Bæjarráð

2648. fundur 25. febrúar 1998

Bæjarráð 25. febrúar 1998.


2683. fundur.

Ár 1998, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 17.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, félagsmálastjóra, fræðslumálastjóra og hagsýslustjóra.

Áður en fundur hófst fóru bæjarráðsmenn í heimsókn í húsnæði Minjasafnsins að Aðalstræti 58 og að Naustum. Forstöðumaður safnsins og aðrir starfsmenn sýndu húsnæðið og gerðu grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á því og uppsetningu nýrra grunnsýninga.

Þetta gerðist:

1. Þriggja ára áætlun fyrir árin 1999-2001.
Unnið var að gerð 3ja ára áætlunar um rekstur, fjármál og framkvæmdir Bæjarsjóðs Akureyrar árin 1999-2001.

Fundi slitið kl. 19.45.

Jakob Björnsson
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Sigfríður Þorsteinsdóttir
Þórarinn B. Jónsson
Gísli Bragi Hjartarson

Valgarður Baldvinsson
-fundarritari-