Bæjarráð

2622. fundur 06. ágúst 1998

Bæjarráð 6. ágúst 1998.


2704. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, félagsmálastjóra og yfirverkfræðingi.

Þetta gerðist:

1. Bygginganefnd. Fundargerð dags. 29. júlí 1998.
BR980791
Fundargerðin er í 53 liðum.
20. liður: Bæjarráð samþykkir að segja upp bráðabirgðaleigu á lóðinni Hlíðargötu 2 og felur skipulagsdeild að láta fara fram grenndarkynningu um erindið.
Fundargerðin var samþykkt að öðru leyti að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

2. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 22. júlí 1998.
BR980782
Fundargerðin er í 12 liðum og er lögð fram til kynningar.

3. Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar. Fundargerð dags. 28. júlí 1998.
BR980785
Fundargerðin er í 7 liðum og er lögð fram til kynningar.
3. liður: Bæjarráð telur forsendur fyrir störfum aðlögunarnefndar ekki lengur fyrir hendi í ljósi breyttrar skipunar heilbrigðiseftirlits í Norðurlandi eystra.

4. Stjórnarnefnd vegna umhverfisátaks. Fundargerð dags. 23. júlí 1998.
BR980781
Fundargerðin er í 4 liðum.
3. liður: Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu þar til starfslýsing liggur fyrir.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

5. Aðlögunarnefnd. Kosning.
BR980793
Bæjarráð tilnefnir í aðlögunarnefnd fyrir öldrunarþjónustu þau Þórarinn B. Jónsson, Sigfríði Þorsteinsdóttur og Helgu Tryggvadóttur og í aðlögunarnefnd fyrir heilbrigðisþjónustu Þórarinn B. Jónsson, Sigfríði Þorsteinsdóttur og Guðmund Sigvaldason.

6. Atvinnuátaksverkefni. Styrkveiting úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
BR980783
Með bréfi dags. 27. júlí s.l. tilkynnir stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs um styrkveitingu til atvinnuskapandi verkefna.
Samþykkt var að veita styrk fyrir 100 störfum í 6 vikur í atvinnuátak skólafólks á vegum Akureyrarbæjar. Jafnframt er áréttað að eingöngu verði ráðið fólk af atvinnuleysisskrá sem hafi tilskilinn bótarétt.

7. Nýja Bíó.
BR980795
Með ódags. bréfi, mótteknu 4. ágúst 1998, leitar Nýja Bíó Ráðhústorgi ehf. eftir því hvort Akureyrarbær hafi áhuga á að taka þátt í uppbyggingu ráðstefnusalar í tengslum við endurbyggingu á Nýja Bíói.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Bæjarráð 6. ágúst 1998, framhald.


8. Strandgata 23.
BR980772
Hafsteinn Lúðvíksson og Fanney Bergrós Pétursdóttir bjóða íbúð n.h. að norðan til kaups.
Akureyrarbær telur ekki forsendur til þess að kaupa umrædda eign.
Bæjarlögmanni falið að gera bréfriturum grein fyrir forsendum ákvörðunarinnar.

9. Kristinn Björnsson býður Akureyrarbæ forkaupsrétt að erfðafestulandi.
BR980789
Með bréfi dags. 11. júní 1998 (móttekið 30. júlí 1998) býður Kristinn Björnsson, Kotárgerði 30, Akureyri forkaupsrétt að erfðafestulandi.
Bæjarráð hafnar erindinu.

10. Umsóknir um störf.
BR980796

a) Framkvæmdastjóri fjármálasviðs:
010358-4269 Hjálmar Kjartansson
170160-5849 Dan Jens Brynjarsson
161152-2779 Einar Ólafsson
060668-5829 Jóhannes Valgeirsson
021264-3779 Ottó Magnússon

b) Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs:
260366-4249 Jón Sigtryggsson
241152-2519 Jóhanna Kristín Tómasdóttir
230566-2919 Sigrún Björk Jakobsdóttir
180253-3869 Bryndís Símonardóttir
070455-3159 Dóra Stefánsdóttir
290749-5819 Sigríður Stefánsdóttir
050862-7049 Baldur Dýrfjörð
191045-2469 Gunnar Frímannsson
010853-3709 Jón Baldvin Hannesson

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

11. Önnur mál.
BR980555
a) Fyrirspurnir bárust um eftirtalin mál:
Byggingamál Háskólans á Akureyri.
Samning við Heilbrigðisráðuneytið um Heilsugæslustöðina á Akureyri.
Samningsdrög við Heilbrigðisráðuneytið v/Slökkviliðs vegna sjúkraflutninga.
Samninga um aðstöðu Náttúrugripasafns í húsnæði Krónunnar.
Bæjarstjóri svaraði framkomnum fyrirspurnum og upplýsti ennfremur um stöðu kennararáðninga við grunnskóla Akureyrar.

Fundi slitið kl. 09.58.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-