Bæjarráð

2641. fundur 15. janúar 1998

Bæjarráð 15. janúar 1998.


2677. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 15. janúar kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjar-verkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Heimsókn fulltrúa frá Flugfélagi Íslands h.f.
BR980033
Á fundinn komu að ósk bæjarráðs fulltrúar frá Flugfélagi Íslands h.f., Sigurður Aðalsteinsson stjórnarformaður og Páll Halldórsson framkvæmdastjóri. Rætt var um rekstur félagsins og starfsemi þess á Akureyri og flugsamgöngur frá Akureyri út um land og til Grænlands.
Fulltrúar félagsins lýstu því yfir að ekki væri fyrirhuguð nein grundvallarbreyting á starfseminni á Akureyri þrátt fyrir nokkrar aðgerðir, sem gerðar hafa verið og kunna að verða gerðar í hagræðingarskyni.

2. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 14. janúar, 4. liður.
BR980027
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

3. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 17. desember, 3. liður.
BR980036
Bæjarstjóri greindi frá því að forstöðumaður mannvirkjanna hefði óskað eftir að draga til baka tillögu sína.

4. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 12. janúar
BR980028
Í fundargerðinni er greint frá 5 viðtölum.
2. lið vísað til bæjarverkfræðings.
1. og 3. liður: Lagt var fram bréf dags. 14. janúar frá foreldrafélögum leikskólanna í bænum varðandi fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda. Einnig lagði fræðslumálastjóri fram blöð með samanburði á gjaldskrám leikskóla í nokkrum sveitarfélögum. Bæjarráð óskar eftir að hann útfæri samanburðinn frekar.
Bæjarráðsmaður Sigríður Stefánsdóttir óskar bókað, að bæjarfulltrúar minnihlutans stóðu ekki að síðustu hækkun leikskólagjalda og töldu hana of mikla. Hún leggur til að fyrirhuguð hækkun verði dregin til baka meðan raunverulegar kostnaðarhækkanir við leikskóla og samanburður við önnur sveitarfélög eru skoðuð nánar.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.
4. lið vísað til bæjarritara.

5. Reikningsyfirlit janúar - nóvember 1997.
BR980034
Reikningsyfirlitið er lagt fram til kynningar.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar dags. 8. desember.
BR980002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar sambandsins í 22. lið fundargerðarinnar og mótmælir harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að skerða tekjur sveitarfélaga vegna kjarasamninga sem gerðir voru í mars á s.l. ári.

7. Háskólinn á Akureyri. Fundargerð viðræðunefndar um fjármögnun rannsóknarhúss dags. 6. janúar.
BR980017
Fundargerðin, sem er frá 1. fundi nefndarinnar, er lögð fram til kynningar.

8. Sveitarstjórnarlög. Óskað umsagnar um frumvarp.
BR970318 - 971318
Með bréfi dags. 15. desember frá félagsmálanefnd Alþingis er leitað umsagnar sveitarstjórna um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 288. mál, heildarlög.
Bæjarráð felur bæjarritara og bæjarlögmanni að koma umsögn bæjarráðs um frumvarpið til félagsmálanefndar Alþingis.

9. Umhverfisátak. Kosning 5 manna stjórnarnefndar.
BR970373 – 971373
Með tilvísun til samþykktar bæjarráðs 10. desember og bæjarstjórnar 16. desember s.l. um átak í umhverfismálum vísar bæjarráð til bæjarstjórnar kosningu 5 aðalmanna og 5 varamanna í nefnd til að hafa yfirstjórn með verkefninu.
Bæjarráð telur eðlilegt að grunnurinn að mótun umhverfisstefnu verði sú stefnumótun, sem þegar hefur komið fram í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Akureyrar.

10. Framkvæmdasjóður Akureyrar. Frumvarp að fjárhagsáætlun 1998.
BR980035
Bæjarráð fór yfir frumvarpið og vísar því óbreyttu til bæjarstjórnar til 2. umræðu og afgreiðslu.

11. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Upplýsingabæklingur.
BR970332 - 971332
Lagt var fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 17. desember 1997.
Í bréfinu er greint frá nýrri reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 653/1997.
Bréfinu fylgir upplýsingabæklingur um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem Félagsmála-ráðuneytið hefir gefið út. Í bæklingnum er stutt lýsing á tekjum sjóðsins og þeim framlögum, sem veitt eru úr sjóðnum, ásamt öðrum upplýsingum er snerta starfsemi hans. Bæklingurinn fylgir fundargerð þessari til bæjarfulltrúa.

12. Aðgangseyrir að þjónustustofnunum. Tillaga um aldursmörk gjaldtöku.
BR980029
Lögð var fram tillaga frá fræðslumálastjóra um aldursmörk gjaldtöku hjá þeim stofnunum Akureyrarbæjar, þar sem greiða þarf aðgangseyri. Um er að ræða samræmdar tillögur, sem gilda skulu hjá Strætisvögnum, Skíðastöðum, sundlaugum bæjarins, Davíðshúsi, Sigurhæðum (Matthíasarhúsi) og Náttúrugripasafninu.
Tillagan er svohljóðandi:
        "Í öllum stofnunum Akureyrarbæjar þar sem greiða þarf aðgangseyri fyrir veitta þjónustu, skal hafa eftirfarandi viðmiðanir:
· Fyrir börn sem ekki eru komin í grunnskóla greiðast engin gjöld (til 31. ágúst árið sem þau verða 6 ára).
· Fyrir börn á grunnskólaaldri greiðast barnagjöld (frá 1. september árið sem þau verða 6 ára og til 31. ágúst árið sem þau verða 16 ára).
· Nemar í framhaldsskóla eða háskóla greiða skólagjöld, gegn framvísun skólaskírteina.
· Lífeyrisþegar (frá og með 67 ára aldri) og öryrkjar þurfa ekki að greiða fyrir umrædda þjónustu, nema hjá SVA, þar sem þeir greiða fullt fargjald eða geta keypt 20 miða kort á afsláttarverði.
· Allir aðrir greiða fullt gjald, miðað við þær gjaldskrár sem í gildi eru hverju sinni
Bæjarráð samþykkir tillöguna.

13. Tónlistarskólinn. Minnispunktar varðandi stefnumörkun fyrir skólann.
BR980030
Fræðslumálastjóri lagði fram minnispunkta til nota við gerð stefnumörkunar, sem unnið er að fyrir skólann.

14. Lækjargata 6. Kaupsamningur.
BR980032
Lögð voru fram drög að samningi um kaup Akureyrarbæjar á fasteigninni Lækjargötu 6, íbúð á 2. hæð, ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum, sbr. bókun bæjarráðs 6. febrúar 1997.
Seljandi er Búnaðarbanki Íslands, útibúið á Akureyri. Kaupverð er kr. 3.150.000.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. bæjarins.

15. Býlið Þingvellir. Kaupsamningur.
BR980031
Lögð voru fram drög að kaupsamningi um kaup Akureyrarbæjar á fasteignum
og erfðafestulandi býlisins Þingvalla við Norðurlandsbraut, sbr. bókun bæjarráðs dags. 23. janúar 1997.
Seljendur eru Sigurlaug Njálsdóttir, Sigurður F. Sigurðsson og Lilja Ósk Sigurðardóttir. Kaupverð er kr. 7.000.000.
Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn f.h. bæjarins.

16. Skuggi ehf., sælgætisverksmiðja. Umsókn um hlutafjárframlag.
BR980023
Með bréfi dags. 12. janúar frá Skugga ehf., sælgætisverksmiðju, kt. 600794-2809, er sótt um hlutafjárframlag til Framkvæmdasjóðs Akureyrar að upphæð kr. 5.000.000.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til umsagnar.

17. Uppsögn starfs. Oddný Stella Snorradóttir.
BR980038
Oddný Stella Snorradóttir tölvunarfræðingur segir upp starfi sínu með tilskyldum fyrirvara talið frá 1. febrúar.

18. Foreldrafélag Kiðagils og Giljaskóla.
BR980037
Lagt var fram bréf dags. 12. janúar frá stjórn Foreldrafélagsins Vinarrótar, Kiðagili og stjórn Foreldrafélags Giljaskóla. Í bréfinu er mótmælt "þeim vinnubrögðum (aðgerðarleysi), sem bygginganefnd, framkvæmdanefnd, skólanefnd og leikskólanefnd Akureyrarbæjar hafa viðhaft við byggingu og eftirlit framkvæmda við Giljaskóla".


Fundi slitið kl. 13.00.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
-fundarritari-