Bæjarráð

2618. fundur 03. september 1998

Bæjarráð 3. september 1998.


2707. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 3. september kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og upplýsingasviðs, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, bæjarverkfræðingi, félagsmálsstjóra og fræðslumálastjóra.
Í upphafi fundar bauð formaður bæjarráðs þau Dan Brynjarsson og Sigríði Stefánsdóttur sérstaklega velkomin til þessa fundar og óskaði góðs samstarfs og einnig Vilborgu Gunnarsdóttur, sem sat sinn fyrsta bæjarráðsfund.

Þetta gerðist:

1. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 25. ágúst 1998.
BR980879
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.

2. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 27. ágúst 1998.
BR980878
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.

3. Bæjarsjóður. Endurskoðuð áætlun um rekstur 1998.
BR980877
Lögð fram endurskoðuð áætlun um rekstur Bæjarsjóðs Akureyrar 1998.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

4. Kári Eðvaldsson. Óskar eftir tilfærslu í starfi.
BR980852
Með bréfi dags. 10. júlí 1998 óskar Kári Eðvaldsson eftir tilfærslu í starfi frá byggingadeild í starf leiðbeinanda við Lundarskóla skólaárið 1998-1999.
Bæjarráð fellst á beiðnina.

5. Ferlinefnd fatlaðra. Tilkynning um fulltrúa.
BR980833
Með bréfi dags. 14. ágúst 1998 tilkynnir Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Akureyri og nágrenni um tilnefningu fulltrúa félagsins í samstarfsnefnd um ferlimál.
Aðalmaður: Guðmundur Hjaltason, kt.: 130324-4019, Grenivöllum 14, 600 Akureyri.
Varamaður: Valdimar Pétursson, kt.: 140345-3189, Einholti 11, 603 Akureyri.
Einnig bréf dags.11.08. 1998 frá Þroskahjálp á Norðurlandi eystra, þar sem tilkynnt er um tilnefningu fulltrúa þeirra í sömu nefnd.
Aðalmaður: Lilja Guðmundsdóttir, kt.: 051255-4299, Lönguhlíð 8 e.h., 603 Akureyri.
Varamaður: Brynjólfur Jóhannsson, kt.: 040864-4079, Ásvegi 27 n.h., 600 Akureyri.

6. Umboðsmaður Alþingis. Fyrirspurn varðandi tilkynntar ákvarðanir skv. skipulags- og byggingarlögum.
BR980857
Með bréfi dags. 18. ágúst 1998 frá umboðsmanni Alþingis er óskað upplýsinga varðandi tilkynntar ákvarðanir samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að svara erindinu.

7. Háskólinn á Akureyri. Viðræður um kennaraskort á Akureyri.
BR980864
Með bréfi dags. 24. ágúst 1998 tilkynnir Háskólinn á Akureyri að Kristján Kristjánsson prófessor og Trausti Þorsteinsson framkvæmdastjóri séu tilnefndir af hálfu skólans til að taka þátt í viðræðum um kennaraskort á Akureyri.
Bæjarráð tilnefnir Jón Kr. Sólnes formann skólanefndar og Guðmund Þór Ásmundsson skólafulltrúa í viðræðuhópinn.

8. Gilfélagið. Ketilhús.
BR980865
Með bréfi dags. 26. ágúst 1998 óskar Gilfélagið eftir að framlagi Akureyrarbæjar fyrir árið 1999 v/framkvæmda við Ketilhúsið í Listagili verði flýtt og greitt sem allra fyrst.
Bæjarráð hafnar erindinu, en bendir á að staðið verður við fyrra samkomulag.

9. Baldur Dýrfjörð. Beiðni um rökstuðning og upplýsingar vegna ráðningar í stöðu forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingasviðs.
BR980869
Bréf dags. 26. ágúst 1998 frá Baldri Dýrfjörð, þar sem hann fer fram á það við bæjarstjórn Akureyrar að gerð verði ítarleg grein fyrir málsmeðferð þeirri sem fylgt var við ákvarðanatöku varðandi ráðningu í stöðu forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingasviðs, forsendum hennar og öðrum rökum er réðu niðurstöðunni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

10. Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands. Beiðni um styrk vegna matvæladags.
BR980872
Með bréfi dags. 26. ágúst 1998 leitar Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands eftir stuðningi Akureyrarbæjar að upphæð kr. 200.000 til þess að mæta kostnaði við skipulagningu og framkvæmd "matvæladags Matvæla- og næringarfræðingafélags Íslands (MNÍ)" sem haldinn verður á Akureyri 24. október n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

11. Álasund. Fundur um félags- og heilsugæslumál 1. og 2. október n.k.
BR980871
Með bréfi dags. 13. ágúst 1998 frá Álasundi er beðið um staðfestingu vegna þátttakenda frá Akureyri á fundi um félags- og heilsugæslumál, sem haldinn verður í Álasundi dagana 1. og 2. október n.k.

12. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar. Skuld Akureyrarbæjar við Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar.
BR980862
Lagt var fram yfirlit yfir skuldir Akureyrarbæjar við Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar v/sérverkefna sem miðstöðin hefur unnið fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forstöðumann Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar.

13. Knattspyrnusamband Íslands. Þakkarbréf.
BR980860
Með bréfi dags. 24. ágúst 1998 eru færðar fram þakkir fyrir framlag Akureyrarbæjar vegna "Opna KEA Norðurlandamótsins" sem haldið var á Norðurlandi dagana 3.- 9. ágúst s.l. og lýst yfir ánægju með hvernig til tókst.

14. Önnur mál.
BR980820
        a) Lagt var fram rekstraryfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir tímabilið janúar- júlí 1998.
        b) Bæjarstjóri kynnti bæjarráðsmönnum tillögu sem hann mun leggja fyrir á fundi Eyþings nú í dag, varðandi skólaþjónustu Eyþings.


Fundi slitið kl. 10.21.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-