Bæjarráð

2650. fundur 23. júlí 1998

Bæjarráð 23. júlí 1998.


2702. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 23. júlí kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Undirritaðir bæjarráðsmenn og varamenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og yfirverkfræðingi.

Þetta gerðist:

1. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 17. júlí 1998.
BR980774
Fundargerðin er í 10 liðum.
3. liður: Bæjarráð felur skipulagsnefnd að kanna afstöðu annarra fyrirtækja á svæðinu til lokunar Geislagötu að næturlagi, áður en endanleg ákvörðun verður
tekin.
Að öðru leyti samþykkir bæjarráð fundargerðina, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

2. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 15. júlí 1998.
BR980762
Fundargerðin er í 3 liðum og gefur ekki tilefni til ályktunar.

3. Rekstrarnefnd Húsnæðisskrifstofunnar. Fundargerð dags. 2. júlí 1998.
BR980744
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar h.f. Aðalfundur, ársskýrsla 1997.
BR980749
Minnisblað dags. 13. júlí 1998 frá Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, sem sat aðalfund Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar h.f. f.h. Akureyrarbæjar, lagt fram til kynningar.

5. Leikfélag Akureyrar. Umsókn um aukafjárveitingu.
BR980743
Erindi frá Leikfélagi Akureyrar dags. 14. júlí 1998, þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar með ósk um tillögur í málinu. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til framangreindar tillögur liggja fyrir.

6. Náttúrulækningafélag Akureyrar. Flóamarkaður.
BR980739
Erindi frá NLFA dags. 14. júlí 1998, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar varðandi breytta staðsetningu flóamarkaðar félagsins. Flóamarkaðurinn hefur verið starfræktur í Kjarnalundi undanfarin ár, en þarf nú á haustdögum að víkja fyrir starfsemi öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

7. Félag um verndun hálendis Austurlands. Styrkumsókn.
BR980742
Erindi dags. 10. júlí 1998 frá "Félagi um verndun hálendis Austurlands" með beiðni um styrk vegna starfsemi félagsins, en tilgangur félagsins er "að berjast fyrir verndun ómetanlegrar náttúru norðan og austan Vatnajökuls."
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8. MA og VMA, bókasöfn. Sækja um mótframlag vegna launa starfsmanns.
BR980738
Erindi dags. 30. júní 1998 undirritað af Ragnheiði Sigurðardóttur f.h. Bókasafns MA og Sigríði Sigurðardóttur f.h. Bókasafns VMA, þar sem greint er frá því að bókasöfnin fái styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði (2 störf í 3 mánuði) til að undirbúa og koma tölvuútlánum í framkvæmd á komandi hausti. Til að bókasöfnin geti nýtt sér styrkinn þarf að koma mótframlag og þar sem ekki var gert ráð fyrir þessum lið í fjárhagsáætlun skólanna er hér með leitað til Akureyrarbæjar um greiðslu mótframlags.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

9. Örn Ingi. Ósk um viðræður.
BR980729
Bréf dags. 14. júlí 1998 frá Erni Inga, Klettagerði 6, Akureyri, þar sem hann óskar viðræðna um samstarf eða fyrirgreiðslu varðandi listaskóla sem hann hefur starfrækt undanfarin ár.
Bæjarráð vísar 1. lið til menningarmálanefndar og 2. lið til aldamótanefndar.

10. Stríðsárin köldu. Heimildamynd.
BR980735
Bréf dags. 14. júlí 1998 frá Petter Tafjord, kt.: 250742-4019, Laufengi 11, 112 Reykjavík, með beiðni um styrk vegna gerðar heimildamyndarinnar "Stríðsárin köldu" um veru norsku skíðaherdeildarinnar hér á landi, en hún var staðsett lengst af á Akureyri og Jan Mayen 1940-1943.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11. AUS - Alþjóðleg ungmennaskipti. Óskað eftir samstarfi við móttöku eins skiptinema.
BR980741
Bréf dags. 13. júlí frá AUS - Alþjóðlegum ungmennaskiptum, Hverfisgötu 8-10, Reykjavík, sem eru að undirbúa móttöku 20 ungmenna til landsins. Ungmennin eru á leið hingað til að kynnast landi og þjóð, menningu okkar og siðum og taka þátt í samfélaginu. Óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um móttöku og fyrirgreiðslu fyrir eitt af þessum ungmennum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

12. Eyþing. Sameining heilbrigðiseftirlitssvæða í Norðurlandskjördæmi eystra.
BR980751
Með bréfi dags. 16. júlí frá Eyþingi - Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum er tilkynnt að á fundi þann 6. júlí s.l. sem Umhverfisráðuneytið boðaði til á Akureyri 6. júlí s.l. hafi verið tilnefnt í vinnuhóp til að gera tillögu að skipan nýrrar heilbrigðisnefndar, sem ber samkvæmt lögum nr. 7/1998 að taka til starfa 1. ágúst n.k.
Eftirtaldir voru tilnefndir í vinnuhópinn: Kristján Þór Júlíusson, Hólmgeir Karlsson, Sigurður Rúnar Ragnarsson, Reinhard Reynisson og Pétur Þór Jónasson.
Vinnuhópurinn hefur samið tillögu að erindisbréfi fyrir heilbrigðisnefnd og tillögu að samstarfssamningi um heilbrigðiseftirlit í Norðurlandskjördæmi eystra. Þá hefur hópurinn gert eftirfarandi tillögu að skipan aðal- og varafulltrúa í heilbrigðisnefnd Nl. eystra:

Aðalmenn:
Ólafur Hergill Oddsson, Akureyri, formaður
Anna Fr. Blöndal, Akureyri
Ólafur G. Vagnsson, Eyjafjarðarsveit
Hermann Jóhannsson, Húsavík
Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Bárðardal

Varamenn:

Rut Petersen, Akureyri
Einar Hjartarson, Akureyri
Brynjar Friðleifsson, Dalvík
Hulda Jónsdóttir, Húsavík
Guðmundur Hólm Sigurðsson, Þórshöfn

Til að uppfylla ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, verða sveitarstjórnir þegar að taka afstöðu til a.m.k. 2. gr. í tillögu að samstarfssamningi og tillögu um skipan fulltrúa og gera athugasemdir til stjórnar Eyþings fyrir 28. júlí n.k.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur.

13. Byggðastofnun. Byggðaáætlun fyrir Eyjafjörð.
BR980752
Bréf (greinargerð) dags. 15. júlí 1998 frá Byggðastofnun ásamt blaði sem sýnir í grófum dráttum vinnulag við gerð svæðisbundinnar byggðaáætlunar lagt fram .
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem tengilið við gerð byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð.

14. Samband íslenskra sveitarfélaga. Stofnun lífeyrissjóðs.
BR980754
Erindi dags. 15. júlí 1998 frá Sambandi ísl. sveitarfélaga ásamt stofnsamningi og samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar með ósk um umsögn.

15. Samkomulag við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri.
BR980760
Lagt var fram samkomulag milli Akureyrarbæjar og Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri um að RHA geri forkönnun á því hvernig lög- og samningsbundin verkefni, sem Skólaþjónusta Eyþings sinnir nú fyrir Akureyrarbæ verði færð að þjónustukerfi bæjarins.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

16. Starf deildarstjóra búsetu- og öldrunardeildar.
BR980765
Lagt fram erindi dags. 23. júlí 1998 frá bæjarstjóra, þar sem segir að staða deildarstjóra búsetu- og öldrunardeildar sé laus frá og með 1. ágúst n.k., vegna ráðningar núverandi deildarstjóra í stöðu skólastjóra Brekkuskóla.
Í samræmi við 8. gr. starfsmannastefnu Akureyrarbæjar hefur farið fram mat á þeim þáttum sem þar eru tilgreindir og varða framtíð starfsins, starfslýsingu o.s.frv.
Þá hefur einnig farið fram mat á því hvort tilefni sé til tilfærslu á starfsmanni bæjarins í starfið, eins og 8. gr. starfsmannastefnunnar gerir ráð fyrir. Niðurstaða þess
mats er að rétt sé að slík tilfærsla eigi sér stað og gerð tillaga um að Þórgnýr Dýrfjörð, starfsmaður framkvæmdanefndar um reynslusveitarfélagaverkefni verði
ráðinn í stöðu deildarstjóra búsetu- og öldrunardeildar. Er þá m.a. tekið tillit til þess að stór hluti af þeim verkefnum sem undir deildina heyra hafa flust frá ríkinu til
bæjarins og hafa því fallið undir verksvið starfsmanns nefndarinnar.
Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá framangreindri tilfærslu að höfðu samráði við formann félagsmálaráðs enda er hér um tímabundna ráðningu að ræð

Bæjarráðsmaður Oddur Helgi Halldórsson óskar bókað:
"Ég er þeirrar skoðunar að auglýsa eigi til umsóknar þær stjórnunarstöður sem lausar eru hjá Akureyrarbæ og sit því hjá við afgreiðslu málsins."


17. Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
BR980766
Á fund bæjarráðs komu fulltrúar í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þeir Húnbogi Þorsteinsson, formaður, Ólafur Kristjánsson, Magnús Karel Hannesson, Gísli Sverrir Árnason og Valgarður Hilmarsson og starfsmennirnir Elín Pálsdóttir, Garðar Jónsson og Hermann Sæmundsson.
Rædd voru ýmis mál er varða samskipti Jöfnunarsjóðs og Akureyrarbæjar.


Fundi slitið kl. 11.30.

Ásgeir Magnússon
Þórarinn B. Jónsson
Jakob Björnsson
Oktavía Jóhannesdóttir
Oddur Helgi Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-