Bæjarráð

2657. fundur 31. desember 1998

Bæjarráð 31. desember 1998.


2727. fundur.

Ár 1998, fimmtudaginn 31. desember kl. 09.00 kom bæjarráð Akureyrar saman til fundar í fundasal bæjarstjórnar að Geislagötu 9, 4. hæð.
Neðanritaðir bæjarráðsmenn og varamaður sátu fundinn ásamt bæjarstjóra og sviðsstjórunum Dan Brynjarssyni, Sigríði Stefánsdóttur og Ingólfi Ármannssyni að hluta.

Þetta gerðist:

1. Jóla- og nýjárskveðjur til Akureyrarbæjar.
BR981341
Lagðar voru fram jóla- og nýjárskveðjur, sem bæjarstjóra og bæjarstjórn hafa borist.

2. Stjórn veitustofnana. Fundargerð dags. 21. desember 1998.
BR981332
Fundargerðin er í 8 liðum.
5., 6. og 7. liður: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að liðirnir verði samþykktir.

3. Stýrihópur vegna breytinga á stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Fundargerð dags. 22. desember 1998.
BR981329
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.

4. Hafnasamlag Norðurlands. Fundargerð dags. 3. desember 1998.
BR981337
Fundargerðin er í 4 liðum og er lögð fram til kynningar.

5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Fundargerð dags. 7. desember 1998.
BR981316
Fundargerðin er í 5 liðum og er lögð fram til kynningar.

6. Bréf frá Karlakór Akureyrar Geysi.
IT980098
Bréf frá Karlakór Akureyrar Geysi sbr. 3. og 4. liður í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs dags. 1. desember s.l., sem bæjarstjórn (15.12. 1998) vísaði til
bæjarráðs.
Bæjarráð telur að leita þurfi lausnar á afnotum íþróttamannvirkja til annarrar starfsemi en íþróttaviðburða í þeim tilvikum sem slíkt er nauðsynlegt.
Bæjarráð óskar því eftir tillögu íþrótta- og tómstundaráðs að samþykkt um útleigu íþróttamannvirkja til annars samkomuhalds en íþróttaiðkunar. Tillagan lúti
hvorutveggja að því hvaða reglur skuli gilda um þá atburði sem fá inni í íþróttamannvirkjum bæjarins og ennfremur skal fylgja tillaga að gjaldskrá.
Oddur H. Halldórsson óskar bókað að hann sat hjá við afgreiðslu bæjarráðs.

7. Sjóvá-Almennar tryggingar h.f. Samningur um vátryggingaviðskipti.
BR981293
Lagður var fram samningur um vátryggingaviðskipti Akureyrarbæjar, Rafveitu Akureyrar, Hita- og vatnsveitu Akureyrar, Hafnasamlags Norðurlands bs., Sorpeyðingar Eyjafjarðar b.s., Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. og Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem vátryggingataka og Sjóvá Almennra trygginga h.f. sem vátryggjanda dags. 17. desember 1998.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

8. Olíudreifing ehf. Birgðastöð Olíudreifingar ehf. og aðstaða Olíufélagsins h.f. á Oddeyrinni.
BR981318
Erindi frá Olíudreifingu ehf. dags. 15. desember 1998 þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akureyrarbæjar um framtíðarskipan starfsemi Olíudreifingar ehf. og Olíufélagsins h.f. á Akureyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við Olíudreifingu ehf.

9. Mótmæli vegna mengunar frá Krossanesverksmiðjunni.
BR981322
Lagt fram bréf dags. 18. desember s.l. undirritað af Ásdísi Árnadóttur, Einari Guðmann og Árna Sigurðssyni ásamt undirskriftalistum með nöfnum 507 bæjarbúa á Akureyri þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við mengun frá Krossanesverksmiðjunni.
Bæjarráð óskar eftir viðræðum við fulltrúa Hollustuverndar ríkisins um málið.

10. Valgerður H. Bjarnadóttir. Laun jafnréttis- og fræðslufulltrúa.
BR980230
Erindi Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrverandi jafnréttis- og fræðslufulltrúa dags. 17. desember 1998 varðandi launamál.
Bæjarráð vísar til afstöðu sinnar sem fram kemur í bókun frá fundi ráðsins þann 21. júlí 1998 og hafnar erindinu.

11. Hagstofa Íslands. Mannfjöldi á Íslandi 1. desember 1998. Bráðabirgðatölur.
BR981323
Lögð fram fréttatilkynning nr. 70/1998 frá Hagstofu Íslands dags. 18. desember s.l. varðandi "Mannfjölda á Íslandi 1. desember 1998" - bráðabirgðatölur.

12. Svæðisvinnumiðlun Norðurlands eystra. Samstarfssamningar við Menntasmiðju kvenna.
BR981288
Lagðir fram samstarfssamningar Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra og Menntasmiðju kvenna á Akureyri dags. 15. og 22. desember 1998.
Bæjarstjóra falið að undirrita samningana f.h. bæjarstjórnar.

13. Umsóknir um lóð norðan Smáragötu (Íþróttavöllur Akureyrar), Rúmfatalagerinn ehf. og KEA.
BR981333
Lagt fram ódags. erindi frá Rúmfatalagernum ehf., móttekið 23. desember 1998 þar sem fyrirtækið sækir um lóð á svæði norðan Smáragötu til að reisa á stóra verslunarmiðstöð. Ennfremur er lagt fram bréf frá KEA sama efnis.
Fram kemur í báðum erindunum að fyrirtækin hafa hugsað sér samstarf um þetta verkefni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og vísar erindunum til umfjöllunar í skipulagsnefnd og óskar jafnframt eftir ábendingum skipulagsnefndar um lóðir fyrir slíka starfsemi.

14. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Fundargerðir dags. 11. nóvember og 17. desember 1998.
BR981342
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar dags. 11. nóvember og 17. desember 1998 ásamt fylgigögnum.

15. Önnur mál.
BR981388
a) Tillaga frá Jakobi Björnssyni:
Vegna frétta af hugsanlegum flutningi á aðalstöðvum Landssímans h.f. felur bæjarráð bæjarstjóra að eiga sem fyrst viðræður við forsvarsmenn fyrirtækisins um
kosti Akureyrar hvað staðsetningu varðar.
Bæjarstjóra falið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri.

b) Formaður bæjarráðs óskaði bæjarráðsmönnum og fjölskyldum þeirra svo og starfsmönnum bæjarins og þeirra fjölskyldum gleðilegs árs með þökk fyrir
samstarfið á árinu sem er að líða.


Fundi slitið kl. 11.30.
Ásgeir Magnússon
Sigurður J. Sigurðsson
Jakob Björnsson
Vilborg Gunnarsdóttir
Oddur H. Halldórsson
Kristján Þór Júlíusson

Heiða Karlsdóttir
-fundarritari-