Bæjarráð

2651. fundur 22. október 1998

Bæjarráð 22. október 1998.


2715. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 22. október kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Jafnréttisnefnd.
BR981082
Fulltrúar jafnréttisnefndar Sigrún Stefánsdóttir og Hinrik Þórhallsson mættu á fund bæjarráðs til viðræðu um drög að jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar. Einnig sat Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tilnefnir Sigurð J. Sigurðsson og Odd H. Halldórsson sem fulltrúa í vinnuhóp um gerð jafnréttisáætlunar Akureyrarbæjar.

2. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 13. október 1998.
BR981048
Fundargerðin er í 8 liðum og er lögð fram til kynningar.

3. Samband íslenskra sveitarfélaga. Samstarf lögreglu og sveitarfélaga.
BR981050
Með bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 12. október 1998 fylgir erindi dags. 6. október s.l. frá ríkislögreglustjóra um samvinnu lögreglu og sveitarfélaga og bréf dags. 9. ágúst 1998 um fækkun afbrota.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs.

4. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundargerð héraðsráðs dags. 7. október 1998 ásamt fundargerð svæðisskipulags í Eyjafirði frá 24. september 1998.
BR981061
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

5. Hátíðahöld árið 2000.
BR981074
Lagt fram erindi frá aldamótanefnd dags. 19. október 1998 ásamt frumdrögum að helstu dagskrárliðum árið 2000.
Bæjarráð samþykkir að nefndin vinni áfram á þeim nótum sem koma fram í fyrirliggjandi gögnum en vísar gerð listaverks til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs. Bæjarstjóra er falið að koma á framfæri við menningarmálanefnd athugasemdum bæjarráðsmanna við fyrirliggjandi frumdrög.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð dags. 25. september 1998.
BR981049
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Íþróttabandalag Akureyrar. Óskar eftir styrk.
BR981052
Með bréfi dags. 14. október 1998 óskar Íþróttabandalag Akureyrar eftir fjárhagslegum styrk vegna reksturs bandalagsins.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs.

8. Kristnihátíðarnefnd.
BR981055
Bréf dags. 12. október 1998 frá Kristnihátíðarnefnd varðandi undirbúning hátíðahalda í tilefni þúsund ára afmælis kristnitöku á Íslandi árið 2000.
Lagt fram til kynningar.

9. Félag grunnskólakennara á Akureyri.
BR981057
Með bréfi dags. 14. október 1998 undirrituðu af Björgu Dagbjartsdóttur er tilkynnt um stofnun Félags grunnskólakennara á Akureyri þann 12. október s.l.

10. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aðlögunarnefnd.
BR981058
Lagt var fram samkomulag vegna aðlögunarnefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga annars vegar og Akureyrarbæjar hins vegar.

11. Leikfélag Akureyrar. Umsókn um aukafjárveitingu.
BR980743
Lögð fram greinargerð endurskoðanda bæjarsjóðs um fjárhag Leikfélags Akureyrar ásamt yfirliti um rekstur félagsins 1990-1998.
Greinargerð endurskoðanda sýnir að grípa verður til víðtækari ráðstafana í fjármálum Leikfélags Akureyrar en tillögur menningarmálanefndar gerðu ráð fyrir. Ennfremur er það álit bæjarráðs að atvinnuleikhús á Akureyri rekið á sama grunni og LR og Þjóðleikhúsið verður ekki rekið að óbreyttu með Akureyrarbæ einan sem ábyrgðaraðila. Bæjarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um frekari stuðning við rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu málsins og leggja fyrir næsta fund.

12. Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar. Jólaævintýri á Akureyri.
BR981083
Lagt fram bréf frá Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar dags. 14. október 1998 um væntanlega þátttöku Akureyrarbæjar í Jólaævintýri á Akureyri 1998.
Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar með ósk um tillögu að afgreiðslu.

13. SÁÁ. Ósk um fjárframlög til viðbyggingar við Sjúkrahúsið Vog.
BR981069
Með bréfi frá SÁÁ dags. 12. október s.l. er óskað eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna viðbyggingar við Sjúkrahúsið Vog.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að áhersla bæjarins við starf SÁÁ liggur í því að styrkja félagið í starfi sínu hér á Norðurlandi.

14. Byggingafélagið Lind ehf. Hafnarstræti 97, 4. hæð.
BR981084
Erindi dags. 20. október 1998 frá Lögmannsstofunni ehf., f.h. forsvarsmanna Byggingafélagsins Lindar ehf., vegna fasteignarinnar Hafnarstræti 97 og útleigu á 4. hæð hússins. Jafnframt býður félagið Akureyrarbæ til kaups eignarhluta sinn í eignarlóðinni nr. 97 við Hafnarstræti.
Bæjarráð frestar afgreiðslu húsnæðismála og felur bæjarlögmanni og bæjarstjóra að undirbúa tillögugerð um framhald þess.
Boði um kaup á lóð byggingafélagsins er hafnað að svo stöddu en vísað er til þess að unnið er að gerð tillögu á uppkaupum bæjarsjóðs á eignarlóðum í
bæjarlandinu.

15. Skólaþjónusta. Sveitarfélög í nágrannabyggðum óska eftir viðræðum.
BR981079
Með bréfi dags. 15. október 1998 óska 7 aðildarsveitarfélög að Skólaþjónustu Eyþings eftir viðræðum við bæjarstjórn Akureyrar um hugsanlega aðild/samstarf um rekstur og skipulag nýrrar fagþjónustu við skólastarf, sem þjónað gæti fleiri sveitarfélögum en Akureyri eingöngu. Jafnframt er farið fram á viðræður um samstarf um félagsþjónustu, barnaverndarmál o.fl.
Bæjarráð fagnar áhuga sveitarfélaganna á samvinnu við Akureyrarbæ á þessu sviði og bendir á að nú er unnið að skipulagningu þess hjá Akureyrarbæ að taka við þeim verkefnum sem Skólaþjónustu Eyþings eru falin. Við þá vinnu er gert ráð fyrir að þjónusta Akureyrarbæjar verði byggð þannig upp að unnt verði að veita öðrum sveitarfélögum þjónustu á þessu sviði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


Fundi slitið kl. 11.30.

Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-