Bæjarráð

2638. fundur 16. júlí 1998

Bæjarráð 16. júlí 1998.


2701. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 16. júlí kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Undirritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, yfirverkfræðingi og fræðslumálastjóra.
Áður en gengið var til dagskrár óskaði bæjarráð formanni hjartanlega til hamingju með þann áfanga að verða afi í fyrsta sinn.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 13. júlí 1998.
BR980736
Fundargerðin sem er í 9 liðum, gefur ekki tilefni til ályktunar.

2. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 13. júlí 1998.
    BR980727
Fundargerðin sem er í 7 liðum, gefur ekki tilefni til ályktunar.
  3. Skólanefnd. Fundargerð dags. 9. júlí 1998.
     BR980723
     Fundargerðin er í 8 liðum.
     Liður 3.1.: Bæjaráð samþykkir að ráða Björn Þórleifsson í stöðu skólastjóra Brekkuskóla.
     Liður 7.2.: Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Arkitekta- og Verkfræðistofu Hauks um það verk að hanna bygginguna og vinna að undirbúningi verksins með nefndinni sem var falið að vinna að gerð hönnunarforsagnar.
     Bæjarráð samþykkir fundargerðina samhljóða ásamt tillögu við lið 7.2.

  4. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 10. júlí 1998.
     BR980724
     Fundargerðin er í 6 liðum.
     Liður 2: Bæjarráð vísar liðnum til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
     Liður 5: Bæjarráð frestar afgreiðslu.
     Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

  5. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 8. júlí 1998.
     BR980725
     Fundargerðin er í 10 liðum.
     Liður 1: Bæjarráð vísar liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
     Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

  6. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 9. júlí 1998.
     BR980726
     Fundargerðin sem er í 8 liðum, var borin upp og samþykkt samhljóða.

  7. Heilbrigðisnefnd. Fundargerð dags. 13. júlí 1998.
     BR980730
     Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
  8. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar dags. 29. júní 1998.
     BR980737
     Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  9. K.A., knattspyrnudeild. Sækir um niðurfellingu húsaleigu.
     BR980720
     Með bréfi dags. 7. júlí s.l. sækir K.A., knattspyrnudeild um niðurfellingu húsaleigu í Lundarskóla og Brekkuskóla vegna Essó-mótsins sem haldið var fyrstu helgi júlímánaðar.
     Fræðslumálastjóra falið að afgreiða erindið í samræmi við gildandi reglur.

  10. Strandgata 4, Nýja Bíó. Grenndarkynning.
     BR980712
     Með bréfi dags. 7. júlí s.l. sendir skipulagsdeild bréf varðandi grenndarkynningu vegna viðbyggingar og endurgerðar Strandgötu 4, Nýja Bíó. Í húsinu er áformað að reka á ný kvikmyndahús. Frestur til athugasemda er til 4. ágúst n.k.
     Bæjarráð felur yfirverkfræðingi að gera athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir, er lúta að nýtingu á lóðinni Hofsbót 2.
  11. Samkeppnisráð. Leiga á upptökumannvirkjum.
     BR980718
     Með bréfi dags. 8. júlí s.l. sendir Samkeppnisstofnun álit samkeppnisráðs nr. 7/1998, vegna erindis Stálsmiðjunnar h.f., varðandi leigukjör sem Slippstöðin Oddi h.f. nýtur hjá Akureyrarbæ vegna leigu á upptökumannvirkjum.

  12. Umferðaröryggisfulltrúi Norðurlands.
     BR980714
     Með bréfi dags. 6. júlí s.l. kynnir Sigurbjörn Jón Gunnarsson starf sitt sem umferðar-öryggisfulltrúi Norðurlands.

  13. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Rekstrarleyfi vínbúðar.
     BR980715
     Með bréfi dags. 6. júlí s.l. sækir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins um leyfi til rekstrar vínbúðar að Hólabraut 16, Akureyri, sbr. 10. gr. áfengislaga nr. 75/1998.
     Bæjarráð frestar erindinu þar til umsögn bygginga- og skipulagsnefndar liggur fyrir.

  14. Útgarður - félag háskólamanna. Tilkynning um svæðistrúnaðarmann.
     BR980728
  Með bréfi dags. 6. júlí s.l. tilkynnir Útgarður - félag háskólamanna um svæðistrúnaðar-mann sinn, Birgi Jónasson.

  15. Árstígur 1. Íþróttaskemman.
     BR980731
     Lögð fram drög að samningi milli Sandblásturs og Málmhúðunar h.f. og Akureyrar-bæjar um sölu Akureyrarbæjar á fasteigninni Árstíg 1, "Íþróttaskemmunni".
     Bæjarráð samþykkir samningsdrögin.
  16. Ragnhildur Vigfúsdóttir. Launakjör deildarstjóra o.fl.
  BR980713
  Bæjarlögmaður mætti til fundarins undir þessum lið.
     Tekið var fyrir að nýju kærumál Ragnhildar Vigfúsdóttur, f.v. jafnréttis- og fræðslufulltrúa, gegn Akureyrarbæ fyrir Kærunefnd jafnréttismála, auk erinda Valgerðar H. Bjarnadóttur, f.v. jafnréttis- og fræðslufulltrúa, Ingibjargar Eyfells, f.v. deildarstjóra leikskóladeildar, Sigríðar Sítu Pétursdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar og Guðrúnar Sigurðardóttur deildarstjóra ráðgjafardeildar, sem allar vísa í erindum sínum til álits nefndarinnar í kærumálinu. (Erindi BR970707 - BR980230 - BR980279 - BR980286 - BR980380)

     Miklar og ítarlegar umræður hafa farið fram um framangreint kærumál og forsendur þess í bæjarráði. Ljóst er að verulegur hluti af forsendum álitsins byggja á atriðum sem eru bundin framangreindu máli og varða m.a. þær persónur sem hlut áttu að máli í samanburðarstörfunum. Engu að síður er að mati bæjarráðs í álitinu í svo veigamiklum atriðum vegið að grundvelli frjálsra kjarasamninga að ekki verður við unað. Að mati bæjarráðs liggur fyrir að ákvörðun um launakjör jafnréttis- og fræðslufulltrúa, atvinnumálafulltrúa og þeirra deildarstjóra sem teknir voru inn í samanburð starfsmats-nefndar hefur ekkert með kynferði að gera, fremur en gerð kjarasamninga yfirleitt. Þá dregur Kærunefndin óeðlilega miklar ályktanir af niðurstöðu starfsmatsnefndarinnar þrátt fyrir að fyrir liggi að hún tekur aðeins inn í mat sitt hluta af þeim atriðum sem áhrif hafa á ákvörðun launa. Liggur m.a. fyrir og er óumdeilt að umrætt starfsmat er bundið einum einstökum kjarasamningi og beinlínis ætlað til þess að raða störfum í flokka innan þess samnings og tekur að sjálfsögðu mið af því.

     Það er því niðurstaða bæjarráðs að ef viðurkenna á niðurstöðu þá sem fram kemur í áliti Kærunefndar jafnréttismála í málinu nr. 7/1998 sem grundvöll að breytingum á kjarasamningsbundnum og samningsbundnum launakjörum ofangreindra starfsmanna og annarra í sömu stöðu, væri í raun verið að lýsa því yfir að gerð kjarasamninga við einstök stéttarfélög væri marklaus.

     Með hliðsjón af framanrituðu er fram komnum kröfum er byggja á umræddu áliti hafnað.

     Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera bréfriturum og f.v. jafnréttis- og fræðslufulltrúa, Ragnhildi Vigfúsdóttur grein fyrir framangreindri niðurstöðu.  Fundi slitið kl. 10.10

  Ásgeir Magnússon
  Þórarinn B. Jónsson
  Sigfríður Þorsteinsdóttir
  Valgerður Hrólfsdóttir
  Oddur Helgi Halldórsson
  Kristján Þór Júlíusson


  Brynja Björk Pálsdóttir
  -fundarritari-