Bæjarráð

2613. fundur 05. nóvember 1998

Bæjarráð 5. nóvember 1998.


2717. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 5. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 30. október 1998.
BR981131
3. liður: Tilmæli til bæjarráðs um að það hlutist til um að skipaður verði starfshópur til að undirbúa viðræður við ríkisvaldið um hlutverk menningarstofnana á Akureyri með tilliti til eflingar byggðar í landinu og framlög til verkefna á þeirra vegum á árunum 2000 til 2002.
Bæjarráð felur menningarmálanefnd að taka saman greinargerð um þær áherslur sem leggja ber í væntanlegum viðræðum við ríkisvaldið.

2. Ræktunarstöð umhverfisdeildar.
BR981125
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 20. október s.l. 2. lið í fundargerð umhverfisnefndar frá 8. október 1998 til bæjarráðs.
Í framhaldi af því var lögð fram greinargerð frá umhverfisstjóra dags. 29. október 1998, varðandi mat á því hvort bæjarfélagið eigi að reka ræktunarstöð í samkeppni
við fyrirtæki á almennum markaði.
Bæjarráð heimilar að ráða í starf verkstjóra ræktunarstöðvar, en tekur fram að starfslýsing verði að taka mið af því að starfið geti breyst.
Bæjarráð vísar greinargerðinni til gerðar fjárhagsáætlunar.

3. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 29. október 1998.
BR981127
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.

4. Atvinnuleysistryggingasjóður. Styrkir til atvinnuskapandi verkefna.
BR981105
Lagt fram bréf stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs dags. 26. október 1998, þar sem tilkynnt er að stjórnin hafi á fundi sínum 12. október s.l. fjallað um umsóknir
Akureyrarbæjar um styrki til atvinnuskapandi verkefna.
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs samþykkir að veita styrki fyrir samtals 11,0 störf í 30,0 mánuði.
  5. Íslenska menningarsamsteypan. Óskar eftir styrk vegna sýningarinnar "Lífæðar".
  BR981122
  Með bréfi dags. 27. október 1998 óskar Íslenska menningarsamsteypan (Art.is) eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna sýningarinnar "Lífæðar" sem mun heimsækja
  níu helstu sjúkrahús landsins á árinu 1999. Tólf valinkunnir íslenskir myndlistarmenn á ólíku aldursreki verða með samtals 36 verk til sýnis.
  Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

  6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Dagskrá á námskeiði fyrir stjórnendur í sveitarfélögum.
  BR981123
  Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 28. október 1998 ásamt dagskrá fyrir námskeið stjórnenda sveitarfélaga á Norðurlöndum.
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til skoðunar.

  7. Verkalýðsfélagið Eining. Fyrirspurn um kjarasamninga er varða starfsfólk á sambýlum fatlaðra.
  BR981129
  Erindi frá Verkalýðsfélaginu Einingu dags. 30. október 1998, með fyrirspurn varðandi kjarasamninga starfsfólks á sambýlum fatlaðra.
  Einnig lögð fram greinargerð frá félagsmálastjóra og starfsmannastjóra dags. 9. mars 1998.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

  8. Lífeyrissjóðurinn Eining. Kynning.
  BR981132
  Bréf dags. 28. október 1998 frá Lífeyrissjóðnum Einingu.
  Tilgangur bréfsins er kynning á starfsemi og uppbyggingu sjóðsins.
  Bæjarráð samþykkir að senda þetta kynningarbréf til stjórnar LÍSA.
   9. Fjárhagsáætlun 1999.
   BR980987
   Til fundarins mættu undir þessum lið allir sviðsstjórar bæjarins.
   Farið var yfir stöðu verka við gerð fjárhagsáætlunar.

   10. Önnur mál.
   BR981080
   a) Endurskoðun gjaldskrár gatnagerðargjalda.
   BR981142
   Bæjarráð samþykkir að fela byggingafulltrúa og yfirverkfræðingi að gera tillögu að nýrri gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld á Akureyri.
   Tillögu skal skilað til bæjarráðs fyrir næsta fund.
   b) Reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - september 1998.
   BR981141
   Lagt var fram reikningsyfirlit bæjarsjóðs fyrir tímabilið janúar - september 1998.


   Fundi slitið kl. 11.26.

   Ásgeir Magnússon
   Sigurður J. Sigurðsson
   Jakob Björnsson
   Þórarinn B. Jónsson
   Oddur H. Halldórsson
   Kristján Þór Júlíusson

   Heiða Karlsdóttir
   -fundarritari-