Bæjarráð

2629. fundur 08. október 1998

Bæjarráð 8. október 1998.


2712. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 8. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og einnig félagsmálastjóra og fjármálastjóra að hluta.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 1. október 1998.
BR981007
Fundargerðin er í 3 liðum.
2. liður: Bæjarráð samþykkir að boða Sigrúnu Stefánsdóttur og Hinrik Þórhallsson á næsta fund bæjarráðs.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

2. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 1. október 1998.
BR981008
Fundargerðin er í 5 liðum.
5. liður: Bréf Hafnasamlags Norðurlands dags. 30. september 1998 vegna Sanavallar. Þar segir að frá desember 1998 verði völlurinn ekki lengur til afnota fyrir íþróttafélög í bænum vegna samþykktar Hafnasamlagsins að framkvæmdaáætlun fyrir Vesturbakka Fiskihafnar. Íþrótta- og tómstundaráð fól íþrótta- og tómstundafulltrúa að láta skoða kostnað vegna úrbóta á malarsvæðum KA og Þórs. Íþrótta- og tómstundaráð óskar aðstoðar bæjarráðs við úrlausn þessa máls.
Við umræður á fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt úttekt Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen h.f. varðandi endurbætur á malarvöllum á íþróttasvæðum KA og Þórs.
Bæjarráð lítur svo á að framkvæmdir rúmist innan fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundaráðs og felur því að annast um verkið.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

3. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 5. október 1998.
BR981009
Fundargerðin er í 6 liðum.
5. liður: Félagsmálaráð óskar heimildar bæjarráðs til að færa fjárveitingar á milli deilda innan öldrunarþjónustunnar.
Bæjarráð samþykkir liðinn.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

4. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 29. september 1998.
BR981001
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.

5. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Aðlögunarnefndir.
BR980999
Lagt fram samkomulag aðlögunarnefndar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri og Starfsmannafélags Akureyrarbæjar og samkomulag aðlögunarnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og Akureyrarbæjar v/Heilsugæslustöðvar hins vegar.
Þórarinn B. Jónsson formaður kjarasamninganefndar, Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar og Valgerður Magnúsdóttir félagsmála-stjóri mættu á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela kjarasamninganefnd að móta starfsreglur í samráði við deildarstjóra viðkomandi stofnana vegna áframhaldandi vinnu við
innröðun.

6. Leikarafélag Íslands 3. deild. Ályktun.
BR980991
Lögð fram ályktun, ódags., móttekin 30. september 1998 frá 3. deild Leikarafélags Íslands vegna fækkunar fastráðinna leikara hjá Leikfélagi Akureyrar.
Bæjarstjóri mun svara erindinu.

7. Vegagerðin. Samráðshópur um endurbyggingu vegar um Lágheiði.
BR980915
Með erindi dags. 29. september 1998 frá Vegagerðinni er bæjarráð beðið að endurskoða afstöðu sína til tilnefningar í samráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði.
Þar sem upplýst er að vinnuhópurinn á m.a. að fjalla um jarðgangagerð á svæðinu samþykkir bæjarráð að tilnefna Odd H. Halldórsson fulltrúa sinn í hópinn.

8. Húsnæðisstofnun ríkisins. Uppsögn samnings Húsnæðisstofnunar og Akureyrarbæjar um starfrækslu Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri.
BR980993
Með bréfi dags. 30. september 1998 segir Húsnæðisstofnun ríkisins upp samningi við Akureyrarbæ um starfrækslu Húsnæðisskrifstofunnar á Akureyri, en
Húsnæðisstofnun verður lögð niður um áramótin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við undirbúningsnefnd um stofnun Íbúðalánasjóð um starfsemi á Akureyri.

9. Fjárhagsáætlun 1999.
BR980987
Lögð var fram greinargerð til bæjarráðs um fjárhagsáætlunarferlið vegna ársins 1999.
Að loknum umræðum var greinargerðin ásamt leikreglum samþykkt, að teknu tilliti til athugasemda bæjarfulltrúa.
Ennfremur voru lögð fram og rædd fyrstu drög að ramma fyrir fjárhagsáætlun bæjarsjóðs á næsta ári.


Fundi slitið kl.11.02.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-