Bæjarráð

2620. fundur 02. apríl 1998

Bæjarráð 2. apríl 1998.


2690. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 2. apríl kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 16. mars, 4. liður.
BR980284
Bæjarráð ákveður að boða leigjendur í bæjaríbúðum til fundar og greina þeim frá stöðu málsins. (BR980299)

2. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 30. mars, 2. og 3. liður.
BR980331
2. lið samþykkir bæjarráð. (BR980084 og BR980161)
3. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu. (BR980192)

3. Skólanefnd. Fundargerð dags. 1. apríl, 1.1, 1.2, 2. og 7. liður.
BR980334
Liður 1.1: Bæjarráð samþykkir launalaust leyfi til Herdísar Zophoníasdóttur og Bjarkar Pálmadóttur, en frestar afgreiðslu á erindi Eggerts Sigurjónssonar.
Lið 1.2 samþykkir bæjarráð.
2. og 7. lið samþykkir bæjarráð. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs síðar á árinu. (BR980331)
Bæjarráðsmaður Sigurður J. Sigurðsson óskar bókað:
"Ég geri mér fulla grein fyrir nauðsyn aukinna fjármuna til þess að bæta skólastarf og húsnæðisaðstöðu grunnskólans. Þessar staðreyndir um verulegar úrbætur eru fyrir löngu ljósar og nú er brugðist við vandanum með aukafjárveitingum í stað þess að hafa mótað stefnuna við gerð fjárhags- áætlana. Þetta eru vinnubrögð, sem ég átel og sit því hjá við afgreiðslu meirihlutans."

4. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 24. mars, 1. og 2. liður.
BR980321
1. lið samþykkir bæjarráð. (BR980212)
2. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu. (BR980271)

5. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð stjórnar dags. 25. mars.
BR980322
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Heilbrigðisnefnd. Fundargerð dags. 26. mars.
BR980320
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Reikningar Akureyrarbæjar 1997.
BR980325
Lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 1997.
Bæjarráð vísar reikningunum til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.

8. Bæjarábyrgðir. Skrá 31. desember 1997.
BR980324
Lögð var fram skrá um bæjarábyrgðir 31. desember 1997, sem bæjarlögmaður hefir tekið saman. Heildarupphæð ábyrgðanna nemur kr. 136.686.818.

9. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Ársskýrsla 1997.
BR980323
Lögð var fram til kynningar Ársskýrsla Útgerðarfélags Akureyringa h.f. ásamt reikningum ársins 1997.

10. Landsvirkjun. Ársreikningur 1997.
BR980341
Lagður var fram til kynningar endurskoðaður ársreikningur Landsvirkjunar 1997.

11. Landsvirkjun. Boðað til samráðsfundar 1998.
BR980291
Með bréfi dags. 17. mars frá Landsvirkjun er boðað til samráðsfundar fyrirtækisins 30. apríl n.k. Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni 4 fulltrúa til að sitja fundinn og 4 til vara.
Eftirfarandi tilnefning var samþykkt:
Aðalmenn:
Gísli Bragi Hjartarson
Heimir Ingimarsson
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Þórarinn B. Jónsson

Varamenn:
Hreinn Pálsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Valgerður Hrólfsdóttir


12. Landsvirkjun. Boðað til ársfundar 1998.
BR980292
Með bréfi frá Landsvirkjun dags.17. mars er boðað til ársfundar fyrirtækisins 30. apríl n.k. og óskað eftir að Akureyrarbær tilnefni 1 fulltrúa á fundinn.
Bæjarráð felur Jakobi Björnssyni bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum. Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna til eins árs í stjórn Landsvirkjunar Jakob Björnsson og til vara Sigurð J. Sigurðsson.

13. Tölvukaup.
BR980335
Kynnt voru tilboð, sem borist hafa í tölvur og tölvubúnað fyrir Akureyrarbæ og Dalvíkurbæ, en Ríkiskaup annaðist útboðið.
Lægsta tilboðið, og að mati Ríkiskaupa það hagstæðasta, er frá EJS (Einari J. Skúlasyni h.f.) Reykjavík að upphæð kr. 9.860 þús., þar af mun hlutur Dalvíkurbæjar vera um kr. 1.200 þús.
Á fundinn komu frá tölvudeild Bragi Ingimarsson og Oddný Snorradóttir og gerðu bæjarráði grein fyrir útboðinu og svöruðu fyrirspurnum þar um.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun deildarstjóra tölvudeildar að semja við EJS um tölvukaupin. Bæjarráðsmaður Oddur H. Halldórsson sat hjá.

14. Tónlistarskólinn. Um tónlistakennslu fyrir kennaranema.
BR980332
Í bókun bæjarráðs 12. mars, 2. lið, var fræðslumálastjóra og skólastjóra Tónlistar-skólans falið að kanna möguleika þess að bjóða kennaranemum á 2. ári í Háskólanum á Akureyri upp á tónlistarkennslu á næsta skólaári. Lagt var fram bréf frá þeim dags. 26. mars þar sem fram kemur að enginn 2. árs kennaranemanna hefir hug á námi á tónmenntasviði.

15. Samband íslenskra sveitarfélaga. Ályktanir frá fulltrúaráðsfundi.
BR980311
Lagt var fram bréf dags. 23. mars frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bréfinu fylgja til upplýsinga ályktanir, sem gerðar voru á fulltrúaráðsfundi Sambandsins 20.-21. mars.

16. Frumvörp til laga um húsnæðismál og um byggingar- og húsnæðissamvinnufélög.
BR980259
Tekin voru fyrir frumvörp til laga um húsnæðismál og um byggingar- og húsnæðis-samvinnufélög, sem kynnt voru á fundi bæjarráðs 19. mars.
Jafnframt var lögð fram ályktun um húsnæðismál frá fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga svo og umsögn húsnæðisnefndar bæjarins, sem send hefir verið félagsmálanefnd Alþingis.
Bæjarráð tekur undir ályktun fulltrúaráðsins um frumvörpin.

17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt.
BR980260
Frumvarpið var kynnt á fundi bæjarráðs 19. mars.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

18. Halló Akureyri 1998.
BR980280
Lagt var fram bréf dags. 26. febrúar undirritað af Magnúsi Má Þorvaldssyni f.h. framkvæmdastjórnar Halló Akureyri 1998.
Í bréfinu er þakkaður mikilvægur stuðningur við hátíðahöldin Halló Akureyri 1997, sem þóttu takast mjög vel. Jafnframt er leitað eftir stuðningi Akureyrarbæjar og annarra samstarfsaðila við hátíðahöldin Halló Akureyri 1998.

19. Starfsmannafélag Akureyrarbæjar. Ályktun um kjaramál.
BR980314
Með bréfi dags. 24. mars er bæjarráði send ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi STAK 17. mars s.l. Í ályktuninni er lýst áhyggjum vegna þeirrar þróunar sem á sér stað í kjara- og réttindamálum starfsmanna sveitarfélaga og skorað á sveitarstjórnar-menn á Akureyri að láta þessi mál vera ofarlega á stefnuskrá við komandi bæjar-stjórnarkosningar. Fram kemur ósk um viðræður við Akureyrarbæ um launamál félagsmanna STAK.
Bæjaráð felur bæjarstjóra og starfsmannastjóra að eiga viðræður við fulltrúa STAK.

20. Atvinnuátaksverkefni. Styrkir úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
BR980315
Með bréfi dags. 24. mars tilkynnir stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs styrkveitingar til atvinnuátaksverkefna á vegum Akureyrarbæjar.
Samþykkt var að veita styrki til 23,5 starfa (99 mannmánuðir).

21. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fjárhagsstaða.
BR980333
Borist hefir greinargerð sem stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefir tekið saman og afhent fjölmiðlum. Gerð grein fyrir fjárhagsstöðu FSA og birt starfsemis- og rekstraráætlun fyrir árið 1998, þar sem fram kemur að verði ekki veitt aukið fjármagn til rekstursins er óhjákvæmilegt að draga saman þjónustuna.
Af þessu tilefni gerði bæjarráð eftirfarandi ályktun:
Bæjarráð Akureyrar ítrekar stuðning sinn við uppbyggingu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og stefnumörkun stjórnvalda um þríþætt hlutverk þess sem héraðssjúkrahús, sérgreinasjúkrahús fyrir Norður- og Austurland og aðal varasjúkrahús landsins.
Bæjarráð telur að FSA hafi á undanförnum árum verið rekið af mikilli hagkvæmni og skorar á ríkisvaldið að tryggja fullnægjandi fjárveitingar til áframhaldandi uppbyggingar og bættrar þjónustu, sem þar hefir verið unnið að. Bæjarráð leggur áherslu á að ekki komi til þess niðurskurðar í rekstri og lokunar deilda, sem fyrirsjáanleg er, verði ekki veitt til rekstursins fullnægjandi fjármagni. Bæjarráð bendir á uppbyggingu og rekstur FSA sem mjög mikilvægan þátt í þeirri stefnumörkun, sem nú er unnið að í byggðamálum og að samdráttur í rekstri FSA mun auka stórlega aðstöðumun landsbyggðarinnar gagnvart Reykjavíkursvæðinu til heilbrigðis- og sérfræðiþjónustu.

Fundi slitið kl. 12.30.

Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Heimir Ingimarsson
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
-fundarritari-