Bæjarráð

2619. fundur 02. júlí 1998

Bæjarráð 2. júlí 1998.


2699. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 2. júlí kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, bæjarverk-fræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Bygginganefnd. Fundargerð dags. 24. júní 1998.
   BR980691
   Fundargerðin er í 37 liðum.
   4. liður: Bæjarráð bendir á að umrædd lóð fyrir lagersvæði við Goðanes er ekki úthlutunarhæf nema til komi lenging á Goðanesi í áfanga I A í Nesjahverfi um 175 metra.
   Áætlaður kostnaður vegna lengingarinnar er um 4,8 m. kr. og er framkvæmd þessi ekki inni á framkvæmdaáætlun gatnagerðar 1998.
   Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að heimilað verði að gera lóðina byggingarhæfa á þessu ári og að fjárveiting til framkvæmdarinnar verði tekin upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar. Almennar reglur skulu gilda um gatnagerðargjald og leiguskilmála fyrir lóðina.
   10. liður: Bæjarráð bendir á að lóðin Hofsbót 2, sem skráð er í fasteignamati sem Strandgata 6, er í útleigu hjá tveimur aðilum, Strætisvögnum Akureyrar og Hársnyrtingu Reynis. Að óbreyttu er því ekki unnt að verða við tilmælum bygginganefndar um að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina samhljóða.

2. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 29. júní 1998.
   BR980692
   Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð frestar afgreiðslu á 2. lið.
Bæjarráð vísar 4. lið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
5. liður: Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að heimila framkvæmdina og að fjárveiting til hennar verði tekin upp við endurskoðun fjárhagsáætlunar.
6. liður: Bæjarráð skipar Ágúst Berg og Einar Jóhannsson í vinnuhópinn og óskar eftir tilnefningu skólanefndar. Vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar og vinnu þessari verði hraðað svo sem kostur er.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

3. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 24. júní 1998.
   BR980693
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 23. júní 1998.
   BR980694
   . Fundargerðin er í 7 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar

5. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 19. júní 1998.
   BR980695
   Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

6. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 22. júní 1998.
   BR980667
   Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 16. júní 1998.
   BR980696
   Fundargerðin er í 4 liðum.
   Í fundargerðinni er veitt umsögn um vínveitingaleyfi til:
a) Sigmundar Rafns Einarssonar, kt.: 180248-2219 vegna veitingastofu að Hafnarstræti 96 (BR980465).
b) Inga Þ. Ingólfssonar, kt.: 040973-4439 vegna "Ráðhúskaffis", Ráðhústorgi 7 (BR980591).
c) Vignis Más Þormóðssonar, kt.: 070967-5299 vegna "Café Karolínu", Kaupvangsstræti 23 (BR980589).
   Nefndin leggst ekki gegn veitingu leyfanna og er bæjarráð samþykkt afstöðu nefndarinnar.
   Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

8. Félagsmálastjóri. Varðandi byggingu þjónustuíbúða fyrir fatlaða.
   BR980697
   Með bréfi dags. 29. júní 1998 fer félagsmálastjóri fram á að hraðað verði athugun á hvernig best megi mæta þörfum fatlaðra vegna húsnæðis.
Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar með ósk um að málinu verði hraðað.

9. Heilbrigðiseftirlit. Ný lög. Breyting á rekstrarformi.
   BR980630
   Svar Umhverfisráðuneytisins dags. 24. júní 1998 við bréfi bæjarstjóra dags. 12. júní 1998, þar sem spurt var hvort ráðuneytið muni heimila að áfram starfi tvær nefndir á heilbrigðiseftirlitssvæði Norðurlands eystra ef vilji viðkomandi sveitarfélaga er til þess, í stað einnar eins og ný lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 (gildistaka 1. ágúst n.k.) kveða á um.
   Umhverfisráðuneytið upplýsir að það hefur ekki heimild samkvæmt lögunum til þess að skipta Norðurlandssvæði eystra í tvennt þannig að þar starfi tvær heilbrigðisnefndir, en telur ekkert því til fyrirstöðu að heilbrigðiseftirlitið verði rekið með svipuðu sniði og verið hefur þ.e. frá Akureyri annarsvegar og Húsavík hinsvegar, en áréttar að aðeins verði starfandi ein heilbrigðisnefnd og einn framkvæmdastjóri fyrir svæðið.
   Ráðuneytið leggur á það áherslu að sveitarfélögin á starfssvæðinu komi sér saman um skipun í heilbrigðisnefnd og framgang málsins að öðru leyti. Ráðuneytið stefnir að því að halda fund í héraði með hlutaðeigandi aðilum og hefur lagt til við Eyþing að fundurinn verði haldinn mánudaginn 6. júlí n.k.

10. Hafnarstræti 104. Kaup á eignarlóð.
   BR980657
   Erling Ingvason, Kotárgerði 17 f.h. eigenda eignarlóðar að Hafnarstræti 104, býður Akureyrarbæ lóðina til kaups.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um eignarlóðir í bænum. Jafnfram yrðu lagðar fram tillögur að reglum um kaup bæjarins á lóðum vegna skipulagsmála.

11. Söluturn á Ráðhústorgi.
   BR980671
   Ólafur Aðalgeirsson og Bryndís Óskarsdóttir bjóða Akureyrarbæ söluturn á Ráðhústorgi til kaups.
   Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarverkfræðingi að gera tillögur til næsta fundar bæjarráðs.

12. Krossgötur. Beiðni um styrk til forvarnarátaks fyrir börn 4ra til 9 ára.
   BR980688
   Með bréfi dags. 23. júní 1998 fara Krossgötur, Hlíðarsmára 5-7, Kópavogi fram á styrk að upphæð kr. 500.000 vegna útgáfu tveggja bóka, sem innihalda forvarnarefni fyrir 4ra til 9 ára börn.
   Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13. Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
   BR980566
   Kosning tveggja fulltrúa og jafnmargra til vara í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar, sbr. bréf Héraðsnefndar Eyjafjarðar dags. 27. maí 1998, sem frestað var á fundi bæjarráðs 25. júní s.l.
Bæjarráð samþykkir að aðalmenn verði Sigurður J. Sigurðsson kt.: 170546-4319 og Helgi Snæbjarnarson kt.: 131065-2999 og varamenn Gísli Bragi Hjartarson kt.: 200839-7819 og Haraldur S. Helgason kt.: 271257-2959.

14. Önnur mál.
   BR980685
Lagt var fram minnisblað dags. 24. júní 1998 frá bæjarlögmanni til bæjarstjóra og bæjarráðs vegna nýrra áfengislaga sem samþykkt voru á Alþingi 5. júní s.l. og tóku gildi 1. júlí s.l.

15. Skautafélag Akureyrar. Íslandsmeistarar í ísknattleik 1998.
   BR980698
   Bæjarráð samþykkir að veita meistaraflokki ísknattleiksdeildar Skautafélags Akureyrar viðurkenningu kr. 300.000 í tilefni þess að deildin vann til Íslandsmeistaratitils í ísknattleik 1998.
Í fundarlok komu ísknattleiksmennirnir á fund bæjarráðs, þar sem bæjarstjóri afhenti viðurkenninguna og þeir þáðu veitingar og ræddu við bæjarráðsmenn.


Fundi slitið kl. 10.58.


Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Ásta Sigurðardóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-