Bæjarráð

2652. fundur 22. janúar 1998

Bæjarráð 22. janúar 1998.


2678. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 22. janúar kl. 09.00 kom bæjarráð saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt formanni bæjarráðs, bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Húsaleigubætur.
BR980022
Lagt var fram bréf dags. 9. janúar frá Félagsmálaráðuneytinu. Bréfinu fylgja til kynningar ný lög um húsaleigubætur nr. 138/1997.
Á fundinn kom Guðríður Friðriksdóttir forstöðumaður Húsnæðisskrifstofunnar til viðræðu við bæjarráð um framkvæmd á greiðslu húsaleigubóta, en ákveðið
hefir verið að Húsnæðisskrifstofan hafi greiðslur þeirra með höndum f.h. bæjarins.
Með tilvísun til I. liðar í "ákvæði til bráðabirgða" í lögum um húsaleigubætur, þar sem "sveitarfélögum er heimilt að fresta því að taka upp greiðslur
húsaleigubóta að því er snertir leiguíbúðir í eigu …….. .sveitarfélags" til ársloka árið 1999, tekur bæjarráð fram að það er stefna bæjarráðs að taka upp
greiðslur húsaleigubóta til leigenda í leiguíbúðum bæjarins síðar á árinu 1998. Bæjarráð felur forstöðumanni húsnæðis-skrifstofu, hagsýslustjóra og
félagsmálastjóra í samvinnu við félagsmálaráð að vinna að undirbúningi málsins og leggja tillögur sínar fyrir bæjarráð fyrir lok febrúar. Frestun á greiðslu bóta
nær ekki til leigenda í félagslegum kaupleiguíbúðum.
  2. Skipulagsnefnd. Fundargerð dags. 16. janúar, 1. liður.
  BR980061
  Bæjarráð vísar liðnum til framkvæmdanefndar og gerðar 3ja ára áætlunar.

  3. Skólanefnd. Fundargerð dags. 14. janúar, liður 2. b) og 4.
  BR980040
  Teknir voru fyrir liðir 2. b) og 4. í fundargerð skólanefndar dags. 14. janúar, sem bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 20. janúar.
  Liður 2. b): Afgreiðslu frestað.
  Liður 4.: Bæjarráð felur skólafulltrúa og bæjarlögmanni að móta tillögur að reglum um skólavist til frambúðar og leggja fyrir bæjarráð.

  4. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 19. janúar, 3. liður.
  BR980062
  Félagsmálastjóri lagði fram og kynnti drög að stefnu Akureyrarbæjar í málefnum fatlaðra dags. 20. janúar.

  5. Leikskólanefnd. Fundargerð dags. 15. janúar, liður 1. og 5.
  BR980055
  1. liður: Bæjarráð samþykkir bókun leikskólanefndar.
  5. liður: Fræðslumálastjóri lagði fram greinargerð vegna inntöku barna yngri en tveggja ára á leikskóla.
  Bæjarráð samþykkir tillögu leikskólanefndar og leggur til að ákvörðunin nái eingöngu til Leikskólans Kiðagil.

  6. Heilbrigðisnefnd. Fundargerð dags. 19. janúar.
  BR980067
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

  7. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 30. desember 1997.
  BR980063
  Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
  Henni fylgir fjárhagsáætlun Hafnasamlagsins fyrir árið 1998.

  8. Lækjargata 6. Samkomulag um greiðslu brunabóta.
  BR980065
  Bæjarlögmaður kom á fundinn og kynnti samkomulag milli Vátryggingafélags Íslands h.f og Akureyrarbæjar um greiðslu brunabóta vegna eldsvoða í Lækjargötu 6 hinn
  17. janúar s.l. Þar sem ákveðið er að húsið verður ekki endurbyggt eru bætur miðaðar við fyrirliggjandi kaupsamning (sbr. bókun bæjarráðs 15. janúar) og með hliðsjón af markaðsverði þeirra þriggja íbúða, sem í húsinu eru.
  Bæjarráð staðfestir samkomulagið fyrir sitt leyti.

  9. Leikskóli Guðnýjar Önnu ehf. Ítrekun á umsókn um stofnstyrk.
  BR980003
  Með bréfi dags. 5. janúar frá Leikskóla Guðnýjar Önnu ehf. er ítrekuð umsókn um stofnstyrk til stækkunar Leikskólans Ársólar, sbr. bréf dags. 7. júlí 1997 og bókun bæjarráðs dags. 2. október.
  Afgreiðslu frestað.

  10. "Halló Akureyri" skýrsla um hátíðahöldin 1997.
  BR970285
  Tekin var fyrir og rædd skýrsla um hátíðahöldin "Halló Akureyri 1997", sem félagsmálastjóri o.fl. hafa tekið saman. Skýrslan var lögð fram á bæjarráðsfundi 18. desember.
  Bæjarráð þakkar þeim sem að skýrslunnni unnu.

  Fundi slitið kl. 12.15.

  Jakob Björnsson
  Þórarinn E. Sveinsson
  Sigríður Stefánsdóttir
  Ásta Sigurðardóttir
  Sigurður J. Sigurðsson
  Gísli Bragi Hjartarson

  Valgarður Baldvinsson
  - fundarritari -