Bæjarráð

2653. fundur 20. ágúst 1998

Bæjarráð 20. ágúst 1998.


2706. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 20. ágúst kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar á 4. hæð í Geislagötu 9.
Undirritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.

Þetta gerðist:

1. Skólanefnd. Fundargerð dags. 17. ágúst 1998.
BR980850
Fundargerðin er í 5 liðum.
    Liður 1.1: Bæjarráð samþykkir að ráða Sigmar Ólafsson í stöðu aðstoðarskólastjóra við Brekkuskóla.
    Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

2. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 12. ágúst 1998.
    BR980841
Fundargerðin er í 3 liðum.
    Bæjarráð samþykkir fundargerðina að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.
3. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 13. ágúst 1998.
    BR980842
    Umhverfisstjóri og formaður umhverfisnefndar mættu til fundarins undir þessum lið.
    Fundargerðin er í 5 liðum.
    Liður 2: Framkvæmdanefnd falið að leita tilboða í skemmubyggingu samkvæmt fyrirliggjandi greinargerð umhverfisdeildar. Að öðru leyti vísar bæjarráð liðnum til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
    Bæjarráð samþykkir fundargerðina að öðru leyti, að svo miklu leyti sem hún gefur tilefni til ályktunar.

4. Kjaranefnd. Fundargerð dags. 12. ágúst 1998.
    BR980844
    Fundargerðin sem er í 3 liðum gefur ekki tilefni til ályktunar.

5. Íþrótta- og tómstundaráð. Fundargerð dags. 12. ágúst 1998.
    BR980845
    Fundargerðin sem er í 5 liðum gefur ekki tilefni til ályktunar.

6. Jafnréttisnefnd. Fundargerð dags. 7. ágúst 1998.
    BR980817
    Tekinn fyrir 1. liður fundargerðarinnar sem bæjarráð frestaði á síðasta fundi sínum.
    Bæjarstjóra er falið að taka saman athugasemdir bæjarráðsmanna og senda jafnréttisnefnd áætlunina til yfirferðar að teknu tilliti til framkominna athugasemda.

7. Skólanefnd. Fundargerð dags. 5. ágúst 1998.
    BR980809
    Í framhaldi af bókun bæjarráðs 13. ágúst s.l., varðandi lið 3 í fundargerð skólanefndar frá 5. ágúst s.l., lagði fræðslumálastjóri fram greinargerð um húsnæðismál Brekkuskóla. Einnig var gerð grein fyrir þeim stærðarmörkum sem unnið hefur verið út frá við undir-búning að nýbyggingu við Lundarskóla.
Í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja samþykkir bæjarráð að við hönnun nýbyggingar
við Lundarskóla verði stærðarmörk hennar á bilinu 800-875 ferm.
    Hins vegar verði ákvörðun um hvert nemendur af Eyrarlandsholti sæki skóla frestað þar til starfshópurinn um endurskipulagningu húsnæðis Brekkuskóla hefur lokið störfum.
8. Eyþing. Fundargerð stjórnar dags. 29. júlí 1998.
    BR980831
    Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Eyþing. Bréf Samgönguráðuneytisins. Svar við fyrispurn um þjónustu landpósta.
    BR980830
    Erindi Eyþings dags. 6. ágúst s.l., svar Samgönguráðuneytis varðandi þjónustu landpósta, lagt fram til kynningar.

10. Verkmenntaskólinn á Akureyri. Beiðni um stuðning við hugbúnaðarverkefni.
    BR980814
    Tekið fyrir erindi dags. 10. ágúst s.l. þar sem Verkmenntaskólinn á Akureyri fer þess á leit við bæjarstjórn að hún styðji skólann í framkvæmd verkefnis á sviði hugbúðnaðar-gerðar en bæjarráð frestaði erindinu á síðasta fundi sínum.
    Bæjarráð lýsir yfir eindregnum stuðningi við verkefnið en vísar beiðni um fjárstuðning til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.
11. Rekstrarleiga á tölvum.
    BR980846
    Lögð fram greinargerð Þórðar Guðbjörnssonar verkefnisstjóra áætlana- og hagsýsludeildar, dags. 17. ágúst s.l. um rekstrarleigu á tölvum.
    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Nýherja hf., með samning til þriggja ára.

12. Leikhúsið á Möðruvöllum í Hörgárdal. Styrkbeiðni.
    BR980832
    Með bréfi dags. 24. júlí s.l. er sótt um styrk vegna lagfæringa á Leikhúsinu á Möðru-völlum í Hörgárdal. Húsið sem byggt var árið 1880 er einu minjarnar frá tímum Möðruvallaskólans, forvera Menntaskólans á Akureyri. Nafn sitt dregur húsið af því að þar var á tímum skólans kennd leikfimi, sýnd leikrit og haldnar skemmtanir.
    Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

13. Fyrrverandi skipstjórar landhelgisgæslunnar. Athugasemdir vegna smíði varðskips.
    BR980840
    Lagt fram afrit af bréfi dags. 15. apríl s.l. til þingmanna frá fyrrverandi skipstjórum landhelgisgæslunnar þar sem þeir gera athugasemdir vegna smíði varðskips.


Fundi slitið kl. 10.10.


Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Valgerður Hrólfsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Kristján Þór Júlíusson

Brynja Björk Pálsdóttir
-fundarritari-