Bæjarráð

2655. fundur 19. mars 1998

Bæjarráð 19. mars 1998.


2688. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 19. mars kl. 09.00, kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar í Geislagötu 9.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn sátu fundinn ásamt bæjarritara, bæjarverkfræðingi, félagsmálastjóra og fræðslumálastjóra.
Í fjarveru formanns bæjarráðs Jakobs Björnssonar stjórnaði varaformaður Ásta Sigurðardóttir fundi.

Þetta gerðist:

1. Félagsmálaráð. Fundargerð dags. 16. mars, 4. liður.
BR980284 og BR980299
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

2. Umhverfisnefnd. Fundargerð dags. 12. mars, liður 3.2.
BR980278 og BR980272
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um skipun viðræðuhóps og óskar eftir að íþrótta- og tómstundafulltrúi taki sæti í hópnum. Bæjarráð felur viðræðuhópnum að móta tillögur um uppbyggingu og rekstur tjaldsvæðanna og leggja tillögurnar fyrir bæjarráð áður en gengið verður til samninga við skátafélagið.

3. Húsnæðisnefnd. Fundargerð dags. 17. mars, 1. liður.
BR980295 og BR980290
Í 1. lið fundargerðarinnar er fjallað um frumvarp til laga um húsnæðismál og fylgja fundargerðinni minnispunktar um frumvarpið, sem forstöðumaður Húsnæðis-skrifstofunnar hefir tekið saman.

4. Áfengis- og vímuvarnanefnd. Fundargerð dags. 12. mars.
BR980262
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 11. mars.
BR980247
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Vegna bókunar í 1. lið um ráðningu fjármálastjóra kom á fund bæjarráðs formaður stjórnar H.N., Einar Sveinn Ólafsson, og skýrði hugmyndir stjórnarinnar um breytt rekstrarfyrirkomulag Hafnasamlagsins.
Bæjarráð heldur við fyrri ákvörðun sína um óbreyttan þjónustusamning Akureyrar- bæjar við Hafnasamlag Norðurlands dags. 6. febrúar 1997 og óbreytt þjónustugjöld.
Bæjarráð beinir því til stjórnar Hafnasamlagsins að hún taki mið af þessari ákvörðun bæjarráðs við ákvarðanatöku sína um starfsmannamál.

6. Verbúðabyggingar. Erindi frá trillukörlum.
BR980246
Lagt var fram bréf dags. 5. mars undirritað af Stefáni Þór Baldurssyni f.h. trillukarla.
Bréfið er ritað vegna uppsagnar stöðuleyfa og niðurrifs verbúða við Skipatanga hjá Slippstöðinni og áhuga 16 af eigendum þeirra verbúða til að byggja sér nýjar
verbúðir í Sandgerðisbót eftir teikningum, sem hafnarstjóri hefir látið gera.
Í bréfinu er þess farið á leit að bæjarráð gefi eftir gatnagerðargjöld og tengigjöld til veitna af nýbyggingunum.
Bæjarráð felur bæjarverkfræðingi að leggja fyrir næsta bæjarráðsfund tillögu í þessu máli í samræmi við þær umræður, sem fram fóru á fundinum.
Þá barst inn á bæjarráðsfund erindi dags. 18. mars frá Benedikt Hallgrímssyni, Langholti 23 d, þar sem hann beinir því til bæjarráðs að Hafnarsjóður
Akureyrar leysi vanda verbúðaeigenda við Slippstöð með því að byggja verbúðir í Sandgerðisbót og selja eða leigja síðan með kaupleigusamningi.
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Hafnasamlags Norðurlands.

7. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. Aðalfundur 1998.
BR980265
Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa h.f. hefir boðað til aðalfundar félagsins þriðju-daginn 24. mars kl. 16.00 í matsal starfsmanna.
Bæjarráð felur bæjarritara að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

8. Hafnarstræti 99 og 101. Lóðirnar boðnar til kaups.
BR980248
Með bréfi dags. 28. febrúar frá Amaró ehf. eru Akureyrarbæ að nýju boðnar til kaups eignarlóðirnar Hafnarstræti 99 og 101, sbr. bókun bæjarráðs 6. febrúar 1997.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ræða við bréfritara vegna erindisins.

9. Byggðastofnun. Stefnumótandi byggðaáætlun 1998-2002.
BR980253
Lagt var fram bréf dags. 10. mars frá Byggðastofnun. Bréfinu fylgir greinargerð með stefnumótandi byggðaáætlun til fjögurra ára 1998-2002, og er "óskað eftir athuga-semdum og ábendingum um mikilvæg atriði sem kann að vanta í greinargerð þessa".
Bæjarráð vísar greinargerðinni til sviðsstjóra og forstöðumanns atvinnumála-skrifstofu til skoðunar.

10. Atvinnuátaksverkefni. Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs hafnar umsóknum.
BR980258
Lagt var fram bréf dags. 12. mars frá stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, þar sem tilkynnt er að stjórnin hafi hafnað tveimur umsóknum Akureyrarbæjar um styrk til atvinnuátaksverkefna (til Golfklúbbs Akureyrar og Listasumars), sbr. bókun bæjarráðs 5. febrúar s.l.
Bæjarráð felur atvinnumálafulltrúa í samráði við umhverfisdeild að kanna hvaða verkefni við sumarstörf hjá Akureyrarbæ geti fallið undir atvinnuátaksverkefni; þau verði skilgreind og send styrkumsókn þeirra vegna til Atvinnuleysistryggingasjóðs.

11. Launakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.
BR980165
Lokið er samanburðarkönnun á launum karla og kvenna starfandi hjá Akureyrarbæ, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði að beiðni bæjarstjórnar, sbr. bókun bæjarráðs 16. október 1997.
Skýrsla um launakönnunina ásamt bréfi dags.13. febrúar var lögð fram á fundinum.
Bæjarráð samþykkir að sem fyrsta skref verði skýrslan send kjaranefnd, jafnréttis-nefnd og sviðsstjórum til skoðunar.
Jafnframt verði skýrslan send til kynningar þeim stéttarfélögum, sem Akureyrarbær hefir samninga við svo og launanefnd sveitarfélaga.

12. Kærunefnd jafnréttismála. Álitsgerð í máli Ragnhildar Vigfúsdóttur gegn Akureyrarbæ.
BR980197
Tekið var fyrir álit kærunefndar jafnréttismála í málinu nr. 7/1998 Ragnhildur Vigfúsdóttir gegn Akureyrarbæ, en álitsgerðin var kynnt á fundi bæjarráðs 26. febrúar.
Á fundinn kom bæjarlögmaður til viðræðna um málið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að ræða við Ragnhildi Vigfúsdóttur.

13. Umferðarmál. Undirskriftalistar frá íbúum í Skarðshlíð 20-40.
BR980266
Lagðir voru fram undirskriftalistar dags. 10. nóvember s.l. frá íbúum í Skarðshlíð 20-40, þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að gera úrbætur í götunni vegna slysahættu, sem m.a. er talin stafa af miklum hraðakstri um götuna og heimild til þess að leggja stórum vörubifreiðum í götunni.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar og felur nefndinni að láta ræða við fulltrúa bréfritara vegna erindisins.

14. Frumvörp til laga um húsnæðismál og um byggingar- og húsnæðissamvinnufélög.
BR980259
Með bréfi dags. 11. mars frá félagsmálanefnd Alþingis er leitað umsagnar bæjarstjórnar um tvö lagafrumvörp, sem lögð hafa verið fram á Alþingi:
a) Frumvarp til laga um húsnæðismál, 507. mál.
b) Frumvarp til laga um byggingar- og húsnæðissamvinnufélög, 508. mál.
Frumvörpin voru kynnt og rædd en afgreiðslu frestað.

15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt.
BR980260
Með bréfi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis dags. 12. mars er leitað umsagnar bæjarstjórnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, mál nr. 524, sem lagt hefir verið fram á Alþingi.
Afgreiðslu frestað.


Fundi slitið kl. 12.45.

Ásta Sigurðardóttir
Þórarinn E. Sveinsson
Sigríður Stefánsdóttir
Gísli Bragi Hjartarson
Sigurður J. Sigurðsson

Valgarður Baldvinsson
- fundarritari -