Bæjarráð

2633. fundur 08. janúar 1998

Bæjarráð 8. janúar 1998.


2676. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 8. janúar kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Jóla- og nýárskveðjur.
Erindi nr. 12/1998.
Lesnar voru jóla- og nýárskveðjur, sem bæjarstjóra og bæjarstjórn hafa borist.

2. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 17. desember, 4. og 8. liður.
Erindi nr. 1369/1997.
4. liður: Bæjarráð samþykkir liðinn. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar sem og aðrir slíkir samningar, er kunna að vera gerðir.
8. liður: Bæjarráð samþykkir liðinn.

3. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 17. desember, 1. og 2. liður.
Erindi nr. 1370/1997.
Bæjarráð samþykkir báða liðina.

4. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 18. desember, 1. liður.
Erindi nr. 1371/1997.
Bæjarráð samþykkir liðinn.

5. Krossanes h.f. Starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju.
Erindi nr. 4/1998.
Lögð voru fram afrit af erindum, sem farið hafa á milli Krossaness h.f. og Hollustuverndar ríkisins um endurnýjun á starfsleyfi fyrir Krossanesverksmiðjuna, en leyfið rann út nú um áramótin. Krossanes h.f. hefir sótt um að nýtt starfsleyfi verði gefið út til fjögurra ára og jafnframt verði heimiluð aukning á afkastagetu verksmiðjunnar úr 550 tonnum í 750 tonn af hráefni á sólarhring.
Í drögum að nýju starfsleyfi hafnar Hollustuvernd óskum umsækjanda um aukin afköst verksmiðjunnar og gerir ráð fyrir að starfsleyfið gildi til ársloka 1998, þar sem reynsla verði að fást af nýjum mengunarvarnabúnaði í verksmiðjunni.
Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa leitað eftir stuðningi bæjarstjórnar við umsókn um stækkunina.
Á fundinn kom framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar til viðræðu við bæjarráð um málið og kynnti umsögn heilbrigðisnefndar um starfsleyfisdrögin.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið, sem fram koma í umsögn heilbrigðisnefndar um stækkun verksmiðjunnar, sbr. bréf dags. 5. janúar, og mælir með að gefið verði út leyfi til að auka afkastagetu hennar í tilraunaskyni á þessu ári.
Bæjarstjóra er falið að koma þessum sjónarmiðum bæjarráðs á framfæri við Hollustuvernd ríkisins.

6. Kaupvangsstræti 23. Tillaga um sölu á húsnæði "Deiglunnar".
Erindi nr. 1372/1997.
Tekin var fyrir tillaga, sem fram kom á bæjarstjórnarfundi 16. desember s.l. í sambandi við umfjöllun um fundargerð menningarmálanefndar. Í tillögunni
menningarmálanefnd verði falið að leita eftir sölu á húsnæði bæjarins í Kaupvangsstræti 23 , "Deiglunni", til starfsemi á sviði menningarmála.
Tillögunni vísaði bæjarstjórn til bæjarráðs.
Bæjarráð óskar umfjöllunar menningarmálanefndar um tillöguna.

7. Leikskólar og skólavistun. Tillaga um systkinaafslátt af dvalargjöldum..
Erindi nr. 1374/1997.
Bæjarráð leggur til að frá 1. febrúar 1998 verði gefinn systkinaafsláttur af dvalargjöldum í leikskólum og skólavistunum hjá Akureyrarbæ út frá eftirfarandi
viðmiðun:
* Gjald fyrir yngsta barn skal greiða að fullu.
* 25% afsláttur er gefinn vegna eldri systkina, hvort sem þau eru í leikskóla
eða skólavistun.
* Vegna barna, þar sem einnig er gefinn annar afsláttur en vegna systkina,
reiknast systkinaafslátturinn af þeirri upphæð sem annars hefði átt að greiða.

8. Vinnuregla vegna greiðslna til bæjarfulltrúa og nefndamanna.
Erindi nr. 1375/1997.
Í "reglum um kaup og kjör bæjarfulltrúa og þeirra, sem starfa í nefndum hjá Akureyrarbæ" og samþykktar hafa verið af bæjarráði (23.02. 1995) og bæjarstjórn
er eftirfarandi grein:
"Sæki bæjarfulltrúar og fulltrúar í nefndum fundi eða sinni öðrum erindum bæjarins utan Akureyrar skulu greidd aukalega 5% á dag."
Af gefnu tilefni tekur bæjarráð fram, að regla þessi gildir þegar menn eru kosnir eða tilnefndir af bæjarstjórn eða nefndum til að sinna erindum bæjarins
utanbæjar.
Fari menn hins vegar í kynnisferðir eða á ráðstefnur utanbæjar að eigin vali eða þeim er gefinn kostur á slíkum ferðum án kvaða eiga þeir ekki rétt á greiðslunni.

9. Eyþing. Fundargerðir stjórnar dags. 7. nóvember og 12. desember.
Erindi nr. 1315/1997
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

10. Kirkjugarðar Akureyrar. Stækkunarþörf Höfðakirkjugarðs.
Erindi nr. 1337/1997.
Lagt var fram bréf dags. 22. desember frá Kirkjugörðum Akureyrar. Í bréfinu er þess farið á leit, að við skipulag á svæðinu vestan Þórunnarstrætis verði gert ráð fyrir stækkunarþörf Höfðakirkjugarðs vestur fyrir götuna.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsdeildar og skipulagsnefndar til umfjöllunar.

11. Sýslumaðurinn á Akureyri. Leitað umsagnar um leyfisumsókn.
Erindi nr. 1292/1997.
Með bréfi frá sýslumanninum á Akureyri dags. 10. desember er leitað umsagnar bæjarstjórnar um leyfisumsókn frá Jóni R. Kristjánssyni, kt.: 010459-5249,
f.h. Teistu ehf., til reksturs veitingaverslunar að Glerárgötu 36.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

12. Sýslumaðurinn á Akureyri. Leitað umsagnar um leyfisumsókn.
Erindi nr. 1316/1997.
Með bréfi frá sýslumanninum á Akureyri dags. 16. desember er leitað umsagnar bæjarstjórnar um leyfisumsókn frá Páli L. Sigurjónssyni, kt.: 141061-5779,
f.h. Fosshótel ehf., til reksturs hótels, veitingahúss og skemmtistaðar að Hafnarstræti 87-89, Hótel KEA.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

13. Vinabæjamót í Álasundi 12.- 15. júní 1998.
Erindi nr. 1341/1997.
Með bréfi dags. 17. desember er tilkynnt um breytta dagsetningu vinabæjamótsins (kontaktmannamótsins) í Álasundi næsta sumar.
Mótið verður haldið dagana 12.- 15. júní.

14. Aðlögunarnefnd vegna starfa við Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar. Kosning.
Erindi nr. 10/1998.
Með vísun til nýgerðs kjarasamnings samþykkir bæjarráð að kjósa bæjarfulltrúana Gísla Braga Hjartarson, Sigfríði Þorsteinsdóttur og Einar Hjartarson formann heilbrigðisnefndar í aðlögunarnefnd vegna starfa við Heilbrigðiseftirlit Eyjafjarðar.

15. Umferðaröryggisnefnd Eyjafjarðar. Skipun fulltrúa.
Erindi nr. 11/1998.
Bæjarráð samþykkir að skipa Baldur Dýrfjörð bæjarlögmann sem fulltrúa Akureyrarbæjar í umferðaröryggisnefnd Eyjafjarðar.

16. Umhverfisráðuneytið. Úrskurður um byggingu 4. hæðar Hótels Norðurlands.
Erindi nr. 1338/1997.
Lagt var fram bréf dags. 19. desember frá Umhverfisráðuneytinu. Þar kemur fram að ráðuneytið hefir að beiðni Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, tekið upp að nýju og breytt úrskurði sínum frá 28. maí 1996 um byggingu 4. hæðar Hótels Norðurlands án þess að krafa sé gerð um lyftu í húsinu.
Úrskurðarorð ráðuneytisins nú eru þessi:
"Felld er úr gildi ákvörðun bygginganefndar og bæjarstjórnar Akureyrar frá 10. nóvember 1995 og 21. sama mánaðar um að leyfa byggingu 4. hæðar Hótels Norðurlands án þess að gera kröfu til þess að lyfta verði sett í húsið og lagt er fyrir bygginganefnd Akureyrar og bæjarstjórn Akureyrar að taka málið til endurákvörðunar með hliðsjón af lokamálsgrein 8.2.2.1 byggingareglugerðar nr. 177/1992."
Bæjarráð ákveður að vísa málinu til bygginganefndar ásamt hinum nýja úrskurði Umhverfisráðuneytisins.

17. Afskrift bæjargjalda.
Erindi nr. 9/1998.
Bæjarritari lagði fram lista yfir gömul bæjargjöld, sem reynst hafa óinnheimtanleg og tapast vegna gjaldþrota og óhjákvæmilegt er að afskrifa. Heildarupphæð er kr. 3.227.919.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afskrift gjaldanna.

18. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Umsagnar óskað.
Erindi nr. 1318/1997.
Með bréfi dags. 15. desember frá félagsmálanefnd Alþingis er óskað umsagnar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 288 mál, heildarlög, og óskað svars eigi síðar en 23. janúar.
Bæjarráð felur bæjarritara að yfirfara frumvarpið með samanburði við ábendingar og athugasemdir, sem bæjarráð gerði við gildandi sveitarstjórnarlög á s.l. vori.

19. Þroskaþjálfafélag Íslands. Kjarasamningur samþykktur.
Erindi nr. 1339/1997.
Lögð voru fram tvö bréf dags. 17. og 23. desember frá Þroskaþjálfafélagi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Í bréfunum er greint frá því að kjarasamningur launanefndar sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands dags. 27. nóvember hafi verið samþykktur annars vegar af stjórn launanefndar og hins vegar við atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Þ.Í.

20. Tónlistarskólinn í Reykjavík leitar eftir fjárstuðningi.
Erindi nr. 1367/1997.
Með bréfi dags. 19. desember leitar Tónlistarskólinn í Reykjavík eftir fjárstuðningi frá Akureyrarbæ í formi gjaldtöku fyrir nemendur með lögheimili á Akureyri, sem stundað hafa nám við skólann á s.l. 5 árum.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, enda hefir bæjarráð það fyrir meginreglu að leitað sé samþykkis til greiðslu námskostnaðar áður en námstími hefst.

21. Melgerðismelar. Erindi um fjárstuðning til framkvæmda.
Erindi nr. 1286/1997.
Tekin voru fyrir tvö erindi, sem borist hafa frá framkvæmdastjórn Melgerðismela.
Fyrra erindið er dags. 19. ágúst s.l., sbr. bókun í bæjarráði 28. ágúst. Þar er leitað eftir bæjarábyrgð til tryggingar láni til framkvæmda á Melgerðismelum vegna landsmóts hestamanna þar 1998.
Síðara erindið er dags. 10. desember og er þar leitað eftir fjárstyrk til framkvæmdanna fáist ekki umbeðin ábyrgð.
Samskonar erindi voru send hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar. Með tilliti til þess að Eyjafjarðarsveit er landeigandi á Melgerðismelum hefur hreppsnefndin samþykkt að veita umbeðna ábyrgð.
Bæjarráð lítur því svo á að bæði erindin hafi hlotið viðhlítandi afgreiðslu.

22. Kaupsamningur um bókasafn.
Erindi nr. 6/1998.
Lagður var fram til kynningar samningur, sem bæjarstjóri hefir gert við Valgerði Þorsteinsdóttur, Oddagötu 4 í Reykjavík, um kaup á bókasafni dr. Steingríms J. Þorsteinssonar fv. prófessors, sbr. bókun í bæjarráði 11. desember, lið 1 a).

23. Saga Akureyrar. Verksamningur um ritun 3. bindis.
Erindi nr. 16/1998.
Lagður var fram til kynningar verksamningur, sem bæjarstjóri hefir gert við Jón Hjaltason sagnfræðing, um ritun og útgáfu á 3. bindi af sögu Akureyrar.
Samningurinn er dags. 23. desember 1997.

24. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Forkaupsréttur að skipi.
Erindi nr. 7/1998.
Bæjarstjóri greindi frá því að Útgerðarfélag Akureyringa h.f. hefði boðið bænum forkaupsrétt að m/b Ágústu GK-24 og hefði hann hafnað þeim kaupum.
Kaupandi er Alexer ehf., kt.: 621293-3039, Kópavogi. Báturinn er seldur án kvóta.

25. Strandgata 17. Kaup á fasteigninni.
Erindi nr. 8/1998.
Bæjarlögmaður kom á fundinn og kynnti drög að samningi um kaup á fasteigninni Strandgötu 17, húseign ásamt tilheyrandi eignarlóð og leigulóðarréttindum.
Kaupverð er kr. 7.450.000.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning f.h. Bæjarsjóðs.


Fundi slitið kl. 12.32.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
-fundarritari-