Bæjarráð

2627. fundur 10. desember 1998

Bæjarráð 10. desember 1998.


2725. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 10. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórum.

Þetta gerðist:

1. Frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar árið 1999.
BR981243
   a) Breytingartillögur bæjarráðs.
    Gengið var frá breytingartillögum við frumvarp að fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs fyrir árið 1999.
    Lagt er til að áætlun um skatttekjur, 060 fasteignaskattur, breytist þannig að tekjur aukist um 10 milljónir króna verði kr. 313.000 þús.
    Bæjarráð leggur til að fjárhagsrammar félagsþjónustu undir málaflokki 02 hækki um 3 milljónir króna, slökkviliðs undir 07 og umhverfisdeildar 11 verði hækkaðir um eina milljón króna hvor. Fjárhagsrammi félagsmála verður því 407 millj. kr., slökkviliðs 45 millj. kr. og umhverfisdeildar samtals 109 millj. kr.
    Á málaflokki 16 rekstur eigna er lagt til að tekjur vegna lóðaleigu verði hækkaðar um 1.530 þús. króna og tekin inn fjárveiting vegna reksturs húsnæðis í Skjaldarvík um sömu fjárhæð. Fjárhagsrammi málaflokksins breytist ekki.
    Skatttekjur bæjarsjóðs verða því 2.250.000 þús. kr. og heildarrekstrargjöld bæjarsjóðs verða 1.857.685 þús. krónur. Mismunur er kr. 357.315 þús. Gjaldfærð fjárfesting nemur 117.350 þús. krónum. Fært á eignabreytingar 239.965 þús. krónur.

   b) Gjaldskrárbreytingar.
    Ekki eru gerðar tillögur um breytingar á gjaldskrám samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Bæjarráð mun taka allar gjaldskrár vegna þjónustu bæjarins til endurskoðunar á næsta ári.

   c) Afgreiðsla starfsáætlana.
    Bæjarráð vísar þeim hluta starfsáætlana nefnda og deilda sem innihalda leiðarljós og markmið til afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Ítrekuð eru eftirfarandi ákvæði í samþykkt um fjárhagsáætlunarferli vegna ársins 1999:
    Nefndir og forstöðumenn vinni áfram með áætlanir einstakra stofnana í samræmi við niðurstöðu fjárhagsáætlunar.
    Heimilt er:
    Að færa útgjöld milli rekstrarliða innan málaflokksins, að bundnum liðum frátöldum.
    Að ákveða tilhögun starfsmannahalds, m.a. ráðningar og tilfærslu milli starfa.
    Að gera þjónustusamninga um einstaka verkþætti og bjóða þá út í samvinnu við fjármálasvið.
    Heimildir takmarkast af:
    Lögum og samþykktum sem gilda um málaflokkinn.
    Samþykktum bæjarstjórnar um almenn markmið starfseminnar.
    Útgjaldaramma og starfsáætlun sem bæjarstjórn hefur samþykkt.
    Gildandi kjarasamningum, samningum um ráðningarkjör, reglum um réttindi og skyldur starfsmanna og starfsmannastefnu Akureyrarbæjar.

   d) Starfsáætlun atvinnumálanefndar.
    Atvinnumálanefnd hefur ekki sent bæjarráði starfsáætlun vegna ársins 1999. Í greinargerð nefndarinnar til bæjarráðs frá 30. október s.l. eru ástæður þess skýrðar. Atvinnumálanefnd vinnur nú að stefnumótun í atvinnumálum fyrir Akureyri og munu niðurstöður fyrsta áfanga verkefnisins liggja fyrir í janúar n.k. Niðurstöður stefnumótunar eru forsenda starfsáætlunar hennar og nauðsynlegt er að þær liggi fyrir áður en starfsáætlun atvinnumálanefndar er lögð fram.

   e) Heilsugæslustöðin á Akureyri.
    Ljóst er að engar forsendur eru fyrir breytingum á þjónustu Heilsugæslustöðvarinnar. Fjárframlög ríkisins fyrir árið 1999 ásamt sértekjum duga ekki fyrir óbreyttum rekstri stöðvarinnar. Sú upphæð sem á vantar nemur samtals kr. 5.134 þús. og er ekki tekin inn í fjárhagsáætlun bæjarins.
    Bæjarráð gerir ráð fyrir að ríkið hækki framlög sín sem þessari upphæð nemur.

   f) Húseignir í Skjaldarvík.
    Þar sem rekstur dvalarheimilisins í Skjaldarvík hefur verið lagður niður, samþykkir bæjarráð að færa rekstur fasteigna í Skjaldarvík af rekstri félagsþjónustu á málaflokk 16, rekstur eigna.

   g) Slökkvilið Akureyrar .
    Ekki er gert ráð fyrir ráðningu í ný störf hjá slökkviliði Akureyrarbæjar fyrstu þrjá mánuði ársins 1999.
    Bæjarráð samþykkir að fram fari endurskoðun á vakta- og vinnutíma- fyrirkomulagi slökkviliðsmanna áður en til nýráðningar kemur.

   h) Kaup á vörum og þjónustu.
    Ítrekuð er sú meginstefna að tilboða sé leitað í framkvæmdir og kaup á vörum og þjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Ávallt skal leitað tilboða þegar áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður verði hærri en 500 þús. kr.

   i) Fyrirvari vegna breytinga á stjórnsýslu og starfsháttum.
    Fjárhagsáætlun bæjarins er sett fram með þeim fyrirvara að unnið er að breytingum á stjórnsýslu og starfsháttum í bæjarkerfinu. Niðurstaða þeirrar vinnu getur leitt til breytinga á fjárhagsáætluninni, uppsetningu hennar svo og tilfærslna milli liða.
   j) Eignfærð fjárfesting:
   Þús. kr.
   02 FÉLAGSMÁL
   Leikskóli við Iðavöll
   6.000
   Leiguíbúðir
   10.000
   Þjónustuíbúðir Eiðsvallagötu
   32.000
   04 FRÆÐSLUMÁL
   Síðuskóli
   72.000
   Lundarskóli
   114.000
   Framhaldsskólar
   28.500
   05 MENNINGARMÁL
   Amtsbókasafn
   8.500
   Gilfélag, samningur
   3.100
   Gilfélag, Ketilhús
   10.000
   06 ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAMÁL
   Sundlaug Akureyrar
   80.000
   Skautahús
   60.000
   Framlag til VMÍ
   35.000
   07 BRUNAMÁL OG ALMANNAVARNIR
   Slökkvibíll
   21.000
   12 HEILBRIGÐISMÁL
   Heilsugæslustöð
   14.500
   FSA
   8.000
   16 REKSTUR EIGNA
   Ráðhús
   25.000
   19 VÉLASJÓÐUR
   Vélamiðstöð
   5.000
   Umhverfisdeild bifreiðar og vinnuvélar
   3.000
   Samtals eignfærð fjárfesting
   535.600
   k)
   Gjaldfærð fjárfesting:
   01 YFIRSTJÓRN BÆJARINS
   Óskipt
   12.000
   02 FÉLAGSMÁL
   Öldrunarmál
   7.000
   Leikskólar
   6.000
   Framkvæmdasjóður fatlaðra
   -36.000
   Framkvæmdasjóður fatlaðra
   7.000
   04 FRÆÐSLUMÁL
   Grunnskólar, ríkisframlag
   -32.000
   Grunnskólar, óskipt
   15.000
   Flutningur lausra kennslustofa
   3.000
   Tónlistarskóli
   1.000
   05 MENNINGARMÁL
   Óskipt
   2.000
   Minjasafnið
   6.500
   06 ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDAMÁL
   Búnaður og viðhald íþróttamannvirkja
   10.000
   07 BRUNAMÁL OG ALMANNAVARNIR
   Búnaður
   1.000
   Snjóbíll, styrkur björgunarsveitir
   1.500
   08 HREINLÆTISMÁL
   Sorpeyðing Eyjafjarðar b.s.
   800
   09 SKIPULAGS- OG BYGGINGAMÁL
   Byggingafulltrúi, tölvubúnaður
   300
   Eignakaup vegna skipulags
   25.000
    10 GÖTUR, HOLRÆSI OG UMFERÐARMÁL
    Skrifstofa bæjarverkfræðings
    400
    Gatnagerðagjöld
    -70.000
    Ríkisframlag v. fráveitu
    -5.000
    Gatnaframkvæmdir
    Endurbygging gatna
    12.700
    Nýbygging gatna
    65.500
    Malbikun gatna
    7.000
    Gangstéttar og stígar
    9.000
    Fráveituframkvæmdir
    45.000
    11 UMHVERFISMÁL
    Græn svæði nýframkvæmdir
    15.000
    12 HEILBRIGÐISMÁL
    FSA
    5.000
    16 REKSTUR EIGNA
    Byggingadeild, tölvubúnaður
    450
    22 STRÆTISVAGNAR
    Ósundurliðað
    2.200
    Samtals gjaldfærð fjárfesting
    117.350
    Samtals eign- og gjaldfært
    652.950
      Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum breytingartillögum til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.
      Bæjarráð lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar, sem borist hafa frá nefndum og utanaðkomandi aðilum og vísað hefir verið til gerðar fjárhagsáætlunar.
      2. Frumvörp að fjárhagsáætlunum Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar og Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri.
      Frumvörpum að fjárhagsáætlunum Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar og Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri vísar bæjarráð óbreyttum til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

      3. Starfshópur vegna uppbyggingar "matvælagarðs" við Háskólann á Akureyri.
      BR981282
      Til viðræðu við bæjarráð mættu formaður starfshópsins Kristján Skarphéðinsson frá Sjávarútvegsráðuneytinu, Jóhann Örlygsson frá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri.

      4. Reynsluverkefnanefnd. Fundargerð dags. 8. desember 1998.
      BR981294
      Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga hefur óskað eftir svari Akureyrarbæjar um framhald reynslusveitarfélagsverkefna.
      Lögð var fram tillaga að svari frá reynsluverkefnanefnd Akureyrarbæjar.
      Bæjarráð er sammála umsögn nefndarinnar.
      5. Sjóvá-Almennar tryggingar h.f. Samningur um vátryggingaviðskipti.
      BR981293
      Lögð voru fram til kynningar drög að samningi um vátryggingaviðskipti við Sjóvá-Almennar tryggingar h.f.

      6. Veðurstofa Íslands. Heimsþing Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um sjóveðurfræði á Íslandi árið 2001.
      BR981286
      Erindi dags. 4. desember 1998 frá Veðurstofu Íslands varðandi heimsþing Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um sjóveðurfræði á Íslandi ári 2001.
      Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum um að heimsþing Alþjóðaverðurfræði-stofnunarinnar um sjóveðurfræði verði haldið á Akureyri og felur bæjarstjóra að vinna að málinu til þess að svo megi verða í samvinnu við hagsmunaaðila.

      7. Kaupfélag Eyfirðinga. Óskar eftir að Brauðgerð Kr. Jónssonar verði heimilað að yfirtaka leigusamning sem gerður var við Brauðgerð KEA.
      BR981269
      Með bréfi dags. 2. desember s.l. óskar Kaupfélag Eyfirðinga eftir því að Akureyrarbær heimili að Brauðgerð Kr. Jónssonar h.f. yfirtaki réttindi og skyldur leigutaka samkvæmt leigusamningi dags. 4. júní 1991 milli Akureyrarbæjar og Kaupfélags Eyfirðinga.
      Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að Brauðgerð Kr. Jónssonar h.f. leigi umrætt húsnæði og felur bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi.

      8. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 7. desember 1998.
      BR981290
      Fundargerðin er í 5 liðum.
      Bæjarráð vísar 1. lið til skipulagsnefndar.
      Bæjarráð vísar 2. lið til áfengis- og vímuvarnanefndar.
      Bæjarráð vísar 3. lið til framkvæmdanefndar.
      5. liður: Stefnt er að því að taka málið upp í bæjarráði við fyrstu hentugleika.

      9. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 4. desember 1998.
      BR981280
      Fundargerðin er í 3 liðum.
      Bæjarráð samþykkir framkomnar breytingatillögur stjórnar veitustofnana að fjárhagsáætlunum veitna fyrir árið 1999.
      Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun Hita- og vatnsveitu Akureyrar ásamt fjárhagsáætlun Rafveitu Akureyrar svo breyttum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

      10. Lög um mælingu og skrásetningu lóða og landa í lögsagnarumdæmi Akureyrar.
      BR981245
      Lögð fram greinargerð dags. 25. nóvember s.l. frá Friðleifi Inga Brynjarssyni, tæknideild Akureyrarbæjar varðandi 1. mgr. 7. gr. laga nr. 16/1951 um mælingu og skrásetningu lóða og landa í lögsagnarumdæmi Akureyrar og þess farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar að hún beiti sér fyrir því að áðurnefnd málsgrein verði felld úr gildi. Vísað er til nýrra starfshátta.
      Bæjarráð samþykkir framkomna verklagsbreytingu og felur bréfritara og bæjarlögmanni að ganga frá málinu.
    11. Fasteignamat ríkisins. Gjaldstofn til útreiknings fasteignaskatts.
      BR981267
      Bréf dags. 1. desember 1998 frá Fasteignamati ríkisins þar sem greint er frá að framreikningi sé lokið þetta árið samkvæmt ákvörðun um framreiknistuðla frá Yfirfasteignamatsnefnd.
      Heildargjaldstofn á Akureyri er nú kr. 58.109.166 þús. og hefur breyst um 7,87% frá s.l. ári.
      Einnig kemur fram í bréfinu að umræðu um stöðu endurmats einstakra sveitarfélaga hefur verið fram haldið að undanförnu og kemur fram að búið er að endurmeta 94,22% allra mannvirkja á Akureyri.

      12. Félag íslenskra leikskólakennara. Lífeyrismál starfsmanna sveitarfélaga.
      BR981272
      Lagt fram erindi dags. 1. desember 1998 frá Félagi íslenskra leikskólakennara varðandi lífeyrismál félagsmanna.
      Bæjarráð bendir á að unnið er að endurskoðun á lífeyrismálum starfsmanna Akureyrarbæjar.

      13. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Kynningar- og umræðufundur um skólaþjónustu 14. desember 1998.
      BR981291
      Með bréfi dags. 25. nóvember 1998 frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri er boðað til kynningar- og umræðufundar þann 14. desember n.k. kl. 14.00 til 16.00 í húsnæði Háskólans við Þingvallastræti (1. hæð) um sérfræðiþjónustu skóla og skólatengda þjónustu.

      14. Samband íslenskra sveitarfélaga. Samkomulag um að mat á námskeiðum og framhaldsnámi leikskólakennara fari fram hjá sveitarfélögunum.
      BR981285
      Með bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 1. desember 1998 fylgir samkomulag sem Launanefnd sveitarfélaga hefur gert við Félag íslenskra leikskólakennara um að mat á námskeiðum og framhaldsnámi leikskólakennara fari fram hjá sveitarfélögunum, en ekki samstarfsnefnd eins og grein 10.2 í kjarasamningi aðila gerir ráð fyrir. Einnig eru tilgreindar í bréfinu vinnureglur sem viðhafðar eru við mat á námskeiðum.

      15. Örn Þórsson. Snjómokstur á Akureyri.
      BR981274
      Erindi dags. 11. nóvember s.l. frá Erni Þórssyni þar sem hann veltir upp hugmyndum varðandi snjómokstur á fjölfarnari götum bæjarins og óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld.
      Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdanefndar.

      16. Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar.
      BR980929
      Lögð var fram að nýju tillaga að jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar eins og hún liggur nú fyrir frá samstarfshópi bæjarráðs og jafnréttisnefndar. Auk þess liggur fyrir viðbótartillaga frá fulltrúum jafnréttisnefndar.
      Bæjarráð vísar áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
      17. Önnur mál.
      BR981287
       a) Erindi Jakobs Björnssonar vegna fjárstuðnings við KA í Evrópukeppni í handknattleik.
       Bæjarráð frestar afgreiðslu.

      Fundi slitið kl. 11.55.
       Ásgeir Magnússon
     Sigurður J. Sigurðsson
     Jakob Björnsson
     Vilborg Gunnarsdóttir
     Oddur H. Halldórsson
       Kristján Þór Júlíusson

       Heiða Karlsdóttir
       -fundarritari-