Bæjarráð

2630. fundur 12. febrúar 1998

Bæjarráð 12. febrúar 1998.


2681. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 9. febrúar, 2. og 7. liður.
BR980146
2. liður: Bæjarráð tekur undir það sjónarmið, sem fram kemur í greinargerð fræðslumálastjóra og verkefnisstjóra, og leggur áherslu á að niðurstaða í samningaviðræðum við Menntamálaráðuneytið liggi fyrir eigi síðar en 1. apríl n.k.
7. liður: Á fund bæjarráðs kom nýráðinn forstöðumaður Minjasafnsins, Guðrún Kristinsdóttir. Hún lagði fram greinargerð um stöðu Minjasafnsins og ræddi við bæjarráð um málefni þess.
Bæjarráð vísar fjárveitingabeiðnum safnsins til gerðar 3ja ára áætlunar fyrir árin 1999-2001.

2. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 3. febrúar, 4. og 5. liður.
BR980114
4. liður: Bæjarráð samþykkir liðinn.
5. liður: Með vísan til afstöðu atvinnumálanefndar og markaðssetningar á framleiðsluvörum Skugga ehf. erlendis samþykkir bæjarráð tillögu nefndarinnar.
Bæjarráðsmaður Oddur H. Halldórsson sat hjá við afgreiðslu liðarins.

3. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 9. febrúar.
BR980145
Í fundargerðinni er greint frá þremur viðtölum.
1. lið vísar bæjarráð til félagsmálaráðs.
2. lið vísar bæjarráð til umhverfisnefndar.
3. lið vísar bæjarráð til byggingafulltrúa og felur honum að ræða við viðmælanda bæjarfulltrúanna.

4. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar dags. 16. janúar.
BR980127
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða viðhorfskönnunar.
BR980110
Með bréfi dags. 29. janúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er kynnt niðurstaða viðhorfskönnunar um samningagerð við grunnskólakennara., sem gerð var á launamálaráðstefnu Sambandsins 8. nóvember s.l.

6. Öryggisverðir. Öryggisnefnd. Skipun fulltrúa til 2ja ára.
BR980131
Lögð var fram tillaga frá starfsmannastjóra um skipun 17 öryggisvarða hjá stofnunum bæjarins og 4 manna í öryggisnefnd, sbr. ákvæði í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum .
Skipunin gildir í 2 ár frá 1. mars 1998 að telja.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

7. Náttúrulækningafélag Íslands. Viljayfirlýsing um leigu á Kjarnalundi.
BR980132
Lögð var fram viljayfirlýsing dags. 7. febrúar undirrituð af Gunnlaugi K. Jónssyni f.h. NLFÍ og Jakobi Björnssyni og Sigurði J. Sigurðssyni f.h. Akureyrarbæjar um gerð samnings um leigu Akureyrarbæjar á fasteign NLFÍ, Kjarnalundi, til þess að reka þar þjónustustarfsemi fyrir aldraða. Gert er ráð fyrir að leigutími hefjist 1. október 1998 og er til 6 ára með forleigurétti til tveggja ára til viðbótar.
Bæjarráð lýsir samþykki sínu við viljayfirlýsinguna.

8. Slippstöðin h.f. Stuðningur bæjarráðs við smíði varðskips innanlands.
BR980143
Lagt var fram bréf dags. 5. febrúar frá Slippstöðinni h.f. Í bréfinu er greint frá því að á vegum opinberra aðila sé fyrirhuguð smíði varðskips og smíðanefnd hafi verið skipuð.
Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í skipaþjónustu hafa hafið baráttu fyrir því að varðskipið verði smíðað innanlands, en ekki farið í alþjóðlegt útboð um smíðina.
Rökin eru fyrst og fremst þau að allsstaðar í nágrannalöndum er litið á slíkar skipasmíðar sem hernaðarleynd og heimaaðilum gefinn forgangur að slíkum smíðum. Slík ákvörðun stuðlar einnig að því að halda við og efla málm- og skipaiðnað landsins.
Verði skipið smíðað hérlendis eru allar líkur á að hlutur Slippstöðvarinnar yrði umtalsverður í verkinu, þar sem fyrirtækið er stærsta innlenda fyrirtækið í skipa-þjónustu . Í bréfinu er leitað liðsinnis bæjarstjórnar við að afla þessu sjónarmiði fylgis.
Bæjarráð Akureyrar tekur heilshugar undir sjónarmið það sem fram kemur í bréfinu og skorar á ríkisstjórnina að sjá til þess að smíði varðskips verði verkefni íslenskra skipasmíðastöðva. Sérstaklega skal bent á að hér gæti verið um að ræða gríðarlegt hagsmunamál fyrir Slippstöðina og Akureyrarbæ, sem eins og fleiri byggðir út um landið á í vök að verjast þegar horft er til mikillar fjárfestingar á suðvestur horni landsins og vaxandi fólksflutninga þangað.

9. Strandgata 11. Eignarlóð boðin til kaups.
BR980105
Með bréfi dags. 31. janúar fer Sigurður Eiríksson hdl. þess á leit f.h. Ólafar Halblaub, að Akureyrarbær taki upp viðræður við þau um kaup á eignarlóð hennar að Strandgötu 11.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að eiga viðræður um lóðarkaupin.

10. Félag pípulagningameistara. Styrkbeiðni.
BR980133
Með bréfi dags. í febrúar 1998 er leitað eftir fjárhagslegum stuðningi Akureyrarbæjar til útgáfu á afmælisriti í tilefni af 70 ára afmæli félagsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11. Þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Bæjarsjóðs árin 1999-2001.
BR980126
Á fundinn kom hagsýslustjóri og lagði fram frekari gögn viðvíkjandi gerð 3ja ára áætlunar og fór yfir þau og skýrði fyrir bæjarráðsmönnum.


Fundi slitið kl. 12.00.

Jakob Björnsson
Oddur H. Halldórsson
Heimir Ingimarsson
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -