Bæjarráð

2617. fundur 03. desember 1998

Bæjarráð 3. desember 1998.


2723. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 3. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og að hluta sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Valgerður Magnúsdóttir og Ingólfur Ármannsson.

Þetta gerðist:

1. Eyþing. Fundargerð stjórnar dags. 23. október 1998.
BR981227
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.

2. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 18. nóvember 1998.
BR981237
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.

3. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 13. nóvember 1998.
BR981247
Fundargerðin er í 11 liðum og er lögð fram til kynningar.

4. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 25. nóvember 1998.
BR981262
Fundargerðin er í 7 liðum.
2. liður: Bæjarráð samþykkir liðinn.
3. liður: Bæjarráð vísar ósk um kaup á skjalavistunar- og hópvinnukerfi til gerðar fjárhagsáætlunar.

5. Leikskólinn Iðavöllur.
BR981246
Erindi ódags. frá Aðalsteini V. Júlíussyni, móttekið 25. nóvember s.l. ásamt tillöguteikningu dags. 05.08.1990 af viðbyggingu við leikskólann Iðavöll.
Bæjarráð telur bréfritara ekki hafa rétt umfram aðra til vinnu við hönnun nýs leikskóla á Iðavöllum en vísar erindinu að öðru leyti til framkvæmdanefndar.

6. Búseti. Sækir um framlag bæjarsjóðs til kaupa eða byggingar tveggja íbúða á árinu 1999.
BR981250
Með bréfi dags. 24. nóvember s.l. frá Húsnæðissamvinnufélaginu Búseta á Akureyri segir að á fundi 13. nóvember 1998 hafi húsnæðismálastjórn samþykkt að veita félaginu framkvæmdalán til byggingar tveggja almennra búseturéttaríbúða. Samkvæmt 42. gr. laga nr. 97/1993 sækir félagið um 3,5% framlag bæjarsjóðs til kaupa eða byggingar tveggja íbúða á árinu 1999. Gert er ráð fyrir að heildarverð íbúðanna verði allt að kr. 19 millj. Umbeðið framlag nemur því allt að kr. 665.000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Bæjarsjóður Akureyrar greiði 3,5% framlag vegna byggingar/kaupa tveggja almennra búseturéttaríbúða, skv. 42. gr. laga nr. 97/1993.
Bæjarráð vísar síðari hluta bréfsins til vinnuhóps um húsnæðismál.

7. Stígamót. Beiðni um fjárveitingu til rekstrar Stígamóta á næsta fjárhagsári.
BR981251
Erindi dags. 24. nóvember 1998 frá Stígamótum, þar sem sótt er um fjárveitingu til rekstrar Stígamóta á næsta fjárhagsári.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.


8. Starfskjör heilbrigðisfulltrúa.
BR981238
Lögð fram greinargerð frá starfsmannastjóra dags. 20. nóvember 1998 um starfskjör heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaga annars staðar á landinu, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 12. nóvember s.l.
Með vísan til fyrirliggjandi greinargerðar starfsmannastjóra getur bæjarráð ekki fallist á þá tillögu stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að starfskjörum starfsmanna þess. Bæjarráð leggur til við stjórn Eyþings að hún hlutist til um að ákvarðanir um starfskjör starfsmanna verði teknar á grundvelli breyttra ákvæða laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

9. Kjarnanámskeið Akureyrarbæjar og Einingar.
BR981230
Erindi dags. 25. nóvember 1998 undirritað af þátttakendum á kjarnanámskeiði á vegum Akureyrarbæjar og Einingar, með ábendingum og athugasemdum varðandi tímasetningu námskeiða o.fl.
Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar og fræðslunefndar.

10. Nýsköpunarsjóður námsmanna. Beiðni um 1,5 millj. kr. styrk fyrir árið 1999.
BR981252
Með bréfi dags. 24. nóvember 1998 óskar Nýsköpunarsjóður námsmanna eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna ársins 1999.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

11. Landsvirkjun. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1999.
BR981253
Með bréfi dags. 25. nóvember 1998 frá Landsvirkjun fylgir fjárhagsáætlun Landsvirkjunar fyrir árið 1999.

12. Landsvirkjun. Stofnun Landsnets. Afrit af bréfi til iðnaðarráðherra.
BR981254
Með bréfi dags. 24. nóvember 1998 fylgir afrit af bréfi til iðnaðaráðherra, ásamt samþykkt frá fundi stjórnar Landsvirkjunar 23. nóvember s.l. varðandi hugsanlega stofnun Landsnets.

13. Samband íslenskra sveitarfélaga. 2000 vandamálið.
BR981233
Erindi dags. 17. nóvember 1998 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi "2000 vandamálið". Tölvunefnd sveitarfélaga væntir þess að stjórnendur sveitarfélaga hefji nú þegar undirbúning sem leiði til þess að tölvu- og tækjakostur verði vel búinn undir aldamótaárið 2000.

14. Alþingi, samgöngunefnd. Til umsagnar: þingsályktunartillaga um rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði.
BR981256
Með bréfi frá samgöngunefnd Alþingis dags. 26. nóvember 1998 er óskað umsagnar um tillögu til þingsályktunar um rekstur almenningssamgöngukerfis í Eyjafirði, 142. mál. Nefndin óskar þess að svar berist fyrir 19. janúar 1999.
Bæjarráð telur fyrirliggjandi tillögu athyglisverða og mælir með samþykkt hennar, enda verði veitt til verkefnisins öflugu framlagi úr ríkissjóði.
Á þessu stigi tekur bæjarráð þó hvorki afstöðu til fjármögnunar né tillögu að leiðarkerfi sem fram kemur í greinargerðinni.


15. Tilögur um stuðning Akureyrarbæjar við námskeið á sviði listgreina eins og dans, myndlist, tónlist, leiklist o.þ.h.
BR981161
Lögð fram greinargerð frá fræðslumálastjóra dags. 26. nóvember 1998 með tillögum um stuðning Akureyrarbæjar við námskeiðin, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 12. nóvember s.l.
Bæjarráð getur ekki fallist á framkomnar tillögur en samþykkir að setja niður starfshóp sem fái það hlutverk að fara ofan í stuðning bæjarins við réttindanám í tónlist og myndlist og stuðning bæjarins við námskeiðahald.

16. Gatnagerðargjöld.
BR981142
Lögð fram greinargerð frá Jóni Geir Ágústssyni byggingafulltrúa, Guðmundi Guðlaugssyni yfirverkfræðingi og Sigurði J. Sigurðssyni bæjarfulltrúa um 5. grein tillögu að gjaldskrá um gatnagerðargjöld á Akureyri, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 25. nóvember s.l.
Bæjarráð felst á þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á fyrstu drögum að gjaldskránni og vísar henni svo breyttri til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17. Skýrsla um skjalavistun hjá Akureyrarbæ.
BR981263
Lögð var fram skýrsla um skjalavistun hjá Akureyrarbæ, unnin af Aðalbjörgu Sigmarsdóttur héraðsskjalaverði.

18. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar árið 1999.
BR981243
Unnið var að gerð fjárhagsáætlunar ársins 1999. Aukafundur vegna fjárhagsáætlunargerðar verður haldinn í bæjarráði n.k. þriðjudag kl. 16.00.

19. Önnur mál.
BR981164
a) Lagt var fram yfirlit um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar janúar - október 1998.

Fundi slitið kl. 11.40.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-