Bæjarráð

2646. fundur 12. nóvember 1998

Bæjarráð 12. nóvember 1998.


2718. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 6. nóvember 1998.
BR981166
Fundargerðin er í 3 liðum.
1. liður: Stjórn veitustofnana fer fram á að greiðslur verði hækkaðar um 2,5 millj. kr. á ári vegna aukningar á rekstri götuljósa á Akureyri á síðustu árum.
Bæjarráð vísar liðnum til gerðar fjárhagsáætlunar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar gefa ekki tilefni til ályktunar.

2. Lækjargata 6, skipulag lóðar og umhverfis.
688 SN980027
Bæjarstjórn vísaði á fundi sínum 3. nóvember s.l. síðustu málsgrein 5. liðar fundargerðar skipulagsnefndar frá 23. október s.l. til bæjarráðs.
Bæjarráð óskar eftir greinargerð skipulagsnefndar með tillögu að umferðarstefnu og gönguleiðum.

3. Viðtalstímar bæjarfulltrúa. Fundargerð dags. 9. nóvember 1998.
BR981148
Fundargerðin er í 4 liðum.
1. liður: Upplýst var á fundinum að erindið var tekið fyrir í kjaranefnd í gær.
2. liður: Bæjarstjóra falið að fara yfir ábendingar framkvæmdastjóra verslunarsviðs KEA.

4. Reynsluverkefnanefnd. Fundargerð dags. 2. nóvember 1998.
BR981138
Fundargerðin er í 3 liðum og er lögð fram til kynningar.
Bæjarráð óskar eftir tillögu nefndarinnar um framhald reynsluverkefna Akureyrarbæjar.

5. Stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands. Fundargerð dags. 19. október 1998.
BR981139
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.

6. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra. Fundargerðir dags. 14. september, 27. október og 2. og 3. nóvember 1998.
BR981002
Fundargerðirnar ásamt fylgigögnum er varða samninga við starfsmenn voru lagðar fram til kynningar.
Hafi sveitarstjórn einhverjar athugasemdir við samningana er þess óskað að þær verði sendar skriflega til formanns heilbrigðisnefndar fyrir 6. desember 1998.
Gert er ráð fyrir að samningarnir gildi frá og með 1. ágúst 1998, þ.e. frá gildistöku laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og verði ákvæði þar um sett
inn í texta við undirritun samninga.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir greinargerð starfsmannadeildar um starfskjör heilbrigðisfulltrúa annars staðar á landinu.

7. Fjármálaráðuneytið. Vandamál er tengjast ártalinu 2000 í upplýsinga- og tækjabúnaði.
BR980609
Lagt fram bréf Fjármálaráðuneytis frá 9. júní 1998 þar sem tilkynnt er að ráðherra hefur skipað nefnd um vandamál er tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði. Hlutverk nefndarinnar er að vara við, upplýsa og benda á hvernig standa beri að lausn þeirra vandamála sem tengjast ártalinu, þannig að ekki hljótist skaði af rangri meðferð ártala á þeim tímamótum.
Fyrirhugaður er fundur fulltrúa Akureyrarbæjar og fulltrúum nefndarinnar Jóhanni Gunnarssyni og Hauki Ingibergssyni 19. nóvember n.k. hér á Akureyri.

8. Launanefnd sveitarfélaga. Fundargerð dags. 16. október 1998.
BR981154
Fundargerðin er í 12 liðum og er lögð fram til kynningar.

9. Hestamannafélagið Léttir. Reiðskemma.
BR981152
Lögð fram ályktun frá Hestamannafélaginu Létti um byggingu reiðskemmu á Hlíðarholti, sem samþykkt var á stjórnarfundi á sjötíu ára afmælisdegi félagsins 5. nóvember s.l.

10. Landvari, félag íslenskra vöruflytjenda.
BR981155
Erindi dags. 4. nóvember 1998 frá Landvara, félagi íslenskra vöruflytjenda þar sem vakin er athygli sveitarstjórnarmanna á landsbyggðinni á þeim breytingum sem eru að verða á rekstrarskilyrðum vöruflutninga á landi, en þessar breytingar munu leiða til verulegrar hækkunar á flutningskostnaði á næstu mánuðum.
Bæjarráð óskar eftir rökstuðningi ráðuneytisins fyrir gjaldskrárbreytingunum.

11. Samband íslenskra sveitarfélaga. Lífeyrissjóðsmál.
BR981158
Með bréfi dags. 6. nóvember 1998 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fylgir samantekt á upplýsingum og skýringum um ýmis atriði vegna laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem tóku gildi þann 1. júlí s.l. Tekið er fram að ekki er um tæmandi upplýsingar að ræða.
Lagt fram til kynningar.

12. Tillögur um stuðning Akureyrarbæjar við námskeið á sviði listgreina eins og dans, myndlist, tónlist, leiklist o.þ.h.
BR981161
Lagðar fram tillögur dags. 17. febrúar 1998 um stuðning Akureyrarbæjar við námskeið á sviði ýmissa listgreina undirritaðar af fræðslumálastjóra, fv. bæjarstjóra, félagsmálastjóra og skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri.
Bæjarráð óskar eftir frekari skýringum á framkvæmd tillögunnar og felur fræðslumálastjóra að leggja mat á þann kostnað sem hugsanlega leiddi af samþykkt hennar.

13. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar. Fjárhagsáætlun vegna Norðurpólsins - jólaævintýris á Akureyri.
BR981162
Með bréfi frá Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar dags. 3. nóvember s.l. fylgir fjárhagsáætlun vegna Norðurpólsins - jólaævintýris á Akureyri.
Bæjarráð heimilar umhverfisdeild að aðstoða við framkvæmd verkefnisins. Kostnaður deildarinnar vegna þessa fari þó ekki yfir eina milljón króna og verði mætt með aukaframlagi á liðinn ,,Jólaskreytingar hjá umhverfisdeild."
Oddur H. Halldórsson óskar bókað að hann er á móti afgreiðslunni.

14. Skýrsla L.Í. Einkafjármögnun.
BR981169
Lögð fram skýrsla - kynning á samantekt fjármálaráðgjafar Landsbanka Íslands hf. á einkaframkvæmd við umsýslu og rekstur fasteigna.

15. Heimsókn Siglfirðinga.
BR981028
Á fund bæjarráðs komu bæjarráð og bæjarstjóri Siglufjarðar m.a. til viðræðu um samgöngumál og hugmyndir um framtíðarvegtengingu milli Siglufjarðar og Eyjafjarðarsvæðisins.


Fundi slitið kl. 11.45.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Þórarinn B. Jónsson
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-