautahús
30.000
Framlag til VMÍ
30.000
08 HREINLÆTISMÁL
Sorpeyðing Eyjafjarðar
1.500
12 HEILBRIGÐISMÁL
Heilsugæslustöð
5.000
FSA
10.000
Kristnes
15.000
16 REKSTUR EIGNA
Ráðhús
20.000
19 VÉLASJÓÐUR
Vélamiðstöð
4.000
Umhverfisdeild bifreiðar og vinnuvélar
4.000
22 STRÆTISVAGNAR
5.000
Samtals eignfærð fjárfesting
424.500
   e) Gjaldfærð fjárfesting
01 YFIRSTJÓRN BÆJARINS
Óskipt Tölvu- og hugbúnaður
13.000
02 FÉLAGSMÁL
Óskipt Tölvu- og hugbúnaður
2.000
Öldrunarmál
5.000
Leikskólar
10.000
Leiguíbúðir
11.000
Iðavöllur lóð og búnaður
10.000
04 FRÆÐSLUMÁL
Grunnskólar ríkisframlag
-28.000
Grunnskólar, óskipt
25.000
Flutningur lausra kennslustofa
2.000
Lundarskóli lóð og búnaður
11.000
Tónlistarskóli
1.000
05 MENNINGARMÁL
Óskipt
2.000
Minjasafnið
9.000
Útilistaverk
13.000
06 ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAMÁL
Óskipt á íþróttamannvirki
15.000
07 BRUNAMÁL OG ALMANNAVARNIR
Búnaður
1.000
09 SKIPULAGS- OG BYGGINGAMÁL
Eignakaup vegna skipulags
25.000
10 GÖTUR, HOLRÆSI OG UMFERÐARMÁL
Skrifstofa bæjarverkfræðings
3.500
-Gatnagerðagjöld
-95.000
Ríkisframlag v. fráveitu
-5.000
Gatnaframkvæmdir
130.000
Fráveituframkvæmdir
50.000
Miðbær
25.000
11 UMHVERFISMÁL
Græn svæði nýframkvæmdir
20.000
12 HEILBRIGÐISMÁL
FSA
6.000
13 ATVINNUMÁL
Tjaldsvæði
6.000
15 ÝMIS ÚTGJÖLD
5.500
22 STRÆTISVAGNAR
Óskipt
2.500
Samtals gjaldfærð fjárfesting
275.500
Samtals eign- og gjaldfært
700.000
     Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum tillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
     Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa frá nefndum og utanaðkomandi aðilum og vísað hefir verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

     17. Frumvörp að fjárhagsáætlunum Hita- og vatnsveitu Akureyrar, Rafveitu Akureyrar, Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar, Leiguíbúða Akureyrarbæjar og Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar.

     Bæjarráð vísar frumvörpum að fjárhagsáætlunum stofnana og sjóða Akureyrarbæjar til síðari umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

     Fundi slitið kl. 12.30.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-