Bæjarráð

2615. fundur 05. febrúar 1998

Bæjarráð 5. febrúar 1998.


2680. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 2. febrúar, 1., 2., 6. og 7. liður.
BR980113
Bæjarráð samþykkir alla liðina.

2. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð stjórnar dags. 21. janúar.
BR980094
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3. Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri. Atvinnumiðlun námsmanna.
BR980100
Með bréfi dags. 27. janúar frá FSHA, Félagi stúdenta við Háskólann á Akureyri, er leitað liðsinnis bæjarstjórnar við starfrækslu atvinnumiðlunar fyrir námsmenn í Háskólanum á Akureyri og nemendur framhaldsskóla á Eyjafjarðarsvæðinu.
Vísað er til atvinnumiðlunar, sem stúdentaráð Háskóla Íslands hefir rekið síðastliðin 20 ár, og þess gildis sem hún hefir haft bæði fyrir nemendur og fyrirtæki, en "atvinnumiðlun námsmanna í Reykjavík sinnir höfuðborgarsvæðinu en enginn sinnir samsvarandi þjónustu á landsbyggðinni".
Bæjarráð vísar til þess að vinnumiðlunin hefir verið færð yfir til ríkisins með stofnun Svæðisvinnumiðlunar og felur bæjarráð fræðslumálastjóra að gera bréfritara grein fyrir afstöðu bæjarráðs til erindisins.

4. Þjóðargjöf til Vestur-Íslendinga.
BR980109
Með bréfi dags. 1. febrúar frá Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar í Reykjavík er leitað eftir stuðningi bæjarstjórnar við þjóðargjöf til Vestur-Íslendinga með kaupum á 30 eintökum af Íslendingasögunum í enskri þýðingu . Gert er ráð fyrir að gjöfin í heild nemi 1000 eintökum, sem afhent verða til skóla, félagasamtaka og bókasafna í Vesturheimi til að minnast landafunda Leifs Eiríkssonar árið 1000.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

5. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar h.f. Stefnumótun.
BR980086
Lagt var fram bréf dags. 22. janúar frá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar h.f. Bréfinu fylgir tillaga ásamt greinargerð um stefnumótun Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar h.f.
Í aðalatriðum felur tillagan í sér að allt samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði í atvinnu-málum verði viðfangsefni Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE), sem verði til við sameiningu Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar bs., Atvinnuskrifstofu Akureyrar og Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Gert er ráð fyrir að starfsemi félagsins verði fjármögnuð með rekstrarframlagi sveitarfélaga og framlagi Byggðastofnunar samkvæmt sérstökum samningi. Jafnframt er lagt til að stofnaður verði Atvinnuþróunarsjóður Eyjafjarðar h.f. með hlutafjárframlögum.
Á fund bæjarráðs komu stjórnarformaður I.E., Daníel Árnason og framkvæmdastjóri félagsins Bjarni Kristinsson, skýrðu tillögurnar og tóku þátt í umræðum um þær.
Afgreiðslu frestað.


6. Svar við fyrirspurn frá Heimi Ingimarssyni.
BR980112
Lagt var fram svarbréf dags. 2. febrúar frá Birni Þórleifssyni deildarstjóra öldrunar-deildar við fyrirspurn frá bæjarráðsmanni Heimi Ingimarssyni, sbr. bókun í síðustu fundargerð bæjarráðs.

7. Atvinnuátaksverkefni. Styrkumsóknir til Atvinnuleysistryggingasjóðs.
BR980115
Með bréfi dags. 2. febrúar frá atvinnudeild bæjarins eru kynntar 6 umsóknir um styrki úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna atvinnuátaksverkefna í samtals 91,5 mannmánuði. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til umsóknanna og að hve miklu leyti Akureyrarbær er tilbúinn til að taka þátt í kostnaði við verkefnin ef styrkir fást.
Áætlaður kostnaður er kr. 2.745.000.
Bæjarráð fellst á að umræddar umsóknir verði sendar Atvinnuleysistryggingasjóði og samþykkir greiðslu mótframlags úr Bæjarsjóði þeirra vegna.

8. Könnun á faglegu starfi Skólaþjónustu Eyþings.
BR980073
Með bréfi dags. 20. janúar frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri er leitað svara við spurningum vegna könnunar á faglegu starfi Skólaþjónustu Eyþings.
Bæjarráð felur fræðslumálastjóra að svara spurningunum í samræmi við þær umræður, sem fram fóru á fundinum.

9. Rökstuðnings óskað vegna lóðaúthlutunar við Eiðsvallagötu.
BR980124
Lagt var fram eftirfarandi erindi dags. 4. febrúar 1998:
"Með vísun til 21. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 fer Húsnæðissamvinnufélagið Búseti, kt. 560484-0119, fram á rökstuðning bygginganefndar Akureyrar með afgreiðslu nefndarinnar í 13. lið fundargerðar hennar frá 21. janúar 1998, sem afgreidd var frá bæjarstjórn á fundi hennar 3. febrúar s.l."
Virðingarfyllst.
f.h. Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta,
Heimir Ingimarsson, framkv.stj.

10. Hafnarstræti 94. Kaupsamningur um lóðarhluta.
BR970212
Lagt var fram frá bæjarlögmanni afsal (kaupsamningur) um kaup Akureyrarbæjar á lóðarhluta Flosa Jónssonar að Hafnarstræti 94, sbr. bókun á síðasta fundi bæjarráðs. Kaupverð er fasteignamatsverð lóðarhlutans kr. 2.582.000.
Bæjarráð staðfestir lóðarkaupin.

11. Samkeppni um minjagripi. Skipun dómnefndar.
BR980125
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda menn í dómnefnd um minjagripi í samkeppni, sem Akureyrarbær hefir efnt til:
Sigfríður Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, formaður.
Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður Listasafns.
Jón Hólmgeirsson, kennari.
Trúnaðarmaður verði Baldur Dýrfjörð bæjarlögmaður.12. Þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Bæjarsjóðs
árin 1999-2001.
BR980126
Á fundinn kom hagsýslustjóri og lagði fram fyrstu drög að þriggja ára áætlun fyrir árin 1999-2001.

Fundi slitið kl. 12.40.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Heimir Ingimarsson
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -