Bæjarráð

2612. fundur 07. maí 1998

Bæjarráð 7. maí 1998.


2693. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 7. maí kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 4. maí, 4. liður.
BR980452 og BR980469
Bæjarráð samþykkir liðinn.

2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 4. maí, liðir 1.2, 1.3, 2. og 3.
BR980453
Lið 1.2 samþykkir bæjarráð.
Liður 1.3: Bæjarráð samþykkir tillögu skólanefndar í undirlið 3. að "skipanir sem sótt var um á árinu 1997, en afgreiðslu frestað, verði samþykktar". Að öðru leyti frestar bæjarráð afgreiðslu á lið 1.3
Liðir 2. og 3.: Bæjarráð samþykkir tillögurnar sem vinnureglur skólanefndar.

3. Launamál kennara.
BR980459
Á fundinn komu starfsmannastjóri og bæjarlögmaður til viðræðu um launamál kennara og lagði starfsmannastjóri fram bréf til allra sveitarstjórna frá stjórn launanefndar sveitarfélaga dags. 6. maí. Í bréfinu er minnt á að öll sveitarfélög landsins hafa falið launanefndinni kjarasamningagerð við Kennarasamband Íslands og Hið íslenskra kennarafélag og því beint til sveitarfélaganna að láta ekki undan kröfum kennara um sérkjarasamninga, þar sem núverandi kjarasamningur er með gildistíma til ársloka árið 2000. Launanefndin hefir samþykkt að óska eftir viðræðum um málið við K.Í. og H.Í.K.
Bæjarráð leggur ríka áherslu á við launanefndina að fyrirhugaður viðræðufundur við kennarafélögin verði haldinn sem allra fyrst og niðurstöður hans kynntar
sveitar-stjórnum.

4. Heilbrigðisnefnd. Fundargerð dags. 28. apríl.
BR980427
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Í tilefni af bókun í 4. lið fundargerðarinnar ítrekar bæjarráð að tæknideild gangi frá umsögn um drög að samþykkt fyrir hesthúsahverfi bæjarins, sbr. bókun bæjarráðs dags. 01.02. 1996.

5. Öldrunarnefnd. Fundargerð dags. 21. apríl.
BR980425
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Samningar um þjónustu við aldraða. Drög.
BR980454
Lögð voru fram drög að tveimur samningum um þjónustu við aldraða.
Annars vegar er samningur milli Akureyrarbæjar og 8 sveitarfélaga í heilsugæslu-umdæmi Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri annarra en Grýtubakkahrepps um aðgengi að stofnanaþjónustu Akureyrarbæjar fyrir aldraða, en hins vegar drög að samningi við Grýtubakkahrepp um aðgengi að hjúkrunardeildum Akureyrarbæjar fyrir aldraða.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og heimilar bæjarstjóra að undirrita samningana fyrir bæjarins hönd.

7. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð stjórnar dags. 25. apríl.
BR980423
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí 1998.
BR980447
Lagðir voru fram listar með samtals 27 nöfnum aðalmanna og 27 nöfnum varamanna í undirkjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar 23. maí n.k.
Bæjarráð samþykkir þær tilnefningar, sem fram koma á listunum.

9. Heilbrigðiseftirlit. Ný lög. Breyting á rekstrarformi.
BR980328
Lögð voru fram tvö bréf bæði dags. 27. apríl annað frá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar en hitt frá Eyþingi. Í báðum bréfunum er vakin athygli á nýjum lögum um hollustu-hætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Þar er sú breyting gerð, sem varðar Norðurland eystra sérstaklega, að það verður eitt heilbrigðiseftirlitssvæði í stað tveggja, sem verið hefir, og sveitarstjórnir á svæðinu öllu eiga að kjósa eina fimm manna heilbrigðisnefnd eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar. Þetta ákvæði laganna tekur gildi 1. ágúst næstkomandi. Með tilvísun til þessarar lagabreytingar er því beint til sveitarstjórna á svæðinu að þær komi sér saman um kosningu nefndarinnar og gangi frá samningi um rekstrarform heilbrigðiseftirlitsins.
Bæjarráð telur að sú skipan, sem ákveðin hefir verið í nýjum lögum sé ástæðulaus með tilliti til aðstæðna á svæðinu og vísar til fyrri athugasemda sinna þar að lútandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að höfðu samráði við sveitarstjórnir á svæðinu að leita eftir heimild umhverfisráðherra til þess að hafa svæðið deildaskipt og að áfram verði starfandi tvær nefndir á svæðinu.

10. Atvinnuátaksverkefni. Styrkveiting úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
BR980426
Með bréfi dags. 25. apríl frá Atvinnuleysistryggingasjóði er tilkynnt sú ákvörðun stjórnarinnar að veita einum umsækjanda frá Akureyri styrk til atvinnuskapandi verkefna sem svarar starfi fyrir einn mann í 6 mánuði, sbr. bókanir bæjarráðs
5. febrúar og 5. mars.

11. Atvinnuátaksverkefni. Styrkumsóknir til Atvinnuleysistryggingasjóðs.
BR980460
Lagt var fram bréf dags. 4. maí frá félagsmálastjóra og bréf dags. 6. maí frá Svæðisvinnumiðlun N.E. Þar eru kynntar 10 umsóknir um styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði til atvinnuátaksverkefna í samtals 92 mannmánuði og óska 9 umsækjendanna eftir mótframlagi frá Akureyrarbæ.
Bæjarráð er samþykkt því að umsóknirnar verði sendar Atvinnuleysistryggingasjóði og mælir með styrkveitingum til verkefnanna.
Bæjarráð samþykkir greiðslu mótframlags til annarra umsækjenda en nr. 7., 8. og 9.

12. Ferðamálafélag Eyjafjarðar. Um hátíðahöld 17. júní.
BR980437
Borist hefir ódagsett bréf frá Ferðamálafélagi Eyjafjarðar, þar sem félagið beinir því til bæjarstjórnar að á annan hátt ætti að standa að hátíðahöldum 17. júní en gert hefir verið á undanförnum árum og býður Akureyrarbæ samstarf við undirbúning og framkvæmd hátíðahaldanna.
Bæjarráð telur að undirbúningur á þessu ári sé kominn það áleiðis hjá skátafélögunum að ekki sé rétt að gera tillögur um breytingar, en felur fræðslumálastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að móta tillögur um framtíðarskipulag hátíðahalda 17. júní og leggja fyrir bæjarráð.

13. Málræktarsjóður. Tilnefning fulltrúa á aðalfund.
BR980410
Með bréfi frá Málræktarsjóði dags. 22. apríl er boðað til aðalfundar sjóðsins í júní-mánuði og bent á að Akureyrarbær eigi rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúaráð sjóðsins og situr sá maður aðalfundinn.
Bæjarráð tilnefnir Erling Sigurðarson sem fulltrúa Akureyrarbæjar í fulltrúaráðið.

14. Ársskýrsla Akureyrarbæjar 1997.
BR980444
Kynnt var tilboð í hönnun og prentun Ársskýrslu Akureyrarbæjar 1997.
Samþykkt var að semja við tilboðsgjafa Ásprent POB um verkið.

15. Húsaleigubætur. Fallið frá greiðslu til leigjenda í bæjaríbúðum.
BR980299
Bæjarstjóri greindi frá fundi, sem haldinn var með leigjendum í leiguíbúðum þeim sem félagsmálaráð hefir til ráðstöfunar, þar sem til umræðu voru greiðslur húsaleigubóta og breytingar á leiguupphæðum.
Með tilliti til þess að leigugjald í bæjaríbúðum er langt undir markaðsverði og breyting þess og skattskylda húsaleigubóta getur haft áhrif til lækkunar á aðrar bætur til leigendanna þannig að afkoma þeirra verði lakari en áður leggur bæjarráð til að leigugjaldi í bæjaríbúðum, sem félagsmálaráð hefir til ráðstöfunar, verði ekki breytt og ekki teknar upp greiðslur húsaleigubóta til leigjendanna.

16. Skautafélag Akureyrar. Skautahús.
BR980388
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja samninga-viðræður við Íþróttabandalag Akureyrar og Skautafélag Akureyrar um samstarf um byggingu húss yfir skautasvell Skautafélagsins við Krókeyri.

17. Hljóðkerfi.
BR980450
Lögð var fram greinargerð, sem Árni Steinar Jóhannsson, Eiríkur B. Björgvinsson og Gunnar Frímannsson hafa tekið saman um stórt og öflugt hljóðkerfi, sem þeir telja mjög æskilegt að Akureyrarbær eignaðist, til nota við hljómlistarflutning og á samkomum. Áætlaður stofnkostnaður slíks kerfis er um 15.0 milljónir.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.Fundi slitið kl.13.00.


Jakob Björnsson
Ásta Sigurðardóttir
Sigríður Stefánsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -