Bæjarráð

2640. fundur 15. október 1998

Bæjarráð 15. október 1998.


2714. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 15. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og að hluta sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Dan Brynjarsson, Stefán Stefánsson, Valgerður Magnúsdóttir og Ingólfur Ármannsson.

Þetta gerðist:

1. Atvinnumálanefnd. Fundargerð dags. 6. október 1998.
BR981030
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Lögð var fram úttekt á stöðu Foldu h.f., unnin af Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar að beiðni atvinnumálanefndar.
Á fund bæjarráðs kom formaður atvinnumálanefndar Valur Knútsson.
Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja í málinu óskar bæjarráð eftir viðræðum við Landsbanka Íslands.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

2. Skólanefnd. Fundargerð dags. 12. október 1998.
BR981040
Fundargerðin er í 5 liðum.
1. liður: Lögð voru fram drög að breyttri samþykkt fyrir skólanefnd Akureyrar og óskað eftir að bæjarráð bóki að nýju afstöðu sína til hugmynda og tillagna um
samstarf Tónlistarskóla og grunnskólanna .
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur skólanefndar um breytingar á samþykkt fyrir skólanefnd Akureyrar og einnig tillögur vinnuhóps um samstarf
Tónlistarskólans og grunnskólanna, sem voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 28. apríl s.l.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

3. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 30. september 1998.
BR981015
5. liður, sem bæjarstjórn (06.10. 1998) vísaði til bæjarráðs.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Rafveita Akureyrar annist rekstur og viðhald Glerárstíflunnar sem sögulegra minja.

4. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 17. september 1998.
BR981020
3. liður, sem bæjarstjórn (06.10. 1998) vísaði til bæjarráðs.
Lagður var fram rökstuðningur húsnæðisnefndar fyrir kaupum á íbúðum við Eiðsvallagötu.
Bæjarráð felur húsnæðisnefnd að auglýsa eftir tilboðum í fjórar félagslegar íbúðir.

5. Afgreiðsla fundargerða.
BR981024
Fram var lagt minnisblað frá forseta bæjarstjórnar og bæjarlögmanni vegna afgreiðslu fundargerða í bæjarstjórn þann 6. október 1998.
Með vísan til minnisblaðsins samþykkir bæjarráð eftirfarandi:
a) Fundargerð skólanefndar 14. september 1998.
Bæjarráð samþykkir ráðningu Gunnhildar H. Birnisdóttur í starf leikskólastjóra.
b) Fundargerð kjarasamninganefndar 17. september 1998.
Bæjarráð samþykkir að Launanefnd sveitarfélaga verði veitt umboð til samningsgerðar f.h. Akureyrarbæjar við Iðjuþjálfafélagið.

6. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 12. október 1998.
BR981036
Fundargerðin sem er í 1 lið gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu. Fundargerðir ásamt erindisbréfum.
BR981045
Lagðar fram:
fundargerðir 1. og 2. fundar stýrihóps,
erindisbréf stýrihóps,
skilgreining hlutverka ábyrgðarmanna, hópstjóra og starfsmanna vinnuhópa, erindi frá jafnréttisnefnd,
erindisbréf vinnuhópa: rammafjárhagsáætlun, félagssvið, upplýsingaanddyri og upplýsingaveitu.

8. Fræðslunefnd. Fundargerð dags. 7. október 1998.
BR981003
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.

9. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 23. september 1998.
BR981014
Fundargerðin er í 11 liðum og er lögð fram til kynningar.

10. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar b.s. Tilnefning í stjórn félagsins.
BR981031
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 6. október 1998 tilnefningu í stjórn Atvinnuþróunar-félags Eyjafjarðar b.s. til bæjarráðs með heimild til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð tilnefnir eftirtalda sem aðalmenn:
Sigurður J. Sigurðsson
Hallgrímur Ingólfsson
Hákon Hákonarson.
Varamaður þeirra verður:
Valur Knútsson.

11. Det Danske Kulturinstitut.
BR980928
Lögð var fram og samþykkt eftirfarandi tillaga bæjarstjóra, sbr. afgreiðsla bæjarráðs frá 24. september s.l.:
Bæjarráð samþykkir að gefið verði vilyrði fyrir að Akureyrarbær styðji, í allt að 4 ár, tilraun að starfsemi skrifstofu á vegum Det Danske Kulturinstitut hér á Akureyri, með því að leggja henni til 20-30 m² húsnæði. Fræðslumálastjóra og deildarstjóra umhverfisdeildar falið að halda áfram viðræðum við fulltrúa Det Danske Kulturinstitut á þeim grunni.

12. Skíðaráð Akureyrar. Ný Strýta.
BR981010
Í bréfi dags. 28. september 1998 frá Skíðaráði Akureyrar er stiklað á stóru um samvinnu skíðaráðs og bæjaryfirvalda í málefnum er varða mannvirki og aðstöðu
í Hlíðarfjalli á liðnum árum.
Í sambandi við framkvæmdir í Hlíðarfjalli hvetur Skíðaráð Akureyrar bæjaryfirvöld til þess að setja byggingu nýrrar Strýtu í forgangsröð.
Bæjarráð telur eðlilegt að erindið verði kynnt í íþrótta- og tómstundaráði og stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar.

13. Aksjón ehf. Sérstakt kynningarefni í sjónvarpi.
BR981013
Með bréfi dags. 29. september 1998 frá Aksjón ehf. er óskað viðræðna við fulltrúa bæjarstjórnar um kynningu á einstökum þáttum og stefnumörkun Akureyrarbæjar í Bæjarsjónvarpinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

14. Kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Krefjast samsvarandi kjarabóta og kennarar í grunnskólum fengu.
BR981017
Lagður fram undirskriftarlisti kennara við Tónlistarskólann á Akureyri dags. 3. september 1998, móttekinn 7. október s.l., þar sem krafist er samsvarandi kjarabóta og kennarar í grunnskólum bæjarins fengu með samkomulagi 23. júní s.l. Einnig er vakin athygli á starfsaðstöðu tónlistarkennara í grunnskólunum.
Bæjarráð vísar erindinu til kjarasamninganefndar.

15. Nýsköpunarsjóður námsmanna. Starfsemi sumarið 1998, ársskýrsla og endurskoðaðir reikningar sjóðsins fyrir 1997-1998.
BR981027
Með bréfi dags. 8. október 1998 frá Nýsköpunarsjóði námsmanna fylgir greinargerð um starfsemi sjóðsins sumarið 1998 ásamt ársskýrslu og endurskoðuðum reikningum fyrir starfsárið 1997-1998.
Nýsköpunarsjóður námsmanna þakkar Akureyrarbæ rausnarlegt framlag til sjóðsins. Jafnframt óskar Nýsköpunarsjóðurinn eftir samstarfi við bæjaryfirvöld um kynningu á sjóðnum.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til kynningar inn í þá vinnu sem nú fer fram á vegum atvinnumálanefndar í stefnumótun fyrir Akureyrarbæ.

16. Slökkviþjónusta á Akureyrarflugvelli.
BR981033
Samgönguráðuneytið hefur skipað nefnd til að taka upp viðræður við Akureyrarbæ um samruna eða nánari samvinnu Slökkviliðs Akureyrar og Slökkviliðs Akureyrar-flugvallar.
Bæjarstjóri hefur fundað með slökkviliðsstjóra og svæðisstjóra Flugmálastjórnar og lýst yfir áhuga á því að vinna að framgangi málsins og við það miðað að ákvörðun liggi fyrir um n.k. áramót.
Bæjarráð felur framkvæmdanefnd að skipa 3ja manna starfshóp sem vinni að þessu verkefni.

17. Félagsmálaráðuneytið. Samþykktir um stjórn og fundarsköp. Ný fyrirmynd.
BR981034
Í 2. mgr. 25. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er gert ráð fyrir að félagsmálaráðuneytið semji fyrirmynd að fundarsköpum fyrir sveitarstjórnir. Ráðuneytið hefur samið slíka samþykkt sbr. auglýsingu nr. 527/1998. Ráðuneytið hvetur sveitarfélagið til að endurskoða samþykkt sína um stjórn og fundarsköp.
Bæjarráð vísar erindi til stýrihóps um stjórnsýslubreytingar með ósk um að hann setji af stað vinnuhóp til endurskoðunar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar.

18. Skáksamband Íslands. Ósk um styrk.
BR981035
Erindi dags. 7. október 1998 frá Skáksambandi Íslands, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 70.000 vegna þátttöku 5 unglinga á "Heimsmeistaramóti barna og unglinga, 18 ára og yngri" sem haldið verður á Spáni dagana 24. október til 7. nóvember n.k.
Bæjarráð samþykkir að styrkja Skáksambandið um kr. 70.000 vegna þátttöku Halldórs B. Halldórssonar frá Akureyri í mótinu.

19. Tillaga um kosningu framkvæmdanefndar um reynslusveitarfélagsverkefni Akureyrarbæjar - reynsluverkefnanefnd.
BR981043
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði reynsluverkefnanefnd sem hafi umsjón með þeim verkefnum sem falla undir viðkomandi samninga. Nefndin verði skipuð þremur bæjarfulltrúum kosnum af bæjarstjórn og lögð verði áhersla á að nefndin hafi náið samstarf við þá starfsmenn bæjarins sem málið snertir.

20. Reikningsyfirlit pr. 31.08. 1998.
BR981044
Lagt var fram reikningsyfirlit Bæjarsjóðs Akureyrar janúar-ágúst 1998.

21. Fjárhagsáætlun 1999.
BR980987
Bæjarráð samþykkir að við fjárhagsáætlanagerð Bæjarsjóðs Akureyrar verði stuðst við eftirfarandi ramma við rekstur málaflokka í fjárhagsáætlun ársins 1999:
þús. kr.

Skatttekjur
-2.240.000

Rekstur málaflokka:
01

Yfirstjórn 112.000
02
Félagsmál 370.000
04
Fræðslumál 775.000
05
Menningarmál 107.000
06
Íþrótta- og tómstundamál 122.000
07
Brunamál og almannavarnir 41.000
08
Hreinlætismál 53.000
09
Skipulags- og byggingamál 46.000
10
Götur, holræsi og umferðarmál -20.000
11
Umhverfismál 108.000
12
Heilbrigðismál 0
13
Atvinnumál 36.000
15
Ýmis útgjöld 40.000
16
Rekstur eigna -50.000
19
Vélasjóður -17.000
22
Strætisvagnar 30.000
Samtals rekstrargjöld Bæjarsjóðs:1.753.000    22. Önnur mál.
    BR980979
    a) Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir ánægju með þá ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæsluna skuli eingöngu boðin út hér á landi. Bæjarráð fagnar því tækifæri sem íslenskum skipasmíðaiðnaði er gefið með þessum hætti til þess að styrkja sig í sessi á ný.
    b) Með símbréfi dags. 9. október s.l. frá bæjarráði Siglufjarðar er óskað eftir fundi með bæjarráði Akureyrar um samgöngumál og hugmyndir um framtíðarvegtengingu milli Siglufjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins.
    Bæjarstjóra falið að undirbúa fundinn.


    Fundi slitið kl. 11.31.
    Ásgeir Magnússon
    Sigurður J. Sigurðsson
    Jakob Björnsson
    Valgerður Hrólfsdóttir
    Oddur H. Halldórsson
    Kristján Þór Júlíusson
    Heiða Karlsdóttir
    -fundarritari-