Bæjarráð

2628. fundur 11. mars 1998

Bæjarráð 11. mars 1998.


2686. fundur.

Ár 1998, miðvikudaginn 11. mars kl. 16.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Fundinn sátu neðanritaðir bæjarráðsmenn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjar-verkfræðingi, fræðslumálastjóra og hagsýslustjóra.

Þetta gerðist:

1. Frumvarp að þriggja ára áætlun 1999-2001.
BR980126
Unnið var að endurskoðun á frumvarpi að þriggja ára áætlun Bæjarsjóðs um rekstur, fjármál og framkvæmdir fyrir árin 1999-2001.

2. Minjasafnið. Yfirlit yfir fjárhagsstöðu og áætlanir.
BR980242
Lagt var fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu og áætlanir Minjasafnsins á Akureyri árin 1996-2000, sem fræðslumálastjóri og forstöðumaður safnsins hafa tekið saman, og dags. er 11. mars.
Samkvæmt yfirlitinu er gert ráð fyrir framkvæmdum við nýja grunnsýningu og innréttingar á geymslum á árunum 1998-2000 samtals að upphæð kr. 19.250.000, sem knýr á aukin framlög frá eigendum safnsins.
Bæjarráð lítur svo á að nauðsynlegt sé að ráðast í fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu 2-3 árum og felur fræðslumálastjóra að ræða við meðeigendur Akureyrarbæjar að safninu um fjármögnun framkvæmdanna.

3. Starfsbreytingar hjá fjárreiðudeild bæjarskrifstofu.
BR980205
Með bréfi dags. 26. febrúar segir Nadine Guðrún Thorlacius starfsmaður í fjárreiðudeild upp starfi sínu með tilskildum uppsagnarfresti frá 1. mars að telja.
Jafnframt var kynnt beiðni frá Maríu Guðmundsdóttur ritara hjá Lundarskóla um tilfærslu í starfi.
Samþykkt var að verða við beiðni Maríu og veita henni hið lausa starf í fjárreiðudeild.

4. Afskrift leikskólagjalda.
BR980234
Með bréfi frá leikskólafulltrúa dags. 5. mars er óskað eftir að felld verði niður leikskólagjöld að upphæð kr. 113.932 auk dráttarvaxta, en innheimtuaðgerðir lögmanns hafa reynst árangurslausar og upphæðin talin töpuð.
Bæjarráð fellst á afskrift gjaldanna.

Fundi slitið kl. 18.15.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -