Bæjarráð

2639. fundur 16. maí 1998

Bæjarráð 16. apríl 1998.


2691. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 16. apríl kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í funda-sal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverk-fræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

Áður en gengið var til dagskrár flutti varaforseti bæjarstjórnar Gísli Bragi Hjartarson kveðju frá skíðaráði Akureyrar og afhenti frá því innrammað skjal með þökk fyrir veittan stuðning við Skíðamót Íslands 1998, sem haldið var hér á Akureyri.

1. Menningarmálanefnd. Fundargerð dags. 6. apríl, 3. liður.
BR980374 og BR980375
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 1. apríl, 1. liður. FR980018 og BR980342
    Bæjarráð samþykkir tillögu framkvæmdanefndar um aukna fjárveitingu til sundlaugarbyggingar á þessu ári kr. 44.000 þús. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar síðar á árinu.

3. Skólanefnd Tónlistarskólans. Fundargerð dags. 14. apríl, 1. og 2. liður.
BR980336
1. lið samþykkir bæjarráð.
2. lið frestar bæjarráð.
  4. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 24. mars, 2. liður. BR980271 og BR980321
     Tekinn var fyrir 2. liður í fundargerð kjarasamninganefndar, sem frestað var á síðasta fundi bæjarráðs, það er erindi frá Samiðn um heildarkjarasamning vegna starfsmanna bæjarins, sem eru félagsmenn í aðildarfélögum Samiðnar. Nefndin telur sig ekki geta mælt með umbeðinni samningagerð við Samiðn.
  Fyrir liggja álitsgerðir frá bæjarlögmanni og starfsmannastjóra annars vegar og lögfræðingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem fram kemur sú niðurstaða að Akureyrarbæ sé ekki skylt að taka upp kjarasamningagerð við Samiðn fyrr en í fyrsta lagi eftir gildistíma núverandi kjarasamninga. Fulltrúar Samiðnar hafa lýst sig ósammála þessari niðurstöðu og ítrekað ósk um gerð kjarasamnings.
  Vegna fordæmisgildis felur bæjarráð bæjarlögmanni að kanna möguleika þess að leita úrskurðar félagsdóms um réttarstöðu bæjarins í máli þessu.

  5. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 2. apríl.
  BR980361
     Fundargerðin er í 10 liðum.Í 4.-6. lið eru veittar umsagnir um leyfi til vínveitinga til:a) Þórhalls Arnórssonar vegna endurnýjunar á leyfi fyrir veitinga- og skemmtistaðinn "Sjallann". BR980386. b) Vilhelms Ágústssonar vegna endurnýjunar á leyfi fyrir veitingastofuna "Turninn" í Blómavali. BR980313.
     c) Jóns P. Tryggvasonar, kt. 180367-5439, fyrir nýja veitingastofu að Strand-götu 13. "Játvarð". BR980250.Nefndin leggst ekki gegn leyfisveitingunum og er bæjarráð sammála þeirri afstöðu.
  6. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð stjórnar dags. 1. apríl.
  BR980346
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 7. Lífeyrissjóður Norðurlands. Tilnefning fulltrúa á ársfund.
     BR980364
     Með bréfi frá stjórn Lífeyrissjóðs Norðurlands dags. 7. apríl er boðað til ársfundar sjóðsins í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki 9. maí n.k. Óskað er eftir að Akur-eyrarbær, sem einn af stærstu iðgjaldagreiðendum til sjóðsins, tilnefni fulltrúa til setu á ársfundinum.
  Bæjarráð felur Birnu Jóhannesdóttur forstöðumanni LÍSA að sitja fundinn f.h. Akureyrarbæjar.

  8. Fóðurverksmiðjan Laxá h.f. Aðalfundarboð.
  BR980365
     Lagt var fram fundarboð um aðalfund Fóðurverksmiðjunnar Laxár h.f. að Hótel KEA í dag. kl. 16.00.
  Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

  9. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar dags. 16. apríl.
  BR980348
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar. 10. Sveitarstjórnarkosningar 1998. Upplýsingar.
  BR980362
     Með bréfi frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 1. apríl eru sveitarstjórnum sendar til kynningar ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar vegna sveitarstjórnarkosninganna23. maí n.k.
  11. Hjálparsveit skáta. Styrkumsókn til kaupa á snjóbíl.
  BR980368
     Með bréfi dags. 30. mars frá Hjálparsveit skáta er leitað eftir fjárstuðningi frá Akureyrarbæ til kaupa á snjóbíl til björgunarstarfa. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til skoðunar.
  12. Viðræður um húsfriðun. Lækjargata 6 og Hafnarstræti 103.
  BR980192
     Á fundinn komu Þorsteinn Gunnarsson formaður húsafriðunarnefndar ríkisins og Magnús Skúlason framkvæmdastjóri til viðræðna við bæjarráð um fyrirhuguð niðurrif gamalla húsa, Lækjargötu 6 og Hafnarstrætis 103. Þeir gerðu bæjarráði grein fyrir varðveislugildi hússins að Lækjargötu 6 og lögðu ríka áherslu á að það yrði gert upp og varðveitt á sínum stað. Ekki var gerð athugasemd við niðurrif Hafnarstrætis 103.
  Bæjarráð er sammála um að þiggja boð húsafriðunarnefndar ríkisins um uppmælingu hússins að Lækjargötu 6.
  Meiri hluti bæjarráðs, Sigurður J. Sigurðsson, Gísli Bragi Hjartarson og Þórarinn E. Sveinsson, leggur til að fallið verði frá niðurrifi hússins að Lækjargötu 6 að því gefnu að unnt verði að færa það vestar á lóðina og felur tæknideild bæjarins að kanna þann möguleika.
  Bæjarráðsmenn Sigríður Stefánsdóttir og Ásta Sigurðardóttir óska bókað: "Við erum sammála því að skoðaður verði möguleiki á flutningi hússins en leggjum jafnframt til að skipulagsnefnd verði falið að skoða möguleika á breytingu á skipulagi og umferðarmálum þannig að húsið geti staðið áfram á sínum stað."
  Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að láta rífa húsið að Hafnarstræti 103.

  13. Umsögn um opnunartíma lyfjabúðar.
  BR980358
     Með bréfi dags. 2. apríl frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu er leitað eftir umsögn bæjarstjórnar um umsóttan opnunartíma lyfjabúðar Hagkaupa á Akureyri.Í bréfinu er vakin athygli á að reglugerð um lyfsöluleyfi og lyfjabúðir nr. 426/1997 geri ráð fyrir ákveðnum opnunartíma lyfjabúða, sem síðan er heimilt að víkja frá m.a. að fenginni umsögn viðkomandi bæjarstjórnar.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að umbeðið erindi frá lyfjabúð Hagkaupa verði samþykkt.
     Jafnframt vill bæjarráð taka fram að það sér ekki ástæðu til að takmarka opnunartíma lyfjabúða á Akureyri.

  14. Kjaramál kennara og leikskólakennara.
  BR980300, BR90347 og BR980379
     Lögð voru fram eftirtalin bréf um kjaramál:a) Frá kennurum við grunnskóla Akureyrar dags. 20. mars.
  b) Frá leikskólakennurum dags. 2. apríl.
  Í tilefni af erindum þessum tekur bæjarráð fram að bæjarstjórn hefir falið launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til samningagerðar við stéttarfélög kennara og leikskólakennara og vísar því erindum þessum þangað til umfjöllunar.

  15. Ráðgjafarþjónusta Akureyrarbæjar. Tillögur um endurskoðun og samræmingu.
  BR980377
     Lögð var fram tillaga frá félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra, þar sem lagt er til að starfshópi skipuðum deildarstjórum ráðgjafar-, skóla- og leikskóladeilda verði falið að vinna að endurskoðun og nánari samræmingu á allri ráðgjafarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar. Starfshópurinn skili skýrslu um störf sín til bæjarráðs fyrir 15. maí n.k.
  Bæjarráð samþykkir tillöguna.

  16. Plastiðjan Bjarg. Drög að leigusamningi.
  BR980378
     Lögð voru fram drög að samningi við Höld h.f. um leigu Akureyrarbæjar á húsnæði að Dalsbraut 1 til nota fyrir Plastiðjuna Bjarg. Bæjarráð leggur til að gengið verði til samninga við Höld h.f. á grundvelli draganna.

  17. Reikningar Akureyrarbæjar 1997.
     BR980325
     Teknir voru fyrir reikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 1997, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs. Bæjarráð ræddi reikningana og vísar þeim athugasemdalaust til bæjarstjórnar til síðari umræðu.
  18. Fjárveitingar fluttar milli ára.
     BR980359
     Bæjarráð leggur til að eftirtaldar ónotaðar fjárveitingar til framkvæmda frá árinu 1997 verði fluttar til þessa árs: Gjaldliður: Heiti Þús. kr.
  04-215-502-7 Síðuskóli 4.500
  04-217-511-7 Giljaskóli 21.000
  05-311-595-6 Héraðsskjalasafn 2.000
  16-221-511-7 Skrifstofuhús 6.600
  16-615-592-6 Samkomuhús 13.000
  Samtals 47.100

  Fjárveitingum þessum er mætt með skerðingu veltufjár.

  Fundi slitið kl. 13.15.

  Jakob Björnsson
  Þórarinn E. Sveinsson
  Sigríður Stefánsdóttir
  Ásta Sigurðardóttir
  Sigurður J. Sigurðsson
  Gísli Bragi Hjartarson

  Valgarður Baldvinsson
  - fundarritari -