Bæjarráð

2616. fundur 04. júní 1998

Bæjarráð 4. júní 1998.


2696. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 4. júní kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverk-fræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Hafnasamlag Norðurlands b.s. Fundargerð stjórnar dags. 29. maí.
BR980571
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 2. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundarboð og fundargerðir.
BR980562, BR980566, BR980567 og BR980568
Lagt var fram bréf dags. 27. maí frá héraðsnefnd Eyjafjarðar. Þar er boðað til fundar í nefndinni 1. júlí n.k., þar sem kosið verður í ýmsar nefndir, ráð og stjórnir. Bréfinu fylgja til kynningar: a) Fundargerð héraðsráðs Eyjafjarðar dags. 6. maí.
b) Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar b.s. dags. 29. apríl.

3. Vinabæjamót í Álasundi. Tilnefning fulltrúa.
BR980572
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akureyrarbæjar á vinabæjamótinu í Álasundi 12.-15. júní verði Jakob Björnsson núverandi bæjarstjóri og Hulda Vilhjálmsdóttir og Þórarinn B. Jónsson bæjarfulltrúi.

4. Fiskeldi Eyjafjarðar h.f. Ársreikningur 1997.
BR980559
Lagður var fram til kynningar ársreikningur Fiskeldis Eyjafjarðar h.f. 1997.

5. Kísiliðjan h.f. Aðalfundarboð.
BR980546
Með bréfi dags. 20. maí er boðað til aðalfundar Kísiliðjunnar h.f. í skrifstofu fyrirtækisins í Mývatnssveit miðvikudaginn 10. júní.
Bæjarráð felur Valgarði Baldvinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

6. Niðurrif húsa.
BR980573
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að láta rífa húsin Fróðasund 10 B og Lundar-
götu 1.

7. Lionsþing á Akureyri. Húsaleiga í Íþróttahöllinni.
BR980579
Með bréfi frá Lionsklúbbunum á Akureyri dags. 3. júní er þess farið á leit að felld verði niður húsaleiga í Íþróttahöllinni vegna fjölumdæmisþings Lionshreyfingarinnar á Íslandi, sem þar verður haldið dagana 5.- 6. júní.
Bæjarráð samþykkir að veita Lionsklúbbunum styrk, sem svarar húsaleigu í Íþrótta-höllinni vegna þinghaldsins.

8. Húsaleigubætur. Umburðarbréf.
BR980548
Með umburðarbréfi frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 22. maí er greint frá því að unnið sé að endurskoðun reglugerðar nr. 37/1998 um húsaleigubætur. Sveitarfélögum er gefinn kostur á að koma að ábendingum eða athugasemdum við gildandi reglugerð vegna endurskoðunarinnar. Athugasemdir skulu berast fyrir 15. júní.
Bæjarráð vísar bréfinu til forstöðumanns Húsnæðisskrifstofunnar og hagsýslustjóra og óskar ábendinga frá þeim fyrir næsta bæjarráðsfund.

9. Sandblástur og málmhúðun h.f. Tilboð í Íþróttaskemmuna.
BR980580
Bæjarstjóri greindi frá viðræðum við framkvæmdastjóra Sandblásturs og málmhúðunar vegna erindis frá þeim um kaup á Íþróttaskemmunni, sbr. bókun á síðasta bæjarráðsfundi. Jafnframt var lagt fram formlegt tilboð frá fyrirtækinu í húseignina dags. 3. júní ásamt minnisblaði dags. 28. maí.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði heimilað að ganga til samninga við Sandblástur og málmhúðun á grundvelli tilboðsins og minnisblaðsins.
Bæjarráðsmaður Sigríður Stefánsdóttir óskar bókað:
"Ég tel rétt að láta reyna á sölu á Íþróttaskemmunni, en legg áherslu á að jafnframt verður að finna þeirri starfsemi, sem nú er í húsinu, annan stað. Fyrir utan íþróttaiðkunina er mjög brýnt að bæta eða byggja upp aðstöðu fyrir stærri tónleika."

10. Framlengd ráðning ráðgjafa á fræðslu og frístundasviði.
BR980557
Bæjarráð samþykkir að framlengja um eitt ár ráðningu Sturlu Kristjánssonar sem ráðgjafa á fræðslu- og frístundasviði og staðfestir framlagðan ráðningarsamning dags. 4. júní 1998. Ráðningartíminn er til 31. júlí 1999.

11. Vernharð Þorleifsson. Fjárstuðningur.
BR980574
Lagt var fram bréf dags. í maí 1998, þar sem leitað er til Akureyrarbæjar og nokkurra fyrirtækja um aðild að styrktarsjóði. Gert er ráð fyrir að aðilar greiði ákveðna upphæð til sjóðsins mánaðarlega næstu tvö ár. Sjóðnum verði varið til greiðslu á keppnis- og æfingaferðum Vernharðs Þorleifssonar júdókappa vegna undirbúnings undir þátttöku í Olympíuleikunum í Sidney árið 2000.
Bæjarráð samþykkir að Akureyrarbær verði þátttakandi í fjárstuðningi til Vernharðs með mánaðarlegri greiðslu kr. 30.000 til styrktarsjóðsins.


Þessi fundur er síðast fundur bæjarráðs á þessu kjörtímabili.
Af því tilefni þakkaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum ánægjulegt
samstarf og árnaði þeim allra heilla á komandi árum. Hann beindi orðum sínu sérstaklega til
Valgarðs Baldvinssonar bæjarritara, sem verið hefir ritari bæjarráðs síðastliðin 34 ár, en lætur
nú af störfum hjá Akureyrarbæ. Færði hann Valgarði þakkir bæjarráðs fyrir samstarfið og
óskaði honum farsældar á nýjum vettvangi. Var tekið undir það með lófataki.
Valgarður þakkaði hlý orð í sinn garð og langt og gott samstarf við bæjarráð á liðnum árum og óskaði nýju bæjarráði farsældar í störfum fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráðsmenn færðu formanni þakkir fyrir samstarfið og réttláta fundarstjórn og árnuðu
honum heilla.

Fundi slitið kl. 12.10.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson
Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -