Bæjarráð

2621. fundur 01. október 1998

Bæjarráð 1. október 1998.


2711. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 1. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt sviðsstjórunum Sigríði Stefánsdóttur, Dan Brynjarssyni, Stefáni Stefánssyni og Ingólfi Ármannssyni og bæjarlögmanni Baldri Dýrfjörð.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 21. september 1998.
BR980981
Fundargerðin er í 11 liðum.
5. liður: Úttekt á rekstri SVA með tilliti til helgaraksturs, unnin af Rekstri og Ráðgjöf Norðurlandi ehf.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu framkvæmdanefndar. Gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna helgaraksturs og úttekt á rekstri SVA við endurskoðun
fjárhagsáætlunar.

2. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 28. september 1998.
BR980982
Fundargerðin er í 9 liðum.
2. liður: Erindisbréf yfirlæknis Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið.

3. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 28. september 1998.
BR980978
Fundargerðin er í 1 lið.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina.

4. Umhverfisfræðingur. Starfslýsing og áætlun um kostnað.
BR980980
Erindi dags. 29. september 1998 varðandi ráðningu umhverfisfræðings til starfa á Eyjafjarðarsvæði, ásamt starfslýsingu og áætlun um kostnað.
Einnig lögð fram umsókn Akureyrarbæjar dags. 11. september s.l. um þátttöku í verkefni um umhverfisáætlanir í sveitarfélögum - Staðardagskrá 21 og 8.
fundargerð stjórnarnefndar v/umhverfisátaks dags. 23. júlí 1998, 3. liður, sem bæjarráð (06.08. 1998) frestaði afgreiðslu á.
Bæjarráð heimilar stjórnarnefndinni að vinna að ráðningu starfsmanns skv. framlögðum forsendum, en felur formanni bæjarráðs að ganga frá samkomulagi um
kostnaðarskiptingu milli Sorpsamlagsins og Akureyrarbæjar.

5. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Drög að samningi um endurbætur á Heilsugæslustöðinni.
BR980861
Með bréfi frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu dags. 25. ágúst 1998 fylgja drög að samningi um endurbætur á Heilsugæslustöðinni á Akureyri og óskað
umsagnar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð fellst á fyrirliggjandi samningsdrög, en leggur áherslu á að verkið sé í höndum Framkvæmdasýslu ríkisins.


6. Tengsl milli Akureyrar og Hafnarfjarðar.
BR980975
Gerð var grein fyrir viðræðum sem starfsmenn menningarmála í Hafnarfirði og á Akureyri hafa átt um möguleika á að koma á nánari tengslum á milli bæjanna. Einnig var lögð fram greinargerð um hugsanlegan ramma að slíkum tengslum.
Bæjarráð samþykkir að stefnt verði að auknum tengslum milli bæjanna og felur fræðslumálastjóra í samráði við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar að vinna að undirbúningi að slíkum samskiptum næstu tvö ár.

7. Framkvæmd hátíðahalda 17. júní.
BR980976
Lögð fram greinargerð frá fræðslumálastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi framtíðarskipulag hátíðahalda 17. júní, en bæjarráð fól þeim á fundi sínum 7. maí s.l. að móta tillögur þar um og leggja fyrir bæjarráð.
Afgreiðslu frestað og samþykkt að óska álits íþrótta- og tómstundaráðs um erindið.

8. Umboðsmaður Alþingis. Varðandi tilkynntar ákvarðanir skv. skipulags- og byggingarlögum.
BR980857
Lagt fram svarbréf Stefáns Stefánssonar, bæjarverkfræðings dags. 28. september 1998 við fyrirspurn frá umboðsmanni Alþingis varðandi tilkynntar ákvarðanir skv. skipulags- og byggingarlögum.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að útbúa upplýsingar og leiðbeiningar um hvernig uppfylla beri ákvæði upplýsinga- og stjórnsýslulaga, þannig að svör við öllum erindum til Akureyrarbæjar verði í samræmi við lögin.

9. Fjárhagsáætlun 1999.
BR980987.
Fjármálastjóri lagði fram og kynnti drög um rammafjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1999 ásamt tímaáætlun og leiðbeiningum við gerð áætlunarinnar.

10. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar. Fundargerðir dags. 17. og 20. ágúst og 8. september 1998.
BR980964
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

Þegar hér var komið viku sviðsstjórar og bæjarlögmaður af fundi.

11. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Þjálfunarlaug á Kristnesspítala.
BR980974
Með bréfi dags. 25. september 1998 óskar Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir viðræðum við Akureyrarbæ varðandi fjárstuðning til framkvæmda við þjálfunarlaug
á Kristnesspítala.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn skipi 3ja manna starfshóp sem fái það verkefni að gera nákvæma úttekt á möguleikum fatlaðra til sundiðkana.
Starfshópurinn hraði vinnu sinni sem kostur er og leggi fyrir bæjarráð tillögur að framtíðarskipulagi þessara mála.


12. Kristnitökunefnd og Kirkjulistavika.
BR980985
Erindi dags. 28. september 1998 frá Guðmundi Guðmundssyni f.h. kristnitökunefndar og Kirkjulistaviku, þar sem farið er fram á stuðning við heimsókn Forseta Íslands og Kristnihátíðarnefndar á upphafsdegi Kristnitökuhátíðar Eyjafjarðarprófastsdæmis 25. apríl 1999, sem verður jafnframt fyrsta hátíð á landinu í tilefni af kristni í þúsund ár.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu.

13. Umsagnir um leyfisveitingar. Bæjarlögmanni veitt umboð til afgreiðslu.
BR980986
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarlögmanni fullt umboð til þess að afgreiða erindi frá Sýslumanninum á Akureyri, þar sem leitað er umsagnar um leyfi til veitingareksturs, hótelreksturs, gistihúsareksturs og önnur sambærileg leyfi, enda hafi erindin verið afgreidd athugasemdalaust í nefndum bæjarins.

14. Fasteignafélag. Drög að ráðgjafarsamningi.
BR980988
Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Landsbanka Íslands h.f., um að Landsbanki Íslands h.f., fjármálaráðgjöf, vinni að hugmyndum fyrir Akureyrarbæ um fjármögnun og rekstur húsnæðis bæjarins. Landsbankinn mun skila skýrslu til Akureyrarbæjar um verkefnið eigi síðar en í lok október 1998.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin.

15. Skólaþjónusta Eyþings. Fundargerðir skólaráðs Eyþings 9. og 16. september 1998.
BR980971
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

16. Eyþing. Fundargerð stjórnar dags. 3. september 1998.
BR980966
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

17. Héraðsráð Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 11. september 1998.
BR980962
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18. Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 12. ágúst 1998.
BR980963
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


Fundi slitið kl. 11.14.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Ásta Sigurðardóttir
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-