Bæjarráð

2624. fundur 09. júlí 1998

Bæjarráð 9. júlí 1998.


2700. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 9. júlí kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Undirritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, bæjarverk-fræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 3. júlí 1998.
    BR980701
    Fundargerðin sem er í 7 liðum, var borin upp og samþykkt samhljóða.

2. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 3. júlí 1998.
    BR980704
    Fundargerðin sem er í 9 liðum, var borin upp og samþykkt samhljóða.

3. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 29. júní 1998.
    BR980705
    Fundargerðin er í 10 liðum.
    Liður 10.2.: Bæjarráð samþykkir að vísa liðnum til afgreiðslu bæjarstjóra.
    Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

4. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 2. júlí 1998.
    BR980707
    Fundargerðin sem er í 3 liðum var borin upp og samþykkt samhljóða.

5. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 1. júlí 1998.
    BR980708
    Fundargerðin er í 4 liðum.
    1. liður: Bæjarráð samþykkir að vísa liðnum til afgreiðslu bæjarstjóra.
    3. liður: Bæjarráð samþykkir að vísa liðnum til afgreiðslu bæjarstjóra.
    Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

6. Skólaráð Eyþings. Fundargerð dags. 22. júní 1998.
    BR980699
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Starfsmannafélag Akureyrar. Tilnefningar.
    BR980700
    Með bréfum dags. 29. og 30. júní s.l. tilnefnir STAK fulltrúa sína í:
a) stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar
b) kjaranefnd
c) stjórn Vísindasjóðs STAK
d) stjórn Fræðslusjóðs STAK.
    Bæjarráð óskar eftir tilnefningum kjaranefndar á fulltrúum Akureyrarbæjar í Vísinda- og Fræðslusjóð.

8. Bæjarlögmaður. Minnisblað varðandi launakjör deildarstjóra o.fl.
    BR980713
    Bæjarlögmaður mætti til fundarins undir þessum lið.
    Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns varðandi eftirfarandi mál:
    1) Erindi fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa.
    a) Ragnhildar Vigfúsdóttur (BR970707)

    b) Valgerðar H. Bjarnadóttur (BR980230)

    2) Erindi deildarstjóra á fræðslu- og frístundasviði og á félags- og heilsugæslusviði.

    a) Ingibjargar Eyfells f.v. deildarstjóra leikskóladeildar. (BR980279)

    b) Sigríðar Sítu Pétursdóttur deildarstjóra leikskóladeildar. (BR980286)

    c) Guðrúnar Sigurðardóttur deildarstjóra ráðgjafardeildar. (BR980380)

    Bæjarstjóra falið að svara þeim bréfum sem borist hafa vegna þessara erinda. Bæjarstjóra og bæjarlögmanni falið að undirbúa tillögu að afgreiðslu fyrir næsta fund bæjarráðs.

9. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa. Ósk um viðræður vegna gerðar kjara-samnings.
    BR980702
    Með bréfi dags. 26. júní s.l. óskar Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa eftir viðræðum við Akureyrarbæ vegna gerðar kjarasamnings fyrir félagsráðgjafa hjá Akureyrarbæ.
    Bæjarráð óskar umsagnar kjaranefndar á erindinu.

10. Blindrafélagið. Styrkumsókn til forvarna gegn umferðarslysum.
    BR980709
    Með bréfi dags. 29. júní s.l. leitar Blindrafélagið -samtök blindra og sjónskertra- eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna breytinga á viðvörunarskiltum, sem sett voru upp 1996, við hringveginn með varnaðarorðum til ökumanna um aðgæslu í akstri.
    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 30.000.-
11. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar h.f. Aðalfundur fyrir árið 1997.
    BR980711
    Með bréfi ódags. boðar stjórn Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar h.f. til aðalfundar fyrir árið 1997. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 13. júlí n.k. að Hótel KEA.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð bæjarins á fundinum.

12. Tölvunefnd. Kvörtun vegna persónuupplýsinga.
    BR980710
    Með bréfi dags. 2. júlí s.l. frá Tölvunefnd fer nefndin fram á, f.h. Þóru Steinunnar Gísladóttur, að skráning á umsögn "kennararáðs Barna- og Gagnfræðaskóla Akureyrar" verði afmáð úr skjalaskrám Akureyrarbæjar.
    Bæjarráð fellst á erindi Tölvunefndar.


Fundi slitið kl. 10.30.


Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Kristján Þór Júlíusson


Brynja Björk Pálsdóttir
-fundarritari-