Bæjarráð

2631. fundur 12. mars 1998

Bæjarráð 12. mars 1998.


2687. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 12. mars kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjar-verkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Skólanefnd. Fundargerð dags. 4. mars, liðir 1.1 og 1.4.
BR980239
Liður 1.1.: Bæjarráð samþykkir liðinn.
Liður 1.4.: Bæjarráð samþykkir liðinn. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að skólanefnd í samráði við fræðslumálastjóra og starfsmannastjóra móti ákveðnar viðmiðunarreglur um skipun kennara og skólastjóra í stöður og um veitingu launalausra leyfa til þeirra.

2. Skólanefnd Tónlistarskólans. Fundargerð dags. 10. mars, 1., 2. og 3. liður.
BR980240, BR980267 og BR980268
1. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að bókunin verði send skólanefnd grunnskólanna.
2. liður: Bæjarráð samþykkir samninginn. Bæjarráð felur fræðslumálastjóra og skólastjóra Tónlistarskólans að kanna möguleika þess að bjóða 2. árs
nemum í kennaradeild Háskólans upp á tónlistarkennslu þegar á næsta skólaári.
3. liður: Bæjarráð leggur til að skólagjöld nemenda til og með 20 ára aldurs hækki um 8,3%, skólagjöld 21 árs og eldri hækki um 20% og skólagjöld fyrir 4.
barn foreldra falli niður.
  3. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 9. mars, 5. liður.
  BR980241 og BR980255
  Bæjarráð samþykkir liðinn.
   4. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 27. febrúar, 3. liður.
    BR980238 og BR980269
    3. liður: Samningurinn var lagður fram í bæjarráði til kynningar.
   5. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 5. mars, 2. liður.
   BR980232 og BR980224
   2. liður: Lögð var fram í bæjarráði greinargerð um rekstur húsnæðisskrifstofunnar á árinu 1997 ásamt rekstrarreikningi ársins.
   Greinargerðin fylgir fundargerð þessari til bæjarfulltrúa.
    6. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 27. febrúar, 1. liður.
    BR980233 og BR980271
    Til umfjöllunar er beiðni frá Samiðn um heildarkjarasamning vegna starfsmanna bæjarins, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Samiðnar. Meðfylgjandi er greinargerð, sem bæjarlögmaður og starfsmannastjóri hafa tekið saman um málið.
    Á fund bæjarráðs komu fulltrúar frá kjarasamninganefnd Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Þórarinn B. Jónsson ásamt starfsmannastjóra til viðræðu um erindið.

    7. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 9. mars.
    BR980236
    Í fundargerðinni er greint frá 5 viðtölum.
    1. lið vísar bæjarráð til skólanefndar.

    8. Reynsluverkefni. Tveir ólíkir kjarasamningar við starfsmenn.
    BR980235
    Á fundi bæjarráðs 11. desember s.l var vísað til félagsmálastjóra og starfsmannastjóra bókun, sem gerð var í kjaranefnd 3. desember um þann vanda, sem komið hefir upp í sambandi við það starfsfólk reynsluverkefna, sem vinnur við sömu störf, en tekur laun samkvæmt tveimur ólíkum kjarasamningum Vlf. Einingar annars vegar við Akureyrarbæ en hins vegar við ríkið.
    Fram var lagt bréf dags. 9. mars frá félagsmálastjóra og starfsmannastjóra, þar sem gerð er grein fyrir málinu og þeim möguleikum, sem virðast í stöðunni.
    Bæjarráð tekur undir þá ábendingu, sem fram kemur í lið b) í bréfinu, að teknar verði upp viðræður við ríkisvaldið um breytingu á samningi um greiðslu kostnaðar svo unnt verði að samræma umrædda kjarasamninga.

    9. Frumvarp til laga um þjóðlendur. Umsagnar óskað.
    BR980175
    Með bréfi dags. 16. febrúar frá allsherjarnefnd Alþingis er óskað umsagnar bæjarstjórnar um frumvarp til laga um þjóðlendur, 367. mál.
    Á fundinn kom bæjarlögmaður og gerði grein fyrir athugun, sem hann hefir gert á frumvarpinu.
    Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

    10. Niðurrif húsa.
    BR980192
    Samkvæmt tillögu bæjarverkfræðings samþykkir bæjarráð að fasteignin Lækjargata 6 verði rifin. Jafnframt ítrekar bæjarráð ákvörðun sína frá 18. desember s.l. um niðurrif fasteignarinnar nr. 103 við Hafnarstræti.
    Ákvörðun þessi byggir á því að forsendur þær sem lágu til grundvallar gildandi skipulagi, sem gerir ráð fyrir að framangreindar eignir verði rifnar, hafi ekki breyst í grundvallaratriðum og því sé ekki ástæða til þess að endurskoða skipulagið að þessu leyti.
    Bæjarráðsmaður Sigríður Stefánsdóttir sat hjá við þessa afgreiðslu, en tók fram að afstaða hennar mun koma fram á bæjarstjórnarfundi.

    11. Frumvarp að reglugerð fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar.
    BR980149
    Tekið var fyrir frumvarp að reglugerð fyrir Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og annarrar umræðu á fundi sínum 3. mars s.l.
    Bæjarráð tók til endurskoðunar breytingartillögur við frumvarpið, sem fram komu í fundargerð 26. febrúar og leggur til að þær verði þannig:
    1. gr. Heiti veitunnar verði ritað þannig: Hita- og vatnsveita Akureyrar.
    4. gr. Síðasta málsgrein orðist svo:
    Rétt til setu á fundum veitustjórnar með málfrelsi og tillögurétti hafa sviðsstjóri tækni-, umhverfis- og veitusviðs og veitustjóri, sbr. 6. grein.
    7. gr. HVA skal hafa sjálfstæðan fjárhag og sjálfstætt reikningshald. Reikningsár HVA er almanaksárið og skulu reikningar hennar vera hluti af
    samstæðu- reikningi Akureyrarbæjar og vera áritaðir af endurskoðendum Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.
    Tekjum HVA skal varið til að standa straum af nauðsynlegum rekstri og stofnkostnaði, þannig að tryggður sé öruggur rekstur veitunnar, svo og til
    greiðslu afborgana og vaxta af skuldum hennar vegna stofnkostnaðar. Ráðstöfun hagnaðar eða jöfnun taps skal ákveðin af bæjarstjórn að fengnum tillögum
    veitustjórnar.
    11. gr. Í 2. mgr. falli niður orðin "lengri eða" í setningu sem byrjar þannig: "Þurfi að takmarka notkun á heitu vatni o.s.frv.".

    Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindum breytingartillögum til bæjar-stjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

    12. Kjarnalundur. Leigusamningur
    BR980243
    Kynnt voru drög að samningi milli Náttúrulækningafélags Íslands og Akureyrarbæjar um leigu á fasteigninni Kjarnalundi.
    Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

    13. Frumvarp að þriggja ára áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir Bæjarsjóðs árin 1999-2001.
    BR980126
    Tekið var fyrir frumvarp að þriggja ára áætlun Bæjarsjóðs fyrir árin 1999-2001, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs og síðari umræðu.
    Við fyrri umræðu í bæjarstjórn var áætlunin lögð fram með óskiptri fjárveitingu til gjald- og eignfærðrar fjárfestingar kr. 400 milljónir nettó á ári. Þessar upphæðir eru enn að mestum hluta óskiptar en hér fyrir neðan er gerð grein fyrir nauðsynlegum fjárveitingum til verkefna sem þegar er byrjað á eða bæjarstjórn hefur tekið ákvarðanir um.
    Ljóst er að þessi framsetning markast af því að skammt er til bæjarstjórnarkosninga og áherslur varðandi skiptingu framkvæmdafjárins eru mismunandi milli hinna pólitísku flokka. Því bíður það nýrrar bæjarstjórnar að skipta framkvæmdafénu innan þess ramma, sem áætlunin markar.

    1999
    2000
    2001
    Síðuskóli
    72.000
    Endurgreiðslur
    -14.000
    Framhaldsskólar
    29.000
    29.000
    29.000
    Sundlaug Akureyrar
    60.000
    Vetraríþróttamiðstöð
    0
    35.000
    35.000
    Heilsugæslustöð
    30.000
    25.000
    25.000
    Endurgreiðslur
    -26.000
    -22.000
    -22.000
    Fjórðungssjúkrahúsið
    7.000
    7.000
    7.000
    Gilfélagið, samningur
    3.000
    Samtals:
    161.000
    74.000
    74.000
    Óskipt
    239.000
    326.000
    326.000
    Alls:
    400.000
    400.000
    400.000       Bæjarráð vísar frumvarpinu ásamt framangreindri skiptingu framkvæmdafjár til 2. umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

       Fundi slitið kl. 12.10.

       Jakob Björnsson
       Þórarinn E. Sveinsson
       Sigríður Stefánsdóttir
       Ásta Sigurðardóttir
       Sigurður J. Sigurðsson
       Gísli Bragi Hjartarson

    Valgarður Baldvinsson
       - fundarritari -