Bæjarráð

2636. fundur 18. júní 1998

Bæjarráð 18. júní 1998.


2697. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 18. júní kl. 09.00 kom nýkjörið bæjarráð saman til síns fyrsta fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjaráðsmenn sátu fundinn ásamt nýkjörnum bæjarstjóra Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Bæjarráð. Á fundi bæjarstjórnar 9. júní voru eftirtaldir kosnir í bæjarráð til eins árs:
BR980639
Aðalmenn:
Sigurður J. Sigurðsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásgeir Magnússon
Jakob Björnsson
Oddur Helgi Halldórsson

Varamenn:
Þórarinn B. Jónsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oktavía Jóhannesdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir.

2. Kosning formanns bæjarráðs.
BR980633
Bæjarstjóri setti fund og bauð nýkjörna bæjarráðsmenn velkomna til starfa. Hann gerði tillögu um Ásgeir Magnússon sem formann bæjarráðs. Þar sem ekki komu fram fleiri tillögur lýsti bæjarstjóri hann réttkjörinn formann bæjarráðs.

3. Kosning varaformanns bæjarráðs.
BR980635
Tók nú hinn nýkjörni formaður við fundarstjórn og lagði til að Sigurður J. Sigurðsson yrði varaformaður bæjarráðs. Þar sem ekki komu fram fleiri tillögur lýsti formaður hann réttkjörinn varaformann bæjarráðs.

4. Fundarritari bæjarráðs.
BR980636
Bæjarstjóri greindi frá því að Heiða Karlsdóttir myndi rita fundargerðir bæjarráðs þar til annað yrði ákveðið.

5. Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
BR980637
Formaður bæjarráðs óskaði heimildar bæjarráðs til að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og verði hann lagður fyrir bæjarráð til kynningar.
6. Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu. Umsóknir.
BR980599
Fjórar umsóknir hafa borist um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Í málefnasamningi meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn er samþykkt að þetta starf verði lagt niður í núverandi mynd og í samræmi við það leggur meirihluti bæjarráðs til við bæjarstjórn að öllum umsóknum verði hafnað og bæjarstjóra falið að leggja fram tillögur að breytingu á þessu starfi fyrir næsta fund bæjarráðs.

7. Skólanefnd. Fundargerð dags. 15. júní, liður 6.2.
BR980634
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skólanefnd verði falin verkefni leikskólanefndar.
  8. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 12. júní, liður 3.
  BR980638
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna starfshópur til undirbúnings hátíðarhalda hér í bæ í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku og landafundanna í Norður Ameríku.
  9. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 12. júní.
  BR980626 og BR980640
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  10. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 5. júní.
  BR980641
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  11. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 5. júní.
  BR980642
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  12. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 4. júní.
  BR980596 og BR980643
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  13. Heilbrigðisnefnd. Fundargerð dags. 8. júní.
  BR980604
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  14. Stjórnarnefnd v/umhverfisátaks. Áfangaskýrsla.
  BR980480
  Lögð var fram að nýju áfangaskýrsla stjórnarnefndar vegna umhverfisátaks, dags. 12. maí 1998. Skýrslan ásamt fundargerðum nefndarinnar voru áður á dagskrá bæjarráðs þann 14. maí sl. 3ja tölulið tillagna nefndarinnar var þá vísað til ákvörðunar nýrrar bæjarstjórnar.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að starfstími nefndarinnar verði til ársloka 1998 og þá verði metið hvort verkefnið færist til umhverfisnefndar.

  15. Sandblástur & Málmhúðun. Tilboð í Íþróttaskemmuna.
  BR980580
  Tekinn var fyrir 9. liður úr fundargerð bæjarráðs dags. 4. júní sem bæjarstjórn (09.06. 1998) vísaði til bæjarráðs.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

  16. Jafnréttisnefnd. Drög að jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar 1998-2002.
  BR980544
  Tekinn var fyrir 1. liður úr fundargerð jafnréttisnefndar dags. 19. maí sem bæjarstjórn (09.06. 1998) vísaði til bæjarráðs.
  Bæjarráð vísar drögum að jafnréttisáætluninni til jafnréttisnefndar.

  17. Kísiliðjan. Aðalfundur, ársskýrsla 1997.
  BR980629
  Lögð var fram greinargerð dags. 12. júní 1998 frá Valgarði Baldvinssyni, bæjarritara, sem sat aðalfund Kísiliðjunnar hf. f.h. Akureyrarbæjar.

  18. Húsaleigubætur.
  BR980548 og BR980628
  Lögð var fram greinargerð dags. 15. júní 1998 frá félagsmálastjóra, hagsýslustjóra og forstöðumanni Húsnæðisskrifstofunnar vegna endurskoðunar reglugerðar nr. 37/1998 um húsaleigubætur.
  Bæjarráð samþykkir að koma ábendingum þeim sem í greinargerðinni eru á framfæri við Félagsmálaráðuneytið. Jafnframt vill bæjarráð að þessu tilefni ítreka enn á ný andstöðu sína við skattlagningu húsaleigubóta.

  19. Launanefnd sveitarfélaga. Kjarasamningur við bókasafnsfræðinga.
  BR980576
  Lagður fram til kynningar.

  20. Halló Akureyri ´98.
  BR980280
  Lagt fram erindi dags. 11. júní 1998 frá Framkvæmdanefnd "Halló Akureyri ´98" þar sem óskað er eftir samstarfi og stuðningi við framkvæmdina.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og gera tillögu til næsta bæjarráðsfundar um afgreiðslu.

  21. Sundfélagið Óðinn. Halló Akureyri - hreinsunarstarf.
  BR980594
  Lagt fram erindi (ódags.) frá Sundfélaginu Óðni, þar sem óskað er eftir að gerður verði samstarfssamningur við félagið um hreinsun á svæðinu í kringum Sundlaug Akureyrar í tengslum við "Halló Akureyri ´98".
  Bæjarráð vísar til afgreiðslu á 20. lið fundargerðarinnar.

  22. Skátafélagið Klakkur. 17. júní hátíðarhöld.
  BR980584
  Lagt fram erindi frá Skátafélaginu Klakki dags. 27. maí 1998 þar sem óskað er eftir að framlag Akureyrarbæjar til hátíðarhaldanna 17. júní verði hækkað.
  Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

  23. Leikráð ehf.
  BR980575
  Lagt fram erindi dags. 28. maí 1998 frá Leikráði ehf. þar sem sagt er upp stofn- og rekstrarstyrk vegna Leikskólans Ársólar frá og með 1. september 1998.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

  24. Niðurrif húss.
  BR980192
  Lækjargata 6. Flutningur húss, kostnaðarmat Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
  Bæjarráð leggur til að bæjarverkfræðingi verði falið að auglýsa húsið til sölu, með þeim kvöðum sem þar um hafa verið settar af bæjarstjórn.

  25. Framkvæmdir í Hlíðarfjalli.
  BR980645
  Lagt fram erindi íþrótta- og tómstundafulltrúa dags. 25. maí 1998 þar sem farið er fram á við bæjarráð að veitt verði leyfi til nauðsynlegra framkvæmda samkvæmt framkvæmdaáætlun.
  Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

  26. Átaksverkefni. Styrkir úr Atvinnuleysistryggingasjóði til atvinnuskapandi verkefna.
  BR980610
  Lagt var fram bréf Atvinnuleysistryggingasjóðs dags. 9. júní 1998 þar sem tilkynnt er um styrki til atvinnuskapandi verkefna, samtals 28 störf í 1- 6 mánuði samtals 96 mannmánuði.

  27. Aksjón ehf.
  BR980614
  Lagt var fram erindi frá Aksjón ehf. dags. 13. júní 1998 þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi frá 20. mars s.l.
    Einnig ósk um samningsgerð vegna sérstaks kynningarefnis.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp samningaviðræður við Aksjón ehf. um málið.
  28. Samiðn. Hafnað ósk um að vísa kjaradeilu til Félagsdóms.
  BR980439
  Samiðn ítrekar óskir um viðræður um gerð kjarasamnings.
  Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar.

  29. Starfsmannafélag Akureyrarbæjar. Lífeyrissjóðsmál.
  BR980407
  Bréf frá Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar (ódags.) þar sem vísað er til bréfs STAK dags. 22. apríl 1998 til bæjarins um lífeyrissjóðsmál, með ósk um svör.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

  30. Kjör sálfræðinga hjá Akureyrarbæ.
  BR980500
  Erindi Más V. Magnússonar og Magneu Jónsdóttur, sálfræðinga hjá Akureyrarbæ sem frestað var á fundi bæjarráðs 28. maí 1998.
  Bæjarráð felur starfsmannastjóra að fara yfir málið og upplýsa bæjarráð um hvernig þessum málum er háttað hjá sambærilegum sveitarfélögum.

  31. Launamál. Bréf frá bæjargjaldkera.
  BR980543
  Erindi frá Rafni Hjaltalín, bæjargjaldkera, sem frestað var á fundi bæjarráðs 28. maí 1998.
  Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar.

  32. Leikskólakennarar. Launakjör leikskólakennara á Akureyri.
  BR980347
  Ítrekunarbréf dags. 2. júní 1998, þar sem farið er fram á endurskoðun á launakjörum leikskólakennara.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

  33. Kennarafundur Lundarskóla. Ályktun til skólanefndar.
  BR980597
  Kennarafundur Lundarskóla dags. 2. júní 1998 mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem gerður hefur verið á umbeðnum sérkennslutímum til skólans næsta skólaár.
  Lagt fram til kynningar.

  34. Menntaskólinn á Akureyri. Stækkun heimavistar.
  BR980585
  Lagt fram afrit af áfangaskýrslu til menntamálaráðherra dags. 26. maí 1998 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Heimavist MA.
  Lagt fram til kynningar.

  35. Ásta Þorleifsdóttir. Heimildamynd um almannavarnir, forvarnir í jarðskjálftum.
  BR980583
  Lagt var fram erindi dags. 26. maí 1998 frá Ástu Þorleifsdóttur þar sem óskað er eftir stuðningi Akureyrarbæjar við gerð heimildamyndar um almannavarnir, forvarnir í jarðskjálftum.
  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  36. Samband íslenskra sveitarfélaga. Námskeið fyrir skólanefndir o.fl.
  BR980625
  Lagt var fram bréf dags. 11. júní 1998 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna námskeiðahalds fyrir skólanefndir o.fl.
  Lagt fram til kynningar.

  37. Samband íslenskra sveitarfélaga. Landsþing 26.- 28. ágúst á Akureyri.
  BR980624
  Lagt fram bréf dags. 11. júní frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem boðað er til XVI. landsþings Sambandsins á Akureyri dagana 26.- 28. ágúst n.k.
  Lagt fram til kynningar.

  38. Samband íslenskra sveitarfélaga. Norræna sveitarstjórnarráðstefnan í Álasundi 23.- 25. ágúst.
  BR980598
  Lagt fram bréf dags. 5. júní frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem boðað er til Norrænu sveitarstjórnarráðstefnunnar í Álasundi dagana 23.- 25. ágúst n.k.
  Lagt fram til kynningar.

  39. Lífeyrissjóður Norðurlands. Fundargerð ársfundar ásamt ársskýrslu.
  BR980582
  Lagt fram til kynningar.

  40. Önnur mál.
  BR980405
  a) Fundartími bæjarráðs.
  Bæjarráð ákveður að reglulegur fundartími bæjarráðs verði kl. 09.00 á fimmtudögum.
  b) Upplýst var að með nýjum lögum um framhaldsskóla hafa breytingar orðið á kosningu til skólanefndar í MA og VMA. Ekki er lengur um að ræða að
  bæjarstjórn Akureyrar kjósi fulltrúa og fellur því niður tillaga um kjör þeirra sem frestað var á síðasta fundi bæjarstjórnar.

  Fundi slitið kl. 11.20.

  Ásgeir Magnússon
  Sigurður J. Sigurðsson
  Jakob Björnsson
  Valgerður Hrólfsdóttir
  Kristján Þór Júlíusson

  Heiða Karlsdóttir
  -fundarritari-