Bæjarráð

2643. fundur 14. mars 1998

Bæjarráð 14. maí 1998.


2694. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 14. maí kl. 9.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, yfirverk-fræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 11. maí, 6. liður.
BR980481
Bæjarráð leggur til að tillaga slökkviliðsstjóranna verði samþykkt.

2. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 11. maí, 1., 4. og 5. liður.
BR980488,BR980508, BR980509 og BR980510
Bæjarráð samþykkir alla liðina.

3. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 6. maí, 2., 3. og 5. liður.
BR980482, BR980511 og BR980512
2. og 3. lið samþykkir bæjarráð.
5. liður. Bæjarráð samþykkir liðinn, en beinir því til íþrótta- og tómstundaráðs að starfslýsing forstöðumannsins verði endurskoðuð áður en staðan verði auglýst.

4. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 30. apríl, 2. liður.
BR980483
Bæjarráð samþykkir liðinn.

5. Skólanefnd. Fundargerð dags. 13. maí, liðir 1.1 og 1.2.
BR980369, BR980370 og BR980489
Með vísan til liðar 1.2 var lagt fram á fundi bæjarráðs bréf frá Þórunni Bergsdóttur nýráðnum skólastjóra Lundarskóla, þar sem hún gerir grein fyrir afstöðu sinni til ráðningar aðstoðarskólastjóra.
Bæjarráð vísar báðum liðunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 12. maí, 1. liður.
BR980490
Bæjarráð mælir með því að bókunin verði samþykkt.

7. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 12. maí, liður 1 a) og 1 b).
BR980492
Lið 1 a) samþykkir bæjarráð.
Lið 1 b) frestar bæjarráð.

8. Skólanefnd Tónlistarskólans. Fundargerð dags. 13. maí, 1. liður.
BR980485 og BR980507
Bæjarráð vísar ráðningu aðstoðarskólastjóra til bæjarstjórnar.

9. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 11. maí.
BR980495
Fundargerðin er í 6 liðum.
1. lið vísar bæjarráð til tæknideildar.
2. lið vísar bæjarráð til byggingafulltrúa.
3. lið vísar bæjarráð til starfsmannastjóra og felur honum að svara viðmælanda
bæjarfulltrúanna.

10. Stjórnarnefnd vegna umhverfisátaks. 7 fundargerðir og áfangaskýrsla.
BR980480
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar. Þeim fylgir áfangaskýrsla með fyrstu tillögum nefndarinnar, ábendingum og hugmyndum um áhersluatriði í starfinu framundan.
Tillögur nefndarinnar eru:
1) Sótt verði um þátttöku í samstarfsverkefni Umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um mótun umhverfisáætlana fyrir sveitarfélögin.
2) Ráðinn verði starfsmaður/verkefnisstjóri í samvinnu við Sorpsamlag Eyjafjarðar og umhverfisdeild (t.d. verkefnaráðning til tveggja ára)
3) Nefndin starfi áfram a.m.k. til áramóta. Síðan verði metið hvort umhverfisdeild tekur hugsanlega við.
1. lið tillagnanna samþykkir bæjarráð.
2. lið samþykkir bæjarráð enda verði gengið frá starfslýsingu áður en starfið verði auglýst.
3. lið vísar bæjarráð til nýrrar bæjarstjórnar til ákvörðunar.
Bæjarráð óskar eftir að tilmæli, sem fram koma í lok skýrslunnar, verði send tæknideild og umhverfisdeild.

11. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð stjórnar dags. 24. apríl.
BR980478
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð stjórnar dags. 6. maí.
BR980462
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13. Minjasafnið á Akureyri.
BR980242
Tekin var fyrir greinargerð frá starfshópi um rekstur og fjármögnun Minjasafnsins, sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 28. apríl.
Fram kom að málefni Minjasafnsins eru til skoðunar hjá héraðsnefnd Eyjafjarðar og gert er ráð fyrir að þau verði tekin til afgreiðslu á héraðsnefndarfundi í júlímánuði.
Bæjarráð samþykkir því að vísa ákvarðanatöku til endurskoðunar fjárhagsáætlunar síðar í sumar.

14. Ketilhúsið. Úttekt framkvæmda.
BR980417
Lögð var fram úttekt á framkvæmdum við "ketilhúsið" dags. 3. maí, ásamt áætlun um kostnað við að ljúka verkinu. Úttektina hafa unnið Magnús Garðarsson fulltrúi Akureyrarbæjar og Sigurður Jónsson fulltrúi Gilfélagsins
Í úttektinni kemur fram að áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir, sem lokið er, var áætlaður kr. 13.5 milljónir og hefir Akureyrarbær lagt fram til þeirra kr. 12.0 milljónir.
Úttektarmenn telja raunkostnað við þessar framkvæmdir innan eðlilegra marka. Jafnframt er það mat þeirra að til að ljúka framkvæmdum við húsið þurfi til viðbótar kr. 22.350 þús.
Vegna framkominna upplýsinga frá fræðslumálastjóra samþykkir bæjarráð að veita viðbótarfjárveitingu á þessu ári til framkvæmdanna allt að kr. 1.0 milljón, enda verði unnt að koma húsinu í notkun fyrir sumarið. Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar síðar í sumar.

15. Kjörskrá til bæjarstjórnarkosninga 23. maí 1998.
BR980479
Gerð hefir verið kjörskrá fyrir Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninganna 23. maí n.k.
Á kjörskránni eru 10.817 manns, 5.269 karlar og 5.548 konur.
Bæjarráð leggur til að kjörskráin verði staðfest af bæjarstjórn og bæjarstjóra falið að undirrita hana.
Jafnframt er lagt til að bæjarráði verði veitt heimild til að afgreiða kjörskrárkærur sem berast kunna.

16. Landsvirkjun. Ársskýrsla 1997
BR980463
Lögð var fram til kynningar Ársskýrsla Landsvirkjunar 1997 ásamt reikningum.

17. Tjaldsvæði. Drög að rekstrarsamningi.
BR980491
Lögð voru fram drög að samningi við Skátafélagið Klakk um rekstur á tjaldsvæðum í eigu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð leggur til að samningsdrögin verði samþykkt og bæjarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd bæjarins.

18. Göngu- og hjólreiðastígur. Úr fundargerð bygginganefndar.
BN980160
Tekinn var fyrir 8. liður í fundargerð bygginganefndar dags.17. apríl um gerð göngu- og hjólreiðastígs milli lóðar Verkmenntaskólans og Kjarnaskógar. Liðnum vísaði bæjarstjórn til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar ábendingu bygginganefndar til skipulagsnefndar.

19. Stjórnendur grunnskóla og Tónlistarskólans óska viðræðna um sérkjör.
BR980494
Lagt var fram bréf dags. 11. maí frá stjórnendum grunnskólanna í bænum og Tónlistarskólans, þar sem óskað er viðræðna við bæjaryfirvöld um bætt kjör vegna stóraukins vinnuálags og ábyrgðar í starfi, sem m.a. tengist reynsluverkefni Akureyrar um málefni fatlaðra, lítilli stoðþjónustu, skorts á fagfólki og síauknum kröfum um skólastarfið.
Í samræmi við bókun með kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við Kennarafélag Íslands og Hið íslenska kennarafélag standa nú yfir samningaviðræður við fulltrúa skólastjórnenda og er þess vænst að niðurstöður liggi fyrir innan skamms.
Bæjarráð samþykkir því að fela bæjarstjóra að senda erindi skólastjórnendanna til launanefndar sveitarfélaga vegna þeirra atriða, sem þar eru til umræðu.
Afgreiðslu erindisins er að öðru leyti frestað þar til niðurstöður áðurnefndra samningaviðræðna liggja fyrir.

20. Kjaramál og uppsagnir grunnskólakennara.
BR980474
Lagður var fram listi með nöfnum 80 grunnskólakennara, sem afhentu bæjarstjóra afrit af uppsagnarbréfum sínum 8. maí s.l.
Jafnframt var lagt fram bréf dags. 11. maí frá stjórnendum grunnskólanna í bænum, þar sem lýst er fullum stuðningi við baráttu kennara á Akureyri fyrir
bættum kjörum og starfsaðstöðu og bent á fjórar leiðir til þess að halda réttindakennurum við störf og laða að nýja kennara með kennsluréttindi:
1) Með sérkjarasamningi við kennara.
2) Með bættri vinnuaðstöðu í skólunum.
3) Með samningum við annað fagfólk í grunnskólunum til aðstoðar við nemendur með mismunandi þarfir og þroska.
4) Með auknum heimildum skólastjóra til lækkunar kennsluskyldu eða greiðslum til réttindakennara vegna leiðsagnar við nýliða og leiðbeinendur.

Bæjarráð bendir á að atriði í erindi skólastjórnendanna, sem snerta launamál kennara, eru þegar komin til umfjöllunar hjá launanefnd sveitarfélaga, sbr.
bókanir bæjarráðs 16. apríl, 14. lið, og 7. maí, 3. lið. Bæjarráð mun taka málið aftur til umfjöllunar þegar niðurstaða launanefndarinnar liggur fyrir.
Bæjarráð vísar 2) lið erindisins til skólanefndar til nánari úrvinnslu í samráði við skólastjórnendur svo og skoðun á þeim þáttum 4) liðar er ekki eru tengdir
kjarasamningum.

21. Þroskaþjálfafélag Íslands óskar viðræðufundar um kjaramál.
BR980493
Lagt var fram ódags. bréf frá Þroskaþjálfafélagi Íslands, þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjóra og nokkrum embættismönnum um launakjör vegna misræmis í launagreiðslum til starfsmanna við reynsluverkefni eftir því hvort þeir taka laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags ríkisstofnana við Ríkissjóð eða samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands við Ríkissjóð.
Í tilefni þessa erindis felur bæjarráð verkefnisstjóra reynsluverkefnis að taka upp viðræður við ríkisvaldið um viðunandi úrlausn málsins.

22. Samband íslenskra sveitarfélaga.
Staða í samningamálum við Félag bókasafnsfræðinga.
BR980457
Lagt var fram bréf dags. 28. apríl, sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefir sent sveitarfélögum, sem falið hafa launanefnd sveitarfélaga umboð til að semja við Félag bókasafnsfræðinga. Í bréfinu er greint frá stöðu í kjarasamningaviðræðum við félagið.
Ekki er ágreiningur um almennan texta samningsins en djúpur ágreiningur um launaliðinn og hefir deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara.

Bæjarráðsmennirnir Ásta Sigurðardóttir og Sigríður Stefánsdóttir hurfu af fundi þegar hér var komið.

23. Tillaga um afslátt af gatnagerðargjöldum við úthlutun stærri byggingarsvæða.
BR980506
Bæjarráðsmaður Gísli Bragi Hjartarson lagði fram tillögu ásamt greinargerð um afslátt af gatnagerðargjöldum, þegar úthlutað er stærri byggingarsvæðum og gatnagerð á svæðinu er í höndum lóðarhafa.
Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarverkfræðings til frekari útfærslu.

24. Sandblástur og málmhúðun. Leitað eftir kaupum á Íþróttaskemmunni.
BR970309
Með ódags. bréfi leitar Sandblástur og málmhúðun h.f. eftir viðræðum við Akureyrarbæ um kaup á Íþróttaskemmunni við Árstíg.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga viðræður við bréfritara vegna erindisins.

25. Knattspyrnufélag Akureyrar. Breyttar greiðslur vegna æfingatíma.
BR970358
Í tilefni af bréfi dags. 27. ágúst 1997 frá Knattspyrnufélagi Akureyrar samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að semja um breytingar á greiðslum til félagsins vegna æfingatíma þess í K.A.-húsinu.
Fjárveitingu vegna viðbótarkostnaðar er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.


Fundi slitið kl. 13.45.
Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Sigurður J. Sigurðsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -