Bæjarráð

2221. fundur 23. desember 1999

Bæjarráð 23. desember 1999.
2776. fundur.


Ár 1999, fimmtudaginn 23. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni og Karli Guðmundssyni og yfirverkfræðingi Guðmundi Guðlaugssyni.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 20. desember 1999.


  BR991132
  Fundargerðin er í 4 liðum.
  1. liður: Samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa Akureyrar.

  Bæjarráð leggur til að Samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa með áorðnum breytingum verði staðfest af bæjarstjórn.


2. Samningur um flutning á starfsemi Olíufélagsins.

  BR990402
  Lagður var fram samningur um flutning á starfsemi Olíufélagsins dags. 22. desember 1999.
  Baldur Dýrfjörð fv. bæjarlögmaður og Arnar Árnason endurskoðandi mættu til fundarins undir þessum lið.

  Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  Sigurður J. Sigurðsson óskar bókað að hann tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.


3. Perlugata 11. Gatnagerðargjöld.

  BR991119
  Erindi dags. 13. desember s.l. frá Ármanni Gunnarssyni, kt.: 080943-3429, varðandi eftirstöðvar gatnagerðargjalda vegna Perlugötu 11.

  Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til fyrri umræðu og gagna um málið.


4. Fiskeldi Eyjafjarðar h.f. Hlutafjárútboð.

  BR991124
  Erindi dags. 10. desember s.l. frá Fiskeldi Eyjafjarðar h.f. varðandi hlutafjárútboð. Meðfylgjandi er útboðslýsing, sem lýsir stöðu félagsins og tækifærum.

  Bæjarráð samþykkir að Framkvæmdasjóður nýti forgangsrétt sinn til kaupa á hlutum í félaginu. Forgangsréttur Akureyrarbæjar er kr. 1.941.641 að nafnvirði og er gengi bréfanna 2,5.


5. Búseti húsnæðissamvinnufélag. Fyrirspurn um byggingalóðir.

  BR991127
  Lagt fram erindi frá Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta og Eyjafjarðardeild Búmanna hsf. dags. 17. desember 1999, þar sem óskað er eftir upplýsingum um lóðaframboð af hálfu Akureyrarbæjar á árunum 2000, 2001 og 2002 undir fjölbýlishús, raðhús og parhús.

  Búseta verða send svör þegar bygginganefnd og skipulagsnefnd hafa fjallað um málið.


6. Landsvirkjun. Fjárhagsáætlun 2000.

  BR991128
  Með bréfi dags. 13. desember s.l. frá Landsvirkjun fylgir fjárhagsáætlun fyrirtækisins fyrir árið 2000.

  Lagt fram til kynningar.


7. Hagstofa Íslands. Mannfjöldi á Íslandi 1. desember 1999. Bráðabirgðatölur.

  BR991129
  Lögð var fram fréttatilkynning Hagstofu Íslands nr. 99/1999 með upplýsingum um mannfjölda á Íslandi 1. desember 1999, bráðabirgðatölur.

8. Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins. Skýrsla fyrir árin 1995 - 1999.

  BR991131
  Lögð var fram til kynningar "Skýrsla starfsmenntaráðs félagsmálaráðuneytisins fyrir árin 1995-1999".

  Formaður bæjarráðs óskaði bæjarráðsmönnum, starfsmönnum bæjarins og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Fundi slitið kl. 10.40.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-