Bæjarráð

2654. fundur 19. nóvember 1998

Bæjarráð 19. nóvember 1998.


2721. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 19. nóvember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra.

Þetta gerðist:

1. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 10. nóvember 1998.
BR981176
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.

2. Alþingi. Menntamálanefnd. Til umsagnar: frumvarp til laga um afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum.
BR981149
Lagt fram bréf frá Alþingi dags. 5. nóvember 1998 ásamt frumvarpi til laga um afnám laga um gjald af kvikmyndasýningum, 44. mál, til umsagnar.

3. Alþingi. Efnahags- og viðskiptanefnd. Til umsagnar: tillaga til þingsályktunar um afnám einokunar ríkisins á smásölu áfengis.
BR981187
Lagt fram bréf frá Alþingi dags. 12. nóvember 1998 ásamt tillögu til þingsályktunar um afnám einokunar ríkisins á smásölu áfengis, 169. mál, til umsagnar.

4. Blindrafélagið. Ferðaþjónusta blindra með leigubifreiðum.
BR981167
Erindi frá Blindrafélaginu dags. 9. nóvember 1998 þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórn Akureyrar að kannaðir verði möguleikar á því að sett verði á fót ferðaþjónusta við blinda með leigubifreiðum í sveitarfélaginu.
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs með ósk um umsögn ásamt mati á því hvort og þá hvernig mætti koma til móts við óskir félagsmanna.

5. Flugfélagið Loftur. Tilboð um rekstur atvinnuleikhúss.
BR981171
Lagt fram erindi dags. 9. nóvember 1998 þar sem Flugfélagið Loftur ehf., Seljavegi 2, Reykjavík gerir tilboð um rekstur atvinnuleikhúss á Akureyri.
Bæjarráð lýsir ánægju sinni með þann áhuga sem bréfritarar sýna á rekstri leikhúss á Akureyri. Þar sem viðræður standa yfir við stjórnendur LA um framhald rekstrarins ásamt því að í undirbúningi eru viðræður við ríkisvaldið um áframhaldandi starfsemi leikfélagsins þá telur bæjarráð ekki efni til þess að taka upp viðræður að sinni við Flugfélagið Loft ehf. um framangreint efni, en vísar erindinu til umsagnar menningarmálanefndar.
Oddur H. Halldórsson óskar bókað:
"Í mínum huga er það ekki spurningin hver rekur, heldur hvort er starfrækt atvinnuleikhús hér á Akureyri.
Flugfélagið Loftur hefur sýnt það svo ekki verður um villst að þeir eru hæfir til að takast á við slíkt verkefni.
Þar sem nú stendur yfir skoðun á rekstri atvinnuleikhúss hér, tel ég bæði sjálfsagt og eðlilegt að einnig verði skoðuð sú leið sem kemur fram í erindi bréfritara.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga 26. og 27. nóvember 1998.
BR981179
Með bréfi dags. 10. nóvember 1998 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fylgir dagskrá fjármálaráðstefnu sambandsins sem haldin verður í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, fimmtudaginn 26. og föstudaginn 27. nóvember n.k.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúum verði gefinn kostur á að sækja ráðstefnuna.

7. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Vegna Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar.
BR981188
Erindi dags. 12. nóvember 1998 frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar þar sem segir að þann 15. október s.l. var Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stofnað. Eitt af
verkefnum þess félags er að sjá um verkefni sem Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar hefur sinnt, þ.e. að stuðla að öflugu kynningarstarfi á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir
ferðamenn. Til að uppfylla lagalegar skyldur þarf með formlegum hætti að leggja Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar niður skv. 85. gr. sveitarstjórnarlaga nr.
45/1998 og skipa sérstaka skiptastjórn.
Héraðsráð Eyjafjarðar óskar eftir skriflegri staðfestingu sveitarfélagsins á að starfsemi Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar bs. verði slitið. Jafnframt er óskað
eftir samþykki sveitarfélagsins á að eignir og skuldir Ferðamálamiðstöðvarinnar renni til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Svar við erindið þessu óskast fyrir 1. desember n.k.
Með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um aðild Akureyrarbæjar að Atvinnuþróunar-félagi Eyjafjarðar bs. samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að starfsemi
Ferðamálamiðstöðvar Eyjafjarðar bs.verði slitið.
  8. Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Fundarboð 9. desember 1998, ásamt fylgiskjölum.
  BR981189
  Lögð fram dagskrá og fylgiskjöl vegna fundar Héraðsnefndar Eyjafjarðar 9. desember n.k. sem haldinn verður á Fosshótel KEA, Akureyri.

  9. Umhverfisráðuneytið. Eftirlitsskylda byggingareftirlits í tengslum við vátryggingar hönnuða og byggingarstjóra.
  BR981191
  Með bréfi dags. 10. nóvember 1998 frá Umhverfisráðuneytinu er vakin athygli á eftirlitsskyldu byggingafulltrúaembætta í tengslum við vátryggingar hönnuða og
  byggingarstjóra samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, sbr. og byggingarreglugerð nr. 441/1998.
  Ráðuneytið afgreiddi vátryggingarskilmálana fyrir sitt leyti til Sambands íslenskra tryggingafélaga með bréfi 4. september s.l. og Vátryggingaeftirlitið gerði
  slíkt hið sama með bréfi dags. 19. ágúst s.l.
  Ráðuneytið leggur á það mikla áherslu að vátryggingarskyldunni verði framfylgt eins og lög gera ráð fyrir.
  Lögð var fram umsögn embættis byggingafulltrúa Akureyrarbæjar þar sem segir m.a. að embættinu hafi ekki borist tilkynning um gildistöku reglugerðarinnar
  fyrr en nú með bréfi Umhverfisráðuneytisins dags. 10. nóvember s.l.
  Bæjarráð mælist til að tilkynnt verði með dreifibréfi og auglýsingu til byggingarstjóra og hönnuða um framangreind ákvæði byggingarreglugerðar sem tækju
  gildi frá dags. dreifibréfs og auglýsingar.
  Bæjarráð felur byggingafulltrúa framkvæmd málsins.

  10. Vegagerðin. Undirgöng undir Borgarbraut.
  BR981202
  Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar dags. 12. nóvember s.l. við bréfi bæjarstjórans á Akureyri dags. 9. nóvember s.l. varðandi undirgöng undir Borgarbraut austan gatnamóta við Dalsbraut.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

  11. Húsfélagið Sunnuhlíð 12. Snjómokstur.
  BR981203
  Með ódags. bréfi, mótteknu 16. nóvember s.l. frá stjórn Húsfélagsins í Sunnuhlíð er bent á þann aðstöðumun varðandi snjómokstur sem fyrirtæki í Sunnuhlíð búa við gagnvart samkeppnisaðilum í Miðbænum. Óskar stjórnin eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um málið.
  Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en felur bæjarverkfræðingi að kynna Húsfélaginu í Sunnuhlíð þær reglur sem eru um snjómokstur.

  12. Rauði kross Íslands. Staðreyndir um stefnu, starf og fjármögnun verkefna.
  BR981204
  Lagt fram bréf frá Rauða krossi Íslands dags. 9. nóvember 1998, þar sem upplýst er um verkefni Rauða krossins og fjármögnun þeirra.

  13. Málefni Foldu.
  BR981108
  Gerð var grein fyrir fundi sem bæjarstjóri boðaði til þann 9. nóvember s.l. með fulltrúum þeirra aðila sem tengst hafa þeim viðræðum sem átt hafa sér stað um
  framtíð fyrirtækisins.
  Á grundvelli mats á stöðu fyrirtækisins og framtíðarmöguleikum, sem starfsmaður samtaka iðnaðarins hefur unnið í samvinnu við framkvæmdastjóra Foldu
  samþykkir bæjarráð að kalla eftir ákveðnum svörum um hlutafjárframlög til fyrirtækisins.

  14. Gatnagerðargjöld.
  BR981142
  Lögð fram tillaga ásamt greinargerð með nýrri gjaldskrá gatnagerðargjalda á Akureyri, unnin af Jóni Geir Ágústssyni, byggingafulltrúa, dags. 17. nóvember 1998, skv. samþykkt bæjarráðs frá 4. nóvember s.l.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

  15. Fjárhagsáætlun 1999
  BR980987
  Bæjarráð leggur til að rammafjárveiting til reksturs málaflokka verði hækkuð um 99.685 þús. kr.
  Eftir breytingar verður fjárveiting til hvers málaflokks þessi:

  Breyting
  í þús. kr.
  Nýr rammi
  í þús. kr.
  01 Yfirstjórn bæjarins
  hækkun
  2.000
  114.000
  02 Félagsmál
  hækkun
  34.000
  404.000
  04 Fræðslumál
  hækkun
  45.000
  820.000
  05 Menningarmál
  hækkun
  2.000
  109.000
  06 Íþrótta- og tómstundamál
  hækkun
  12.000
  134.000
  07 Brunamál og almannavarnir
  hækkun
  3.000
  44.000
  08 Hreinlætismál
  0
  53.000
  09 Skipulags- og byggingamál
  lækkun
  - 2.000
  44.000
  10 Götur, holræsi og umferðarmál
  lækkun
  - 4.750
  - 24.750
  11 Umhverfismál
  0
  108.000
  12 Heilbrigðismál
  hækkun
  4.000
  4.000
  13 Atvinnumál
  lækkun
  - 1.635
  34.365
  15 Ýmis útgjöld
  0
  40.000
  16 Rekstur eigna
  hækkun
  7.000
  - 43.000
  19 Vélasjóður
  lækkun
  - 2.930
  - 19.930
  22 Strætisvagnar
  hækkun
  2.000
  32.000
  SAMTALS:
  99.685
  1.852.685

     Ástæður hækkana eru fyrst og fremst:
     Áhrif launabreytinga hjá starfsfólki bæjarins, sem ákveðnar hafa verið á síðustu mánuðum, þar á meðal áhrif aðlögunarsamninga tengdum
     kjarasamningum sem ríkið hefur gert.
     Aukinn rekstrarkostnaður vegna nýrrar eða aukinnar starfsemi sem þegar hefur verið ákveðin og kemur að fullu til framkvæmda árið 1999.
     Nefndum og forstöðumönnum er falið að móta og skipuleggja störf sín og þjónustu innan samþykktra ramma.
      Bæjarráð hvetur til þess að það aukna sjálfræði og svigrúm sem stjórnendum er falið verði nýtt til hagræðingar og breytinga á þjónustu.
      Nefndum og sviðsstjórum er falin ábyrgð á að farið verði að nýju yfir starfsáætlanir þannig að þær falli að fjárhagsrömmum.
      Meðan sú endurskoðun sem nú fer fram á stjórnkerfi og starfsháttum bæjarkerfisins stendur yfir eru nýráðningar fastráðinna starfsmanna ekki heimilar nema með samþykki bæjarráðs.

      Sviðsstjórarnir Sigríður Stefánsdóttir, Dan Brynjarsson, Stefán Stefánsson, Valgerður Magnúsdóttir og Ingólfur Ármannsson sátu fundinn undir þessum lið.

      Fundi slitið kl. 11.25.

      Ásgeir Magnússon
     Sigurður J. Sigurðsson
     Jakob Björnsson
     Þórarinn B. Jónsson
     Oddur H. Halldórsson
      Kristján Þór Júlíusson

      Heiða Karlsdóttir
      -fundarritari-