Bæjarráð

2645. fundur 13. ágúst 1998

Bæjarráð 13. ágúst 1998.


2705. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 13. ágúst kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, bæjarverkfræðingi, félagsmála-stjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 7. ágúst 1998.
BR980808,
Fundargerðin er í 7 liðum.
1. liður: Bæjarráð samþykkir liðinn og uppsögn erfðafestulandanna frá næstu áramótum. Bætur fyrir ræktun erfðafestulands, greiðast kr. 12,90 m². Jafnframt felur bæjarráð umhverfisdeild að segja upp löndum á lausri leigu á skipulagssvæðinu frá sama tíma. Þar sem deiliskipulag svæðisins miðast við að býlið Fífilbrekka víki í skipulagi, felur bæjarráð bæjarlögmanni að taka upp samninga við eiganda býlisins, Húsnæðisstofnun ríkisins, um kaup á íbúðarhúsi og útihúsum.
Stefnt skal að því að lóðir á svæðinu verði auglýstar til úthlutunar í októbermánuði n.k. og að svæðið verði byggingarhæft 15. júní 1999.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

2. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 10. ágúst 1998.
BR980815
Fundargerðin er í 8 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

3. Skólanefnd. Fundargerð dags. 5. ágúst 1998.
BR980809
Fundargerðin er í 5 liðum.
Liður 1.1: Upplýst var að mál Ragnheiðar þarf ekki afgreiðslu bæjarráðs þar sem viðkomandi kennari er með skipun við grunnskóla Akureyrar.
3. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu. Óskað eftir greinargerð frá fræðslumálastjóra fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

4. Kjarasamninganefnd. Fundargerð dags. 7. ágúst 1998.
BR980816
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Félagsmálaráð. Fundargerðir dags. 6. og 10. ágúst 1998.
BR980810
Fundargerðin frá 6. ágúst er í 9 liðum.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
Fundargerðin frá 10. ágúst er í 8 liðum.
4. liður: Erindisbréf yfirlæknis verði lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

6. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 6. ágúst 1998.
BR980811
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 7. ágúst 1998.
BR980817, BR980818 og BR980819
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
2. liður: Bæjarráð leggur til að unnið verði samkvæmt áætlun B, þar til fyrir liggja svör félagsmálaráðuneytisins um framtíð starfsemi Menntasmiðjunnar.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

8. Eyþing. Aðalfundarboð 3. og 4. september 1998 ásamt dagskrá.
BR980798
Með bréfi dags. 5. ágúst 1998 er boðað til aðalfundar Eyþings 1998 á Hótel Húsavík dagana 3. og 4. september n.k.

9. Samband íslenskra sveitarfélaga. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga.
BR980805
Með bréfi dags. 31. júlí 1998 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er tilkynnt að undirritað hafi verið samkomulag um stofnun Lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga (LSS). Stofnsamningurinn sem undirritaður var er í raun tvíþættur. Í fyrsta lagi er hann samningur um stofnun lífeyrissjóðs. Í öðru lagi er hann ígildi
kjarasamnings um lífeyrissjóðsaðild starfsmanna og iðgjald.
Óskað er eftir fundi með bæjarfulltrúum, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrar-bæjar og fulltrúum frá Starfsmannafélagi bæjarins mánudaginn 17. ágúst n.k.
kl. 17.00 í bæjarstjórnarsalnum að Geislagötu 9, 4. hæð.

10. Fiskeldi Eyjafjarðar h.f.
BR980794
Með bréfi dags. 31. júlí 1998 býður Fiskeldi Eyjafjarðar h.f. Akureyrarbæ forkaupsrétt á hlutabréfum. Hluti Akureyrarbæjar er að nafnvirði kr. 2.378.336.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.

11. Landsvirkjun. Skuldabréfaútgáfa.
BR980822
Erindi dags. 11. ágúst 1998 frá Landsvirkjun, þar sem segir að stjórn Landsvirkjunar hafi samþykkt að fyrirtækið taki lán með skuldabréfaútgáfu á markaði hérlendis að fjárhæð allt að 2.500.000.000 kr. Leitað er samþykkis Akureyrarbæjar.
Bæjarráð Akureyrar veitir samþykki sitt fyrir umræddri skuldabréfaútgáfu.

12. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Beiðni um stuðning við hugbúnaðarverkefni.
BR980814
Með bréfi dags. 10. ágúst 1998 frá Verkmenntaskólanum á Akureyri er þess farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar að hún styðji skólann í framkvæmd verkefnis á sviði hugbúnaðargerðar er hann hefur tekist á hendur í samstarfi við fleiri aðila.
Farið er fram á að Akureyrarbær styrki verkefnið á næsta fjárhagsári með framlagi að upphæð kr. 3.000.000.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

13. Anna María Jóhannsdóttir. Óskar eftir bæjarábyrgð vegna tónleika Kristjáns Jóhannssonar.
BR980813
Erindi dags. 4. ágúst 1998 frá Önnu Maríu Jóhannsdóttur, Sunnuhlíð 21e, Akureyri, þar sem hún óskar bæjarábyrgðar vegna tónleika Kristjáns Jóhannssonar, óperusöngvara, v/minningartónleika um Jóhann Konráðsson.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og gera grein fyrir umræðum á fundinum.

14. Slippstöðin h.f. Smíði varðskips.
BR980827
Með bréfi dags. 10. ágúst 1998 frá Slippstöðinni h.f. á Akureyri er upplýst um stöðu mála varðandi smíði varðskips fyrir Íslendinga og mikilvægi þess að slík smíði fari fram hér innanlands.
Svohljóðandi bókun var samþykkt samhljóða:
    "Skipasmíði var á árum áður ein af styrkustu stoðum atvinnulífs á Akureyri. Í kjölfar erfiðrar samkeppnisstöðu vegna gífurlegra ríkisstyrkja í nágrannalöndum okkar lagðist nýsmíði nær alveg af hér á landi um nokkurt árabil.
    Á næstu vikum mun verða tekin um það ákvörðun hvort nýtt varðskip verði smíðað innanlands eða hvort viðhaft verður alþjóðlegt útboð um verkið.
    Íslenskar skipasmíðastöðvar hafa sýnt verkinu mikinn áhuga og sameinast um að vinna að framgangi málsins. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að vegna sérstöðu skipa sem ætlað er að verja lögsögu þjóða, eru verkefni af þessu tagi ekki útboðsskyld á EES svæðinu, enda fela flestar þjóðir innlendum aðilum slík verk.
    Með smíði varðskipsins hér innanlands skapast einstakt tækifæri til eflingar íslensks skipaiðnaðar. Verkefnið er stórt og krefjandi og mun því bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna verulega og gera þeim kleift að sækja á önnur mið í nýsmíði og framleiðslu ef þau fá þetta verkefni.
    Bæjarráð Akureyrar tekur heilshugar undir sjónarmið íslensku fyrirtækjanna og skorar á stjórnvöld að láta þetta einstaka tækifæri til eflingar íslensks skipaiðnaðar ekki renna sér úr greipum og skipið verði smíðað á Íslandi."


Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11.17.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-