Bæjarráð

2637. fundur 17. september 1998

Bæjarráð 17. september 1998.


2709. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 17. september kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Undirritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 12. september 1998.
BR980922
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Lögð var fram greinargerð um málefni Leikfélags Akureyrar.
Bæjarráð tekur undir þá skoðun menningarmálanefndar að leysa verði fjárhagsvanda Leikfélags Akureyrar til frambúðar og tryggja þannig í sessi einn öflugasta kjarna menningarlífs bæjarins.
Áður en afstaða er tekin til fyrirliggjandi tillögu menningarmálanefndar óskar bæjarráð eftir því að gerð verði fjárhagsleg úttekt á rekstri Leikfélagsins sem lögð verði fyrir bæjarráð ásamt ítarlegri greinargerð um það hvernig stjórnendur Leikfélags Akureyrar hyggjast tryggja að endar nái saman í rekstri félagsins miðað við núverandi rekstrarforsendur.
4. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari greinargerð.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

2. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 8. september 1998.
BR980910
Fundargerðin er í 9 liðum og er lögð fram til kynningar.

3. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 1. september 1998.
BR980903
Fundargerðin er í 6 liðum og er lögð fram til kynningar.

4. Iðjuþjálfafélag Íslands. Óskar eftir gerð kjarasamnings.
BR980902
Með bréfi dags. 7. september 1998 óskar kjaranefnd Iðjuþjálfafélags Íslands eftir að gera kjarasamning f.h. félagsins við Akureyrarbæ.
Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðir stjórnar dags. 14. ágúst og 7. september 1998.
BR980901
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

6. Fjárlaganefnd Alþingis.
BR980897
Lagt fram bréf dags. 7. september 1998 frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem tilkynnt er að sveitarstjórnarmönnum er gefinn kostur á að eiga fund með nefndinni
dagana 21.- 24. september n.k.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

7. Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar.
BR980929
Á fundi bæjarráðs 20. ágúst s.l. var bæjarstjóra falið að taka saman athugasemdir bæjarráðsmanna og senda jafnréttisnefnd til yfirferðar. Bæjarstjóri lagði fram drög að jafnréttisáætlun.
Jafnréttisáætlunin hefur verið send jafnréttisnefnd til umsagnar í því formi sem hér er lagt fram.
Á grundvelli umræðna í bæjarráði er bæjarstjóra falið að koma frekari ábendingum á framfæri við jafnréttisnefnd.

8. Rafvirkjafélag Norðurlands. Óskað eftir viðræðum um gerð kjarasamnings fyrir rafvirkja hjá Rafveitu Akureyrar.
BR980908
Með bréfi dags. 10. september 1998 óskar Rafvirkjafélag Norðurlands eftir viðræðum um gerð kjarasamnings vegna félagsmanna sem starfa hjá Rafveitu Akureyrar.
Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar.

9. Golfklúbbur Akureyrar. Óskar eftir föstum styrk vegna vaxtamunar.
BR980913
Með bréfi dags. 11. september 1998 frá Golfklúbbi Akureyrar er óskað eftir föstum styrk vegna vaxtamunar í sambandi við lántöku á árinu 1996 vegna endurfjármögnunar skulda Golfklúbbsins.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
Þórarinn B. Jónsson óskar bókað að hann tók ekki þátt í afgreiðslunni.

10. Vegagerðin. Samráðshópur um endurbyggingu vegar um Lágheiði.
BR980915
Með bréfi dags. 10. september 1998 er óskað eftir að Akureyrarbær tilnefni fulltrúa í samráðshóp um endurbyggingu vegar um Lágheiði.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að tilnefnt sé í slíkan samstarfshóp en hvetur Vegagerðina til þess að skipa þess í stað samráðshóp um jarðgangagerð frá Siglufirði til Ólafsfjarðar.

11. Félag íslenskra leikskólakennara. Afrit af bréfi til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
BR980916
Lagt fram afrit af bréfi Félags íslenskra leikskólakennara dags. 8. september 1998 til Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem félagið lýsir m.a. áhyggjum sínum yfir hversu fáir nýir leikskólakennarar fást til starfa og fer þess á leit við stjórn sambandsins að hún leggi sitt af mörkum við að hrinda af stað vinnu sem hafi það markmið að leita leiða til að koma á móts við leikskólakennaraskortinn.
Bæjarráð óskar eftir því að samráðshópur Háskólans á Akureyri og Akureyrarbæjar um kennaramenntun taki þetta erindi til umfjöllunar.

12. Hjálparsveit skáta. Styrkumsókn til kaupa á snjóbíl.
BR980368
Með bréfi dags. 3. september 1998 frá Hjálparsveit skáta á Akureyri er leitað svara varðandi styrkbeiðni sveitarinnar frá því í apríl s.l. vegna kaupa á snjóbíl og vísað var til endurskoðunar fjárhagsáætlunar á fundi bæjarráðs 28. maí s.l.
Bréfinu fylgir greinargerð.
Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

13. Viðtalstímar bæjarfulltrúa október 1998 til maí 1999.
BR980921
Lögð var fram tillaga að viðtalstímum bæjarfulltrúa október 1998 til maí 1999.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og felur bæjarstjóra framkvæmd hennar.

14. Önnur mál.
BR980909
a) Kynnisferð til Reykjavíkur.
Miðvikudaginn 23. september n.k. munu bæjarráð, bæjarstjóri og sviðsstjórar Akureyrarbæjar fara til Reykjavíkur og kynna sér breytingar sem þar er unnið að á stjórnkerfi borgarinnar.


Fundi slitið kl. 10.32.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Ásta Sigurðardóttir
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-