Bæjarráð

2626. fundur 10. september 1998

Bæjarráð 10. september 1998.


2708. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 10. september kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Undirritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum.

Þetta gerðist:

1. Bæjarsjóður. Endurskoðuð áætlun um rekstur 1998.
BR980877
Haldið áfram vinnu við endurskoðun á fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs 1998.
Gengið var frá tillögu til bæjarstjórnar og eru helstu niðurstöðutölur sem hér greinir:
Hækkun:
Tekjur
kr.
75.000
þús.
verða kr.
2.172.050
þús.
Rekstrargjöld
"
86.247
"
" "
1.745.175
"
Gjaldfærð fjárfesting
"
53.546
"
" "
233.491
"
Eignfærð fjárfesting
"
96.500
"
" "
461.655
"
    Auknum útgjöldum umfram tekjur er mætt með lántöku að upphæð kr. 200.000 þús.
    Með endurskoðun þessari hefir bæjarráð afgreitt öll erindi, sem vísað hafði verið til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

    2. Undirbúningsnefnd að stofnun Íbúðalánasjóðs. Óskar upplýsinga um áætlanir Akureyrarbæjar í sambandi við viðbótarlán til íbúðabygginga 1999.
    BR980882
    Með bréfi dags. 28. ágúst 1998 frá undirbúningsnefnd að stofnun Íbúðalánasjóðs er vakin athygli á að við gildistöku laga nr. 44/1998 um húsnæðismál, þann 1. janúar 1999, mun Íbúðalánasjóður taka til starfa. Jafnframt er óskað upplýsinga um áætlanir Akureyrarbæjar varðandi viðbótarlán til íbúðabygginga 1999.
    Bæjarráð vísar liðnum til húsnæðisnefndar.

    3. Samband íslenskra sveitarfélaga. Ályktanir landsþings, kjör í nefndir og skýrsla fráfarandi stjórnar.
    BR980883
    Lagt fram bréf dags. 1. september 1998 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt ályktunum og upplýsingum um kjör í nefndir á XVI. landsþingi sambandsins, sem haldið var á Akureyri 26.- 28. ágúst s.l.
    Einnig fylgir skýrsla fráfarandi stjórnar.

    4. Kjör sálfræðinga hjá Akureyrarbæ.
    BR980500
    Með bréfi dags. 3. september 1998 frá Magneu B. Jónsdóttur, sálfræðingi hjá ráðgjafardeild Akureyrarbæjar er leitað svara við erindi dags. 11. maí s.l. um kjör sálfræðinga hjá Akureyrarbæ. Erindinu var frestað á fundi bæjarráðs 28. maí s.l. og á fundi sínum 18. júní s.l. fól bæjarráð starfsmannastjóra að fara yfir málið og upplýsa um hvernig þessum málum er háttað hjá sambærilegum sveitarfélögum.
    Lögð var fram greinargerð starfsmannastjóra dags. 7. september s.l.
    Bæjarráð vísar liðnum til kjarasamninganefndar.
    5. Reykjavíkurborg. Samvinna M2000 við sveitarfélög.
    BR980887
    Bréf dags. 1. september 1998 frá Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000 (M2000). Stjórn M2000 hefur ákveðið að leita samstarfs við sveitarfélög um allt land um þátttöku þeirra. Samstarfið gæti orðið af ýmsum toga, eftir því sem sveitarfélög óska og hentar á hverjum stað og bent á að hér er kjörið tækifæri til að kynna sveitarfélögin, sérstöðu þeirra, náttúru, atvinnulíf, mannlíf o.fl. Kynningarstarf hefst nú í haust og er svars við erindinu óskað sem allra fyrst.
    Bæjarráð vísar liðnum til aldamótanefndar.

    6. Samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir. Útivistarátak.
    BR980888
    Erindi dags. 2. september 1998 frá samstarfsnefnd Reykjavíkur um afbrota- og fíkniefnavarnir, þar sem farið er fram á samstarf við sveitarfélög um land allt, um sameiginlegt útivistarátak í fjölmiðlum, sem hefst um miðjan september.
    Lagt fram til kynningar

    7. Svavar Sigurðsson. Óskar eftir að Akureyrarbær greiði kostnað vegna ferðar löggæslumanna til Danmerkur.
    BR980889
    Með ódags. bréfi (mótteknu 4. september 1998) fer Svavar Sigurðsson kt.: 190237-2069, þess á leit að Akureyrarbær taki þátt í kostnaði vegna ferðar 2ja löggæslumanna frá Akureyri í starfsþjálfun til dönsku fíkniefnalögreglunnar í Kaupmannahöfn.
    Bæjarráð vísar liðnum til áfengis- og vímuvarnanefndar.

    8. Skref fyrir skref. "Gæði og jafnrétti í ákvarðanatöku á sveitarstjórnunarstigum".
    BR980890
    Í bréfi dags. 4. september 1998 frá Skrefi fyrir skref ehf. segir að verið sé að vinna að umsókn til "European Commission" fjórðu rammaáætlunar í jafnréttismálum fyrir verkefnið "Gæði og jafnrétti í ákvarðanatöku á sveitarstjórnunarstigum". Verkefnið er evrópskt og er m.a. í samvinnu við Svía og Færeyinga.
    Óskað er eftir að Akureyrarbær styrki verkefnið.
    Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000 sem færast til gjalda á lið
    02-6053 og jafnframt að jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar verði tengiliður við verkefnið.

    9. Íþróttafélag heyrnarlausra. Sækir um styrk vegna starfsemi félagsins.
    BR980892
    Með bréfi dags. 6. ágúst 1998 sækir Íþróttafélag heyrnarlausra um styrk frá Akureyrarbæ til starfsemi félagsins.
    Bæjarráð vísar liðnum til íþrótta- og tómstundaráðs.

    10. Myndbær h.f. Fræðslu- og kynningarmynd um söfn.
    BR980893
    Með bréfi dags. 4. september s.l. er Akureyrarbæ boðin ítarleg kynning á söfnum og öðrum menningarstofnunum og útilistaverkum, í fræðslu og kynningarmynd sem sýnd verður í sjónvarpi og víðar.
    Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

    11. Kjararannsóknarnefnd. Niðurstöðutölur launakönnunar fyrir 4. ársfjórðung 1997.
    BR980891
    Lögð fram til kynningar fréttatilkynning nefndarinnar dags. 2. september 1998.
    12. Atvinnuátaksverkefni.
    BR980896
    Erindi dags. 7. september 1998 frá félagsmálastjóra vegna átaksverkefna.
    Nýlega var auglýst eftir umsóknum um styrki til Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna átaksverkefna. Alls bárust 6 umsóknir um styrki sem nema 72 mannmánuðum. Fimm umsækjendanna sækja um mótframlag Akureyrarbæjar fyrir 66 mannmánuðum, alls að upphæð kr. 2.112.000 miðað við að kostnaður við hvern mánuð sé að meðaltali kr. 32.000. Þar af er gert ráð fyrir að kostnaður við mótframlög allt að kr. 672.000 komi til greiðslu á þessu ári.
    Bæjarráð heimilar að ráðist verði í verkefnið.

    13. Drög að breytingum á stjórnskipuriti bæjarins.
    BR980895
    Lagðar voru fram tillögur ásamt greinargerð um breytingar á stjórnkerfi Akureyrarbæjar.
    Meirihluti bæjarráðs samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu og stefnumörkun sem fram kemur í greinargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Oddur Halldórsson sat hjá við afgreiðslu liðarins.


    Fundi slitið kl. 10.53.

    Ásgeir Magnússon
Valgerður Hrólfsdóttir
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

    Heiða Karlsdótti
    -fundarritari-