Bæjarráð

2647. fundur 25. júní 1998

Bæjarráð 25. júní 1998.


2698. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 25. júní kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, bæjarverkfræðingi og félagsmálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Bygginganefnd. Fundargerð dags. 15. júní 1998.
    BR980649
    Fundargerðin er í 4 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

2. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 19. júní 1998.
    BR980650
    Fundargerðin er í 6 liðum.
    Liður 5. Bæjarráð samþykkir liðinn, að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

3. Framkvæmdanefnd. Fundargerð dags. 19. júní 1998.
    BR980651
    Fundargerðin er í 8 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

4. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 18. júní 1998.
    BR980658
    Fundargerðin er í 6 liðum.
    4.liður: Lagt er til að Haukur Stefánsson verði ráðinn forstöðumaður Skíðastaða til eins árs.
    Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins.
Fundargerðin gefur að öðru leyti ekki tilefni til ályktunar.

5. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 18. júní 1998.
    BR980656
    Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

6. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 12. júní 1998.
    BR980652
    Fundargerðin er í 5 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

7. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 16. júní 1998.
    BR980653
    Fundargerðin er í 4 liðum.
    Í 3. lið fundargerðarinnar er lagt til að ráðinn verði starfsmaður til að ljúka gerð jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar 1998-2002.
    Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista er gert ráð fyrir að ráðinn verði starfsmaður til að ljúka þessu verki og heimilar bæjarráð bæjarstjóra að ráða starfsmann tímabundið í þeim tilgangi. Ráðningarsamningurinn verði lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar. Ákvörðun um framtíðarskipan jafnréttis- og fræðslumála innan stjórnsýslusviðs bæjarins verður tekin við endurskoðun þess.
Að öðru leyti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktunar.

8. Launanefnd sveitarfélaga. Launakjör skólastjórnenda.
    BR980654
Lagt fram til kynningar.

9. Könnun á atvinnuhorfum námsmanna 17 ára og eldri.
BR980564
Samkvæmt ákvörðun bæjarráðs frá 28. maí s.l. var starfsmannastjóra falið að gera könnun á atvinnuhorfum námsmanna 17 ára og eldri.
Samkvæmt greinargerð starfsmannastjóra hafa 45 ekki fengið vinnu, 36 karlar og 9 konur.
Bæjarráð samþykkir að þessu atvinnulausa skólafólki verði boðin 6 vikna (eða 240 klst.) vinna í sumar á vegum Akureyrarbæjar.

10. Reglur um greiðslur fyrir störf í bæjarstjórn og nefndum.
BR980677
Lagðar fram Reglur um kaup og kjör bæjarfulltrúa og þeirra, sem starfa í nefndum hjá Akureyrarbæ kjörtímabilið 1998-2002.
Bæjarráð samþykkir að frá og með 9. júní verði föst laun formanns bæjarráðs 35% og laun til formanna framkvæmda- og skólanefndar verði 15% af þingfararkaupi á mánuði. Brott falli ákvæði um greiðslur til hafnarstjórnar, leikskólanefndar og skólanefndar Tónlistarskóla. Að öðru leyti haldist reglur um kaup og kjör bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ óbreyttar.

11. Menntaskólinn á Akureyri. Ólympíuleikar í eðlisfræði 1998.
    BR980655
    Bréf frá Menntaskólanum á Akureyri (ódags.) móttekið 22. júní 1998, með beiðni um styrk vegna Teits Arasonar nemanda í Menntaskólanum, en hann hefur unnið sér sæti í Ólympíuliði Íslands á 29. Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fram fara í Reykjavík 8.- 10. júlí n.k.
    Bæjarráð samþykkir liðinn.

12. Sandblástur & Málmhúðun. Tilboð í Íþróttaskemmuna.
    BR980580
    Kauptilboð frá Sandblæstri & Málmhúðun hf. dags. 3. júní 1998 í fasteignina Árstíg 1, íþróttahús matshluti 01, Akureyri.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóra verði heimilað að ganga til samninga við Sandblástur og Málmhúðun um kaup á Íþróttaskemmunni á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs og minnisblaða fyrirtækisins frá 28. maí og 22. júní.
Jafnframt samþykkir meirihluti bæjarráðs að hefja nú þegar undirbúning að endurbótum og breytingum á Íþróttahöllinni sem miði að því að hún geti nýst til tónleikahalds fyrir stærri tónleika.

Bæjarráðsmaður Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég er ekki á móti því að Skemman verði seld, en tel að tryggja þurfi þeirri starfsemi, sem þar fer fram annan stað áður.

13. Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir.
    BR980630
    Með bréfi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 15. júní 1998, er vakin athygli á nýjum lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 sem samþykkt voru á Alþingi 3. mars s.l. og taka gildi 1. ágúst n.k.

14. Murmansk. Heillaóskir í tilefni þjóðhátíðardagsins.
    BR980632
    Með bréfi dags. 16. júní 1998 senda yfirvöld í Murmansk Akureyrarbæ heillaóskir í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Bæjarráð þakkar góðar kveðjur.

15. Halló Akureyri ´98.
    BR980280, BR980594 og BR980661.
Lagt fram minnisblað frá fundi bæjarstjóra með forráðamönnum framkvæmdanefndar Halló Akureyri ´98.

16. Golfklúbbur Akureyrar. Opnunarhátíð Arctic Open.
    BR980648
    Með bréfi frá Golfklúbbi Akureyrar dags. 16. júní 1998 eru færðar fram þakkir fyrir stuðning við Arctic Open, alþjóðlegt golfmót Golfklúbbs Akureyrar.

17. Sundsamband Íslands. Ályktun Sundþings 1998.
    BR980632
    Með bréfi frá Sundsambandi Íslands dags. 15. júní 1998 er eftirfarandi ályktun beint til bæjarstjórnar Akureyrar:
    "Sundþing 1998 haldið á Akureyri fagnar framtaki bæjaryfirvalda á Akureyri við að koma á fót glæsilegri aðstöðu til æfinga og keppni fyrir sundfólk, en hvetur jafnframt til þess að hraðað verði yfirbyggingu sundlaugar til að fullkomin aðstaða til æfinga, kennslu og mótahalds skapist."

18. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Svæðisskipulag Eyjafjarðar.
    BR980566
    Með bréfi dags. 27. maí 1998 óskar Héraðsnefnd Eyjafjarðar (að beiðni Byggðastofnunar) tilnefningar tengiliðs sveitarfélagsins í sambandi við gerð byggðaáætlunar.
    Einnig er minnt á að hvert sveitarfélag þarf að tilnefna tvo fulltrúa og jafnmarga til vara í samvinnunefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Bæjarráð óskar upplýsinga um vinnulag við gerð byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð áður en tengiliðurAkureyrarbæjar í þeirri vinnu verði tilnefndur.
Að öðru leyti er erindinu frestað.

19. Breytingar á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
BR980675
    Lögð var fram tillaga að breytingu á skipuriti Akureyrarbæjar sem gerir ráð fyrir að verkefni bæjarfélagsins skiptist í fimm megin svið; stjórnsýslusvið, fjármála- og áætlanasvið, félags- og heilsugæslusvið, fræðslu- og frístundasvið og tækni- og umhverfissvið.
    Sviðsstjórar yrðu eftir breytingar 5 í stað fjögurra og í stað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs kæmu störf stjórnsýslustjóra og fjármálastjóra.
    Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu og felur bæjarstjóra að auglýsa hinar nýju stöður lausar til umsóknar.

20. Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
    BR980637
    Formaður bæjarráðs lagði fram og kynnti ráðningarsamning við Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóra.


21. a) Endurskoðun ráðgjafarþjónustu á vegum Akureyrarbæjar og Skólaþjónustu Eyþings.
BR980550
     Lögð fram að nýju greinargerð starfshóps sem lögð var fyrir fund bæjarráðs þann 28.05. 1998.
     Bæjarstjóra er falið að hefja nauðsynlegan undirbúning sem miði að því að Akureyrarbær yfirtaki þjónustuna fyrir sína skóla frá og með september 1999.
b) Skólaþjónusta Eyþings. Uppbygging ráðgjafarþjónustu fyrir leik- og grunnskóla.
     BR980659
     Lagt fram bréf starfsmanna Skólaþjónustu Eyþings þar sem þeir skýra sjónarmið sín vegna þeirra breytinga sem framundan eru á starfsemi Skólaþjónustunnar.
   c) Skólaþjónusta Eyþings. Fundargerð dags. 11. júní 1998.
     BR980660
     Lögð fram fundargerð dags. 11. júní 1998 frá fundi Skólaþjónustu Eyþings með skólastjórnendum á Akureyri og skólafulltrúa Akureyrarbæjar. Fundarefni var þjónusta SE við skóla á Akureyri og samskipti skóla og SE.

22. Jafnréttisnefnd. Fundargerð 12. mars 1998, 2. liður.
    BR980276
    Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum 26. mars s.l.
    Með afgreiðslu á þessum lið er vísað til afgreiðslu á 7. lið hér að framan.

23. Samkomulag um starfskjör grunnskólakennara á Akureyri skólaárið 1998-1999.
BR980676
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gerðu grein fyrir viðræðum sínum við "viðræðunefnd kennara á Akureyri" og lögðu fram og kynntu samkomulag sem gert var milli aðila þann 23. júní s.l.
Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag samhljóða.


Fundi slitið kl. 11.24.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-